Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 40
5. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 28 Breiðablik eina íslenska félagið sem vann sinn leik í Evrópudeildinni í gærkvöldi FÓTBOLTI Íslensku liðunum þremur sem voru í eldlínunni í forkeppni Evrópudeildinni í gærkvöldi tókst ekki að gera 4. júlí 2013 að einstöku Evrópukvöldi. Það voru aðeins Blikar sem náðu að vinna sinn leik en KR og ÍBV urðu bæði að sætta sig við jafntefli. KR gerði markalaust jafntefli við norður-írska liðið Glentoran en færeyska liðið HB náði að jafna metin í seinni hálfleik í 1-1 jafnt- efli á móti ÍBV í Eyjum. Breiðablik átti ekki í miklum vandræðum með Santa Coloma frá Andorra en Blikar voru komnir í 3-0 eftir aðeins 25 mínútur. Seinni leikirnir eru í næstu viku. - óój LÉTT HJÁ BLIKUM Þórður Steinar Hreiðarsson fagnar hér fyrsta marki Breiðabliks á Kópavogsvellinum í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI visir.is Frekari umfjöllun um Evrópudeildina EVRÓPUDEILD UEFA BREIÐABLIK - SANTA COLOMA 4-0 1-0 Þórður Steinar Hreiðarsson (19.), 2-0 Ellert Hreinsson (23.), 3-0 Ellert Hreinsson (25.), 4-0 Guðjón Pétur Lýðsson, víti (61.) KR - GLENTORAN 0-0 ÍBV - HB 1-1 1-0 Gunnar Már Guðmundsson (16.), 1-1 Johan Troest Davidsen (65.). 1. DEILD KARLA VÍKINGUR R. - TINDASTÓLL 1-1 1-0 Aron Elís Þrándarson (34.), 1-1 Elvar Páll Sigurðsson (61.). KA - VÖLSUNGUR 2-0 1-0 Gunnar Valur Gunnarsson (49.), 2-0 Carsten Faarbech Pedersen (75.). FJÖLNIR - GRINDAVÍK 0-0 STAÐAN Grindavík 9 6 1 2 23-11 19 Víkingur R. 9 4 4 1 17-11 16 Haukar 8 4 3 1 13-9 15 BÍ/Bolungarvík 8 5 0 3 14-16 15 Selfoss 9 4 2 3 17-14 14 Leiknir R. 9 3 4 2 14-12 13 Fjölnir 9 3 3 3 10-13 12 KA 8 2 2 4 11-14 11 KF 8 2 4 2 12-10 10 Tindastóll 9 1 5 3 9-13 8 Þróttur R. 8 1 2 5 8-13 5 Völsungur 9 0 2 7 6-18 2 FÓTBOLTI Gilles Mband Ondo er til skoðunar hjá Val um þessar mundir en leikmaðurinn kom til landsins í gær. Ondo kemur frá Gabon en hann er kunnugur hér á landi. Hann lék með Grindavík á árunum 2008-2010 þar sem hann skoraði 28 mörk fyrir félagið. Ondo varð markakóngur Pepsi-deildarinnar árið 2010 en það tímabil skoraði hann 14 mörk. „Við ætlum að skoða Ondo næstu daga,“ segir Magnús Gylfason, þjálfari Vals, í samtali við Frétta- blaðið í gær. „Hann mun æfa með okkur í kvöld en í raun hef ég ekki hugmynd um það í hvernig standi leikmaðurinn er, ætla bara að byrja á því að skoða hans frammistöðu á æfingum.“ Valsmenn skoða núna ákveðna möguleika með framherjastöðuna en Björgólfur Takefusa hefur ekki náð sér á strik í sumar, þrátt fyrir að hafa fengið töluvert margar mínútur inni á vellinum. „Við erum að skoða málin og eins og alltaf lítur maður í kringum sig. Við erum að öllum líkindum að missa Bjögga [Björgólf Takefusa] úr hópnum og því þurfum við liðsstyrk.“ -sáp Ondo til reynslu hjá Valsmönnum MARKAKÓNGUR Gilles Mbang Ondo skoraði 14 mörk fyrir Grindavík 2010 og fékk gullskóinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Björgólfur Takefusa mun líklega yfirgefa herbúðir Valsmanna í félagsskiptaglugganum sem opnar 15. júlí næstkomandi. Leikmaðurinn var settur í agabann á dögunum og því út úr leikmannahópi Vals. „Björgólfur vill fara frá félaginu,“ segir Magnús Gylfason, þjálfari Vals, í samtali við Fréttablaðið. „Hann fékk fullt af mínútum hjá okkur, ég held í raun að hann hafi tekið þátt í öllum leikjum alveg fram að agabanninu.