Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 22
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og Heilsa. Nína Björk Gunnarsdóttir. List og Fegurð. Helgarmaturinn og Spjörunum Úr. 2 • LÍFIÐ 5. JÚLÍ 2013 HVERJIR HVAR? Umsjón blaðsins Marín Manda Magnúsdóttir marinmanda@frettabladid.is Umsjón Lífsins á Vísir.is Ellý Ármanns elly@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Einar Egilsson Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid Hár og makeup Þórunn Hulda Vigfúsdóttir Lífi ð Hamingja, fólk og annað frábært Tuborg fagnaði nýjum umbúðum á Tuborg bjórflöskum með mikilli gleði á Listasafni Reykjavíkur um síðustu helgi. Fögnuðurinn þótti heppnast vel með flottum tónlistarmönnum en Daníel Ágúst, Högni og DJ Margeir héldu uppi Kolfinna Kristjáns lét einnig sjá sig þegar líða fór á kvöldið og Magnús Jónsson leikari var með flottum hóp af fólki. stuðinu ásamt hljómsveitunum Sísý Ey og Skálmöld. Að sjálfsögðu voru þekkt andlit á svæðinu en Ellen Kristjáns stóð álengdar og fylgdist stolt með dætrum sínum á sviðinu. Fyrirsætan É g er búin að praktísera frá árinu 2005 og hef haldið fyrirlestra og námskeið til að fræða fólk um lækningajurtir og jafnvel búa til smyrsl. Ég geri þetta allan ársins hring og ég hef tekið eftir því að það er mikil vitundarvakning á þessu sviði þar sem margir sýna náttúrunni meiri áhuga og vilja nýta auðlindirnar okkar,“ segir Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir. Ásdís Ragna Einarsdóttir útskrifaðist úr University of East London í Bretlandi árið 2005 með BS-próf í grasalækningum og er ein þriggja menntaðra grasalækna á landinu. Síðan þá hefur hún sinnt ráðgjöf og leiðbeint fólki við að bæta heilsuna með lífrænum jurtum. Ásdís Ragna bendir á að nútíma grasalækningar eru tengdar heilbrigðissviðinu en unnið er einna helst með að koma jafnvægi á líkamann og andlega líðan með jurtum og góðu mataræði. Mun færri karlmenn leita til grasalækna en konur hafa verið duglegar að nýta sér grasalækningameðferðir til þess að koma á hormónajafnvægi og til þess að draga úr ýmsum einkennum eins og svefnleysi, mígreni og orkuleysi. Jafnframt hafa mörg pör nýtt sér frjósemisaukandi jurtir og viðbótarmeðferðir við ófrjósemi. „Markmiðið hjá mér er að útskrifa skjólstæðingana þannig að þeir nái ákveðnum bata og því þarf fólk að vilja vinna með lífsstílinn sinn. Ég einbeiti mér að mataræði því það er svo mikil virkni í matnum sjálfum og svo vinn ég með einkenni hvers og eins svo jurtirnar nái að vinna sitt verk,“ segir Ásdís Ragna. Hún hefur einnig boðið upp á jurtatínslunámskeið snemma á sumrin til að kenna almenningi að tína og nýta íslenskar jurtir. Hún segir að mikilvægt sé að vita hvað maður ætlar að tína og nota flórubók til að þekkja jurtirnar í sundur. FÓLK BÆTT HEILSA MEÐ JURTUM Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir kennir jurtatínslu og bætir lífsgæði og heilsu fólks með lífrænum jurtum „Haltu þig við hollustuna sem þú þekkir og hreyfðu þig því í þau skipti sem þú vilt leyfa þér óholl- ustu. Þá geturðu notið þess með góðri samvisku,“ segir Róbert Traustason, þjálfari og rekstrar- stjóri Boot Camp. Sumarið er því miður oft sá tími sem sumir láta árangur vetursins fara forgörðum. Sumar- bústaðaferðir, grillveislur og fleira valda því oft að fólk missir sig gjörsamlega í sukkið. Það er þó hægt að gera ýmislegt til að takmarka þann skaða með því meðal annars að halda sínu striki er kemur að æfingum og hollustu almennt. ● Taktu góða styrktaræfingu áður en þú ferð í óhollustuna. Líkaminn getur þá nýtt hluta af þeim hitaeiningum sem hann fær í vöðvauppbyggingu og að fylla á orkubirgðirnar í stað þess að umbreyta þeim í fitu. Þú getur tekið æfinguna heima fyrir ef það hentar betur og nýtt þér æfingar eins og armbeygjur, framstig og upphífingar til þess. ● Veldu eina tegund óhollustu í hvert sinn. Ef þú velur að fá þér ís þá borðar þú fyrst góðan og hollan kvöldverð áður en þú færð þér ísinn. Ekki fá þér fyrst djúpsteiktan mat, gos með því, svo ísinn, loks nammi, snakk og áfengi að lokum. Veldu þér frekar eitt- hvað eitt og njóttu þess með góðri samvisku og líkami þinn mun þakka þér fyrir það daginn eftir. ● Ef það er afgangur af því sem þú keyptir, hentu því þá strax áður en þú ferð að sofa. Ef þú hefur fengið nóg í bili þá er líkami þinn að senda þér skilaboð og þú ættir að hlusta á hann með því að losa þig við restina. Annars bíður þín ekkert nema vanlíð- an eða freisting næsta dag sem erfitt er að standast. ● Daginn eftir óholl- ustuna er um að gera að drekka vel af vatni og hreyfa sig aðeins, hleypa því versta út með svitanum. Það er engin þörf á að misþyrma sér eða „refsa sér“ heldur fara á æfingu með því hugarfari að þér líði betur eftir hana. Það hindrar þig líka í að taka annan sukkdag beint í kjölfarið. HEILSA HEILSAN Á RÉTTU SPORI Leyfðu þér óhollustu með góðri samvisku í sumar „Hlustaðu á líkama þinn,“ segir Róbert Traustason, þjálfari og rekstrarstjóri Boot Camp. RÁÐ ÁSDÍSAR UM JURTATÍNSLU ● Tína í björtu veðri og helst ekki í vætu, tína fjarri umferð og mengun og þar sem mikið vex af jurtinni. Algengar jurtir í kringum okkur eru t.d. birki, sem gott er að tína núna og þurrka til að eiga sem vökva- losandi te. ● Vallhumall er frábær jurt sem hægt er að tína frá og með miðjum júlí en vallhumall er góður til að styrkja hjarta- og æðakerfi og er krampastillandi. Tína skal um leið og jurtin byrjar að blómstra og þurrka í te. ● Blóðbergið er alltaf gott að eiga hvort sem er á lambalærið, til að búa til hóstasíróp eða sem te. Kröft- ug jurt sem gagnast sýkingum í önd- unarfærum og eflir ónæmiskerfið. ● Aðrar jurtir sem gott er að eiga við höndina eru t.d. gul- maðra, brenninetla, ætihvönn og túnfífilsblöð. Sjálf nota ég tölu- vert af ferskum haugarfa í salat og „boost“ en arfinn er næringar- rík og safarík jurt og bragðlítil. Bæði er hægt að setja jurtirnar út í „boost“ með ávöxtum og grænmeti eða pressa í safapressu ef vill. ● Ánægjulegt og gefandi er að tína jurtir og heilsubætandi að verja tíma úti í náttúrunni og njóta kyrrðarinnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.