Fréttablaðið - 30.07.2013, Side 1
FRÉTTIR
BLÁBER FYRIR KROPPINNÁvextir eru líkamanum nauðsynlegir, þar sem þeir inni-
halda mikið magn vítamína auk þess sem þeir eru lausir
við fitu. Nú er gott framboð af bláberjum í verslunum
og bráðum verður hægt að tína þau úti í náttúrunni.
Bláber eru svokölluð ofurfæða og því mjög holl.
M ikil fjöl
BESTA HUGLEIÐSLANÁSTRÍÐUKOKKUR Matarbloggið GulurRauðurGrænn&salt fær 50.000
heimsóknir í mánuði. Nú er búið að hanna enska útgáfu bloggsins og
höfundurinn undirbýr matreiðslubók.
teg 12962
mjúkur og
æðislegur
í
C,D,E skálum
á
kr. 5.800,-
buxur
kr. 1.995,-
FRÁBÆR !
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.10-14 laugardaga
MARAÞONÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2013 Kynningarblað Mataræði, æfingar, met, þátttakendafjöldi og þrjátíu ára afmæli.
Tók
áskorun
mömmu
Stefán Þór Arnarsson hleypur sitt
fyrsta maraþon í ár, en það verður
einnig í fyrsta sinn á ævinni sem
hann keppir í hlaupi. Hann sagði
skilið við fitness-lífsstílinn árið 2008 og sn i é ð
BÍLARReynsluakstur Chevrolet CaptivaJaguar Smíðar smábíla eingöngu úr áli
Þýskar bílasölur mótm
æla netsölu á BMW i3 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2013
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Þriðjudagur
12
3 SÉRBLÖÐ
Bílar | Maraþon | Fólk
Sími: 512 5000
30. júlí 2013
177. tölublað 13. árgangur
Saksóknari spyr dæmda
Ríkissaksóknari hefur sent fyrir-
spurnir til þeirra sem hlutu dóma
í Guðmundar- og Geirfinnsmálum.
Hann kannar afstöðu til endur-
upptöku málanna. 6
Ólykt inni á herbergjum Lím- og
málningarlykt tók á móti hótel-
gestum í Borgarfirði. Nokkrir kvört-
uðu undan ógleði og höfuðverk. 2
Funda með ráðherra Geislafræð-
ingar funda með heilbrigðisráðherra
í dag um kjaradeilu þeirra við Land-
spítalann. Uppsagnir þeirra taka
gildi eftir tvo daga. 4
MENNING Helga Guðmundsdóttir,
bóndi á Erpsstöðum, tók á móti fimm-
tán þúsund gestum í fyrra. 30
SPORT Lars Lagerbäck reyndi að hafa
áhrif á ákvörðun Arons um að velja
bandaríska landsliðið. 26
Nú er opio allan
sólarhringinn
í Engihjalla
SKOÐUN Teitur Guðmundsson
segir áfengissjúkdóm ekki mega vera
feimnismál. 13
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 SÍMI 568 9090 • www.sm.is
24.990
PANASONIC DMCSZ7
VER ÁÐ ÐUR 34 99. 0
ALVÖRU MYNDAVÉL FYRIR
KRÖFUHARÐA NÚ Á ÁÐUR
ÓÞEKKTU VERÐI
14.1 milljónir punkta
FJÁRMÁL „Félagið er fullfjár-
magnað og nú er komið að því
að framkvæma; að stofna nýjan
banka,“ segir Ingólfur Ingólfs-
son, fjármálaráðgjafi og einn
aðstandenda Sparifélagsins, sem
falast eftir 22,4 prósenta hlut
Fjarðabyggðar í Sparisjóði Norð-
fjarðar.
Ingólfur segir Spari félagið
hafa leitað leiða frá því fyrir
hrun að stofna viðskiptabanka
undir nafninu Sparibankinn.
Einn möguleikinn sé að kaupa
sig inn í sparisjóði.
Aðspurður segir Ingólfur Spari-
félagið ekki einblína á Sparisjóð
Norðfjarðar. „Ríkið á stóran hluta
í mörgum spari sjóðum. Þær eign-
ir eru væntanlega til sölu á ein-
hverjum tímapunkti. Við erum
opin fyrir að kaupa einn sparisjóð,
meirihluta í sparisjóði, þá alla eða
eignarhlut ríkisins í þeim öllum,“
segir hann.
Ingólfur segir bæði innlenda
og erlenda einstaklinga og lög-
aðila koma að fjármögnun félags-
ins. „Á meðan hlutirnir eru ekki
komnir mikið lengra en þetta get
ég ekki sagt mikið meira,“ segir
hann um það.
„Markmiðið er að skapa sam-
keppni á þessum markaði sem
sárlega vantar. Þá viljum við
líka kynna nýja hugmynd að við-
skiptabanka. Það kemur vonandi
skemmtilega á óvart,“ segir Ing-
ólfur um áformin.