“ Hver er ástæðan fyrir því að Björgólfur Takefusa var settur í agabann? „Hjá okkur eru til margar skilgreiningar á agabanni en í þessu tilfelli fer leikmaðurinn á djammið stuttu fyrir leik og við getum ekki liðið slíka hegðun,“ segir Magnús. „Við erum núna að skoða fleiri möguleika til að styrkja hópinn og það verður bara að koma í ljós.“ - sáp Björgólfur fór á djammið 21. JANÚAR 2012 Í REYKJAVÍK 800 m hlaup inni á 2:05,96 mínútum 24. JÚNÍ 2012 Í MANNHEIM, ÞÝSKALANDI 800 m hlaup á 2:04,79 mínútum 10. JÚLÍ 2012 Í BARCELONA, SPÁNI 800 m hlaup á 2:04,74 mínútum 11. JÚLÍ 2012 Í BARCELONA, SPÁNI 800 m hlaup á 2:03,15 mínútum 19. ÁGÚST 2012 Í VÄXJÖ, SVÍÞJÓÐ 2000 m hindrunarhlaup á 6:34,80 mín. 15. DESEMBER 2012 Í REYKJAVÍK 1000 m hlaup inni á 2:43,22 mínútum 19. DESEMBER 2012 Í REYKJAVÍK 600 m hlaup inni á 1:27,73 mínútum 19. JANÚAR 2013 Í REYKJAVÍK 800 m hlaup inni á 2:04,79 mínútum 27. JANÚAR 2013 Í REYKJAVÍK 1500 m hlaup inni á 4:19,57 mínútum 2. FEBRÚAR 2013 Í REYKJAVÍK 800 mhlaup inni á 2:03,27 mínútum 22. JÚNÍ 2013 Í SLÓVAKÍU 800 m hlaup á 2:01,17 mínútum 30. JÚNÍ 2013 Í MANNHEIM, ÞÝSKALANDI 800 m hlaup á 2:00,49 mínútum ÁTUNNDA BESTA FRÁ UPPHAFI Árangur Anítu Hinrikdóttur er nú 8. besti árangur í flokki 17 ára og yngri frá upphafi í heiminum og á heimslista yfir alla aldursflokka fyrir árið 2013 er hún nú í 31. sæti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tólf Íslandsmet Anítu á aðeins átján mánuðum FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir stal enn á nýju sviðsljósinu um síðustu helgi þegar hún setti nýtt og stórglæsilegt Íslandsmet í 800 metra hlaupi. Þessi 17 ára stelpa forðast sviðsljósið og verður seint sökuð um það að trana sér fram í fjölmiðlum en afrekin á hlaupabrautinni öskra á samanburð við besta frjálsíþróttafólk Íslandssögunnar. Fréttablaðið fékk Jónas Egilsson, fram- kvæmdastjóra FRÍ, Þóreyju Eddu Elísdóttir, verkefnisstjóra FRÍ og Fríðu Rún Þórðar dóttur úr stjórn FRÍ til þess að segja sína skoðun á afrekum Anítu. Eitt mesta efni sem við höfum séð „Hún er einstök og jaðrar við það besta sem við höfðum séð í hennar grein í heiminum,“ segir Jónas. „Þetta er óslípaður demantur. Þetta er eitt mesta efni sem við höfum séð í íslenskum íþróttum í háa herrans tíð. Við höfum átt gott fólk eins og Jón Arnar Magnússon, Guðrúnu Arnardóttur, Völu Flosadóttur, Einar Vilhjálmsson, Hrein Halldórsson og fleiri. Ég held að hún sé ekki síðra og jafnvel meira efni en þetta fólk án þess að geta borið það nákvæmlega saman,“ segir Jónas. „Hún heldur áfram að sprengja alla skala. Hún kemur sífellt á óvart. Ég hélt að 2.01.17 væri tími sem væri erfitt fyrir hana að slá og bætingarnar yrðu eitthvað hægari. Fólk má alveg fara að búast við því að hún eigi eftir að bæta sig hægar því það styttist í toppinn. Hún er komin það langt. Ég sagði þetta samt líka þegar hún hljóp á 2.01.17 og svo hljóp hún 2.00.49 sem er bara ótrúlegt. Ég gapti bara þegar ég sá þetta,“ segir Þórey Edda Elísdóttir um árangur Anítu. „Við erum ákaflega stolt