Fréttablaðið - 30.07.2013, Page 2
30. júlí 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2
SJÁVARÚTVEGUR Engin tilkynn-
ing hefur borist frá Evrópusam-
bandinu, formleg né óformleg, til
íslenskra stjórnvalda um refsi-
aðgerðir vegna makrílveiða Íslend-
inga. En að loknum fundi sjávar-
útvegsstjóra sambandsins í júlí
boðaði Maria Damanaki, sjávar-
útvegsstjóri ESB, slíkar aðgerðir
fyrir mánaðamót. Sigurgeir Þor-
geirsson, aðal samningamaður
Íslands í deilunni, segir að allar
aðgerðir sem nái lengra en lönd-
unarbann á makríl séu ólöglegar.
Evrópusambandið setti reglu-
gerð síðasta haust sem heimilar
sambandinu refsiaðgerðir gagn-
vart ríkjum sem stunda ósjálfbær-
ar veiðar úr fiskistofnum sem ESB
hefur hagsmuni af.
„Sú reglugerð veitir mjög víð-
tækar heimildir. En við stöndum
hins vegar fast á því að flestar þær
aðgerðir sem reglugerðin heimilar
væru ólöglegar gagnvart Íslandi
á grundvelli ýmist samþykkta
Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar
eða samningsins um evrópska
efnahagssvæðið,“ segir Sigurgeir.
Íslendingar gætu hins vegar ekki
mótmælt löndunarbanni á makríl,
enda sjálfir beitt slíkum aðgerðum
í sambærilegum málum, en öðrum
aðgerðum yrði svarað með viðeig-
andi hætti. - hmp
SPURNING DAGSINS
FERÐAMÁL Hópur ferðamanna sem
gisti á hóteli í Borgarfirði í júlí
kvartaði undan ógleði og höfuð-
verk eftir nóttina vegna megnrar
málningar- og límlyktar í herbergj-
um í nýrri viðbyggingu.
„Þetta er auðvitað til háborinnar
skammar,“ segir
Börkur Hrólfs-
son, leiðsögu-
maður hópsins.
Hann segir þetta
bara eitt dæmi af
mörgum þar sem
pottur sé brotinn
hér á landi þegar
komi að þjónustu
við ferðamenn.
„Það er hart ef Ísland og Íslend-
ingar fara að verða þekkt fyrir að
svindla á ferðamönnum,“ segir
Börkur um ástandið almennt.
Hann segir að það sé því miður að
verða raunin, um það hafi hann séð
fjölmörg dæmi á þriggja áratuga
starfsferli.
Hópurinn kom til næturgisting-
ar og fékk herbergi í nýrri álmu í
Icelandair Hótel Hamar í Borgar-
firði. Börkur segir að angandi
málningarlykt hafi mætt fólkinu
og mikil límlykt á salernum. Þá
hafi ekki verið búið að setja upp
sturtuhengi eða statíf fyrir klósett-
pappír, og ekkert netsamband hafi
verið í herbergjunum. Þá hafi
matsalurinn ekki rúmað alla gesti
hótels ins.
Börkur segist hafa komið á eftir
hópnum um kvöldið og ekki talað
við fólkið fyrr en um morguninn.
Sjálfur hafi hann fengið herbergi
í eldri álmu hótelsins og þar hafi
verið mörg herbergi laus. Engin
ástæða hafi verið til þess að hýsa
fólkið í nýkláruðu herbergjum.
Kvartað undan ógleði
eftir hótelgistinguna
Lím- og málningarlykt tók á móti ferðamönnum í nýrri álmu hótels í Borgarfirði.
Til háborinnar skammar segir leiðsögumaður hópsins. Hótelstjóri segir frásögnina
talsvert orðum aukna en viðurkennir að einhver lykt hafi verið í herbergjunum.
BÖRKUR
HRÓLFSSON
„Þetta er dálítið mikið orðum aukið,“ segir Sigurður Ólafsson, hótelstjóri á
Icelandair Hótel Hamar, spurður um lýsingar leiðsögumannsins á aðstöðu
ferðamannanna.
Sigurður segir að hugsanlega hafi vantað sturtuhengi í tvö herbergi. Þá
segir hann matsalinn rúma 100 í sæti en 88 geti gist á hótelinu.
„Ég viðurkenni að þetta var nýtt, og það er sjálfsagt einhver málningar-
lykt í herbergjum sem er nýbúið að mála,“ segir Sigurður. Hann segir að
flísalagt hafi verið viku áður en ferðamennirnir hafi komið, og um svipað
leyti hafi verið teppalagt.
Spurður hvort límlyktin hafi verið farin þegar herbergin voru leigð út
segir Sigurður: „Við skulum orða það þannig að ef þú kaupir þér nýjan bíl
er leðurlykt í bílnum þegar þú kemur inn í hann.“
„Dálítið mikið orðum aukið“
Birgir, er skammt stórra högga
á milli hjá þér?
„Já, það hefur í raun aldrei verið
jafn stutt á milli.“
Birgir Leigur Hafþórsson stóð uppi sem
sigurvegari á Íslandsmótinu í höggleik um
helgina ásamt Sunnu Víðisdóttur, en þetta
var fimmti Íslandsmeistaratitill kappans.
HÓTEL HAMAR Ný viðbygging við Icelandair Hótel Hamar í Borgarfirði var tekin í
notkun í sumar. MYND/ICELANDAIR HÓTEL HAMAR
SVÍÞJÓÐ Sífellt fleiri hundar og kettir í Svíþjóð fá þunglyndislyf vegna
aðskilnaðarkvíða og hræðslu. Sala á slíkum lyfjum hefur aukist um 35
prósent á undanförnum fjórum árum, að því er segir í frétt á vef Syd-
svenska Dagbladet.
Ef þjálfun og meðferð dugar ekki er gripið til lyfjagjafar til þess að
ekki þurfi að aflífa dýrin. Haft er eftir dýralækninum Ulriku Lind-
holm að hjá sumum dýrum hafi þjálfun og meðferð engin áhrif. Þess
vegna þurfi að gefa þeim lyfin í ákveðinn tíma. - ibs
Aðskilnaðarkvíði og hræðsla hrjáir marga hunda og ketti:
Dýrunum gefin þunglyndislyf
Í HUNDANA Ef þjálfun og meðferð dugir ekki til að slá á kvíðann og hræðsluna hjá
dýrunum þarf að gefa þeim lyf svo ekki þurfi að lóga þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
NOREGUR Foreldrar 24 ára gamals
norsks stjórnmálamanns, Tors
Johannes Helleland, harma að
sonurinn skuli hafa stolið nektar-
myndum af stúlkum og birt þær á
klámsíðu á netinu.
Í tölvupósti til Aftenposten
kveðst ungi stjórnmálamaðurinn
hafa sagt sig frá verkefnum fyrir
flokk sinn, Hægri flokkinn.
Foreldrarnir, sem báðir eru
stjórnmálamenn fyrir sama
flokk, segja hug sinn fyrst og
fremst vera hjá stúlkunum og
fjölskyldum þeirra. Þeir segjast
vona að sonurinn taki ábyrgð á
gerðum sínum. Lögreglan hyggst
rannsaka málið. - ibs
Stjórnmálamaður í vanda:
Setti nektar-
myndir á netið
SJÁVARÚTVEGUR Vinnslustöðin
hagnaðist um 2,3 milljarða á síð-
asta ári en heildartekjur voru
tæplega sextán milljarðar. Þetta
kom fram á sérstökum framhalds-
aðalfundi fyrirtækisins í gær.
Þetta þýðir að heildartekjur
fyrirtækisins hafa þrefaldast á
tíu árum, segir Sigurgeir B. Krist-
geirsson framkvæmdastjóri.
Aðalfundurinn samþykkti að
greiða rúmlega einn milljarð í
arð, sem er þrettán prósent af
eigin fé fyrirtækisins.
Sigurgeir segir að á næsta ári
muni áhrifa veiðigjaldanna gæta
að fullu en þá greiðir Vinnslu-
stöðin 850 milljónir í veiðigjöld.
Þessa framhaldsaðalfundar
var þörf þar sem Hæstiréttur
Íslands ógilti í mars síðastliðn-
um ákvörðun hluthafafundar í
félaginu í september 2011 um
samruna Ufsabergs-útgerðar ehf.
og Vinnslustöðvarinnar hf. Því
var þörf á að skipta rekstrinum
fyrir 2011 og 2012 upp á nýtt og
skilja hlutana að.
Heildarskuldir fyrirtækisins
voru 12,3 milljarðar króna í lok
árs 2012.
- jse
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum greiðir rúman milljarð í arð og hagnaðurinn fer yfir tvo milljarða:
Tekjurnar hafa þrefaldast á einum áratug
SIGURGEIR BRYNJAR KRISTGEIRSSON