Ríkið á 49,5 prósent í Spari-
sjóði Norðfjarðar, Fjarðabyggð
22,4 prósent og einstaklingar
og félög afganginn. Í ágúst 2011
ákvað stjórn sparisjóðsins að
selja sjóðinn. Viðunandi tilboð
bárust ekki og hætt var við söl-
una. Jón Einar Marteinsson segir
sjóðinn standa traustum fótum.
Hagnaður ársins 2012 var 19,2
milljónir króna og eigið fé í árs-
lok 598 milljónir.
Engar áætlanir hafa verið uppi
hjá Fjarðabyggð að undanförnu
um að selja hlutinn í sparisjóðnum.
Bæjarráðið fól Páli Björgvin Guð-
mundssyni bæjarstjóra að ræða
við Sparifélagið. Páll vill ekkert
segja um málið að svo stöddu. - gar
Sparifélagið tilbúið í rekstur
banka og býður í sparisjóði
Sparifélagið býður í hlut Fjarðabyggðar í Sparisjóði Norðfjarðar. Ingólfur Ingólfsson sparnaðarráðgjafi segir
félagið reiðubúið að kaupa alla hluti ríkisins í sparisjóðum. Félagið sé full fjármagnað og tilbúið í samkeppni.
Þá
viljum við
líka kynna
nýja hug-
mynd að
viðskipta-
banka. Það
kemur vonandi skemmti-
lega á óvart.
Ingólfur Ingólfsson fjármálaráðgjafi.
Bolungarvík 11° NA 7
Akureyri 10° NNA 4
Egilsstaðir 11° NV 5
Kirkjubæjarkl. 16° N 1
Reykjavík 17° NNA 6
Bjart eða bjart með köflum sunnan- og
vestanlands en rigning norðaustan til.
Strekkingur með A-ströndinni en annars
fremur hægur vindur. Hiti 8 til 20 stig. 4
„Það er mikil spenna í gangi og
ég er alveg haugstressaður,“
segir leikstjórinn Baltasar Kor-
mákur, sem staddur er í New
York við frumsýningu nýjustu
kvikmyndar sinnar, 2 Guns.
Það eru stórleikararnir Denzel
Washington og Mark Wahlberg
sem fara með aðalhlutverkin í
myndinni. Baltasar segir sam-
starfið hafa gengið vel en að það
hafi stundum verið ansi krefj-
andi.
„Denzel er ekkert lamb að leika
sér við en á móti kemur að hann
er alveg frábær leikari. Mark
þekki ég orðið vel og við erum
orðnir góðir vinir svo það er
aðeins auðveldara og þægilegra,
bara eins og þegar ég vinn með
íslenskum vinum mínum.“ Balt-
asar bauð allri fjölskyldunni með
til New York og var tilhlökkunin
ansi mikil að sögn leikstjórans.
- ka / sjá síðu 30
Baltasar frumsýnir 2 Guns:
Spenntur en
haugstressaður
SLYS Banaslys varð á Langjökli um
hádegisbilið í gær þegar sextugur
maður missti stjórn á vélsleða sem
hann var á. Maðurinn, sem var frá
Taívan, var úrskurðaður látinn í
þyrlunni sem flutti hann áleiðis til
Reykjavíkur.
Eiginkona mannsins, sem einnig
var á sleðanum, hlaut minniháttar
meiðsl á fæti. Lögreglan á Selfossi
sendi menn frá rannsóknardeildinni
á slysstað og tók einnig sleðann í
sína vörslu til frekari rannsóknar.
Að sögn Herberts Hauks sonar
frá fyrirtækinu Fjallamönnum
átti slysið sér stað á sleða frá þeim
en maðurinn ók á honum í óleyfi.
Hann var ekki með ökuréttindi
og enga reynslu af neinum öku-
tækjum. Kvittaði hann undir plagg
þar sem undirritaður staðfestir að
hann hafi slík réttindi og laumaðist
síðan undir stýri og ók af stað með
fyrrgreindum afleiðingum. Her-
bert segir jafnframt að þakka megi
fyrir að enginn úr ferðahópnum
hafi orðið fyrir sleðanum meðan
honum var ekið af svo óreyndum
ökumanni.
Tuttugu og níu manns voru í
hópnum og voru starfsmenn Fjalla-
manna að greiða úr því að þeir
fengju áfallahjálp fram eftir kvöldi
í gær. - jse
Sextugur maður frá Taívan lést í vélsleðaslysi uppi á Langjökli í gær:
Vélsleðaslysið til rannsóknar
FRÁ LANGJÖKLI
Tuttugu og níu
manns voru í
vélsleðahópnum
þegar slysið varð.
Hinn látni hafði
ekki réttindi til
að aka vélsleða
að sögn Fjalla-
manna.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILEHLM
Í FÖGRUM SKÓGI Halda mætti að þessi mynd væri tekin í sænskum skógi á sumardegi en sú er ekki raunin. Þessi ungi
hjólreiðamaður er bara að bregða sér úr borg í bæ á Íslandi og fer eftir nýjum hjólareiðastíg í Fossvoginum sem var rudd leið
í gegnum þennan stæðilega skóg. Við hlið hjólreiðastígsins er göngustígur sem rómantísk pör ættu að hafa í huga í blíðviðri
næstu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR