Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 36
5. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 24 „Með nýju fólki koma auðvitað örlítið nýjar áherslur,“ segir útvarpskonan Hulda Bjarna- dóttir, sem frá og með deginum í dag mun stjórna hinum vinsæla útvarpsþætti „Í bítið“ á Bylgjunni ásamt þeim Gulla Helga og Heimi Karlssyni. Þátturinn hefur verið á dagskrá Bylgjunnar um langt skeið en síðastliðin sex ár hafa þau Heimir og Kolla [Kol- brún Björnsdóttir] stýrt þætt- inum. Kolla sagði skilið við þátt- inn í byrjun júní og í hennar stað koma inn reynslu boltarnir tveir. „Ætli þetta séu ekki um 80 ár í útvarpsreynslu,“ segir Hulda og hlær, en Gulli hóf störf í útvarpi árið 1984 og Heimir tveimur árum síðar. Þau segja að ein- hverjar breytingar verði á þætt- inum en að þó muni þau halda í fasta liði. „If it‘s not broken, don‘t fix it,“ bætir Gulli við. Þátturinn verður áfram á dagskrá alla virka daga og hefst á slaginu 6.50 en lýkur nú klukkutíma síðar en venjan er, eða klukkan tíu. - ka Breytingar á Bylgjunni Útvarpsþátturinn Í bítið á Bylgjunni verður nú klukkutíma lengur í loft inu en áður. REYNSLUBOLTAR MEÐ MEIRU Þau Hulda Bjarnadóttir, Heimir Karlsson og Gunnlaugur Helgason stjórna nú útvarpsþættinum „Í bítið“ á Bylgjunni. Þátturinn hefur verið lengdur um klukkutíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Þetta eru allt vinir Björns og hljóm- sveitir sem Skátar spiluðu mikið með hér áður fyrr. Okkur langaði að heiðra minningu látins félaga með því að halda gott partí. Þetta verður engin erfis- drykkja heldur falleg og skemmtileg stund,“ segir Benedikt Reynisson, gítar- leikari hljómsveitarinnar Skáta. Sveitin stendur fyrir tónleikum á Faktorý í kvöld til heiðurs Birni Kolbeinssyni, sem betur er þekktur sem Bjössi Skáti. Hann lést í köfunarslysi í Silfru á Þingvöllum þann 28. desember síðastliðinn. Aðspurður segir Benedikt að lagalisti kvöldsins samanstandi fyrst og fremst af lögum Skáta. „Við tökum Skáta-lög og svo smá spuna til heiðurs Bjössa,“ segir hann. Auk Skáta munu fjórar aðrar sveitir stíga á svið í kvöld og halda uppi minningu Björns. Aðgangseyrir er þúsund krónur og mun ágóðinn renna til Kvenna- athvarfsins. „Okkur þótti meira við hæfi að styrkja gott málefni en að styrkja okkur sjálfa. En fyrst og fremst er þetta í anda Bjössa, hann var meðvitaður um samfélagið í kringum sig.“ Tónleikarnir hefjast stund- víslega klukkan 22.30 í kvöld. sara@frettabladid.is Halda minningu á loft i með tónleikum Hljómsveitin Skátar heiðrar minningu Björns Kolbeinssonar með tónleikum á Faktorý í kvöld. Engin erfi sdrykkja, heldur falleg stund, segir Benedikt Reynisson. FÖSTUDAGURHVAÐ? HVENÆR? HVAR? HEIÐRA MINNINGU VINAR Meðlimir Skáta heiðra minningu látins vinar með tónleikum á Faktorý í kvöld. Björn Kolbeinsson lést í köfunarslysi í desember í fyrra. MYND/ÚR EINKASAFNI Óskar R. Harðarson hdl. og löggiltur fasteignasali Verð: 28,9 millj. Logafold 112 Reykjavík Nánari upplýsingar veitir Jórunn Skúladóttir, Sölufulltrúi jorunn@miklaborg.is sími: 845 8958 • Falleg íbúð með glæsilegu útsýni • Þriggja herbergja • Lítið fjölbýli 2 íbúðir á hæð • Bílskýli PI PA R\ TB W A -S ÍA - 1 3 1 9 5 5 Vinur við veginn 11 kg 2 kg 5 kg 10 kg Smellugas fyrir grillið, útileguna og heimilið Einfalt, öruggt og þægilegt! Smellugas Bloodgroup Grísalappalísa Jan Mayen Sigtryggur Berg Sigmarsson Skátar og vinir Bjössa úr Kimono og Bloodgroup ➜ Þessir koma fram í kvöld BENEDIKT REYNISSON Myndlist 17.00 Sýningin Verkfærið opnar í Verk- smiðjunni á Hjalteyri. Þar verður sýnd innsetning eftir Elísabetu Brynhildar- dóttur, Guðrúnu Benónýsdóttur og Selmu Hreggviðsdóttur. 17.00 Sumarsýning hjá Tveimur hröfnum listhúsi, Baldursgötu 12 (gegnt Þremur frökkum veitingastað). Sýningin er samsýning þeirra listamanna sem eru í samstarfi við listhúsið ásamt völdum verkum eftir fleiri listamenn. Sýnd verða verk eftir eftirtalda lista- menn; Davíð Örn Halldórsson, Hallgrím Helgason, Huldu Hákon, Húbert Nóa Jóhannesson, Jón Óskar, Steinunni Þórarinsdóttur, Erró, Óla G. Jóhannsson og Kristján Davíðsson. Tónlist 22.00 Ljótu hálfvitarnir leika á Græna hattinum á Akureyri. Forsala miða hjá Eymundsson í Hafnarstræti. 22.00 Bítladrengirnir Blíðu fá til sín gesti á kvöldskemmtun á Café Rosenberg. Gestasöngvarar eru; Gísli Helgason, Kormákur Bragason, Eggert feldskeri, Sara Blandon og Atli Geir Grétarsson. Gestaspilarar verða Þórður Árnason og Hjörtur Howser. Aðgangs- eyrir kr. 2.000. 23.00 Ingvar Grétarsson skemmtir á Ob-La-Dí-Ob-La-Da,Frakkastíg 8. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is .

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.