af þessari stúlku og hún vekur athygli. Þetta er góð auglýsing fyrir Ísland því það er tekið eftir henni. Ef hún heldur vel á spöðunum þessi stúlka þá á hún eftir að bæta sig í áratug í viðbót og vera í fremstu röð í heiminum. Hún á möguleika á því,“ segir Jónas. Gleðigjafinn helgi eftir helgi „Hún er gleðigjafinn hjá okkur helgi eftir helgi. Það er rosalega gaman að fylgjast með henni og umgjörðin í kringum hana er svo sterk og þau vita alveg hvert þau eru að stefna. Það er ekkert verið að flana að neinu,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir og bætir við: „Ég hefði varla trúað þessu því þetta er svo stórkostlegt hjá henni. Hún er alltaf svo mjúk og flott og gerir þetta eins og að drekka vatn. Ég held að það sé alveg ljóst að við höfum ekki átt efnilegri hlaupakonu,“ segir Fríða Rún. „Hún vekur athygli allstaðar enda ásamt því að vera ung er hún líka með sérstakan hlaupastíl. Það má samt ekki gleyma því að hún er einungis 17 ára og því mikilvægt að lágmarka utanaðkomandi pressu og leyfa henni að njóta stundarinnar. Þetta er rétt að byrja hjá henni því þetta er bara annað árið hennar í landsliðinu. Í rauninni er hún bara byrjandi,“ segir Þórey Edda en bætir við: „Ég hef fylgst með efnilegu fólki en það eru fáir sem hafa komið jafn mikið á óvart eins og hún. Þó að ég viti að hún sé efnileg þá stígur hún einhvern veginn alltaf skrefinu lengra en maður býst við og hreinlega sprengir alla skala. Ég hef aldrei séð annað eins og þó að ég sé ekki gömul í þessu þá eru örugglega margir aðrir sem gapa líka yfir þessu,“ segir Þórey Edda. . ooj@frettabladid.is Hún er óslípaður demantur Hin 17 ára gamla Aníta Hinriksdóttir hefur sett tólf Íslandsmet á síðustu átján mánuðum og bætt metið í 800 metra hlaupi utanhúss um fj órar sekúndur. Fréttablaðið fékk Jónas Egilsson, Þóreyju Eddu Elísdóttir og Fríðu Rún Þórðardóttur til að segja okkur hversu öfl uga íþróttakonu Ísland hefur eignast. FÓTBOLTI Páll Gísli Jónsson, markvörður Skagamanna, er mikill vítabani og tókst á miðvikudagskvöldið að verja víti annan leikinn í röð í Pepsi- deildinni. Páll Gísli hefur nú varið fimm af tíu síðustu vítaspyrnum sem hann hefur reynt við í efstu deild, þar af þrjár af þeim fjórum síðustu. Það vekur hins vegar athygli að Skagamenn hafa aldrei náð að vinna leik þar sem Páll Gísli hefur varið víti í efstu deild. Hann bjargaði jafntefli með fyrstu tveimur vítavörslum sínum sumarið 2007, en síðustu þrjú vítin sem hann hefur varið hafa komið í tapleikjum. Páll Gísli varði víti Þórsarans Chukwudi Chijindu í síðasta leik og varði víti Guðmundar Magnússonar hjá Víkingi Ólafsvík í leiknum á undan. Guðmundur skoraði úr frákastinu og tryggði Víkingi 1-0 sigur. Þriðja vítið varði Páll Gísli síðan frá Eyjamanninum Christian Steen Olsen í fyrra en það dugði skammt í 0-4 sigri ÍBV. - óój Vítavörslurnar skila ekki sigri PÁLL GÍSLI JÓNSSON Hefur varið fimm af tólf vítum sem hann hefur reynt við. FRÉTTABLAÐIÐ/GUDMUNDUR BJARKI STÓRSKOTHRÍÐ EN EKKERT MARK Óskari Erni Haukssyni og félögum í KR-liðinu tókst ekki að skora þrátt fyrir mikla yfirburði. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SPORT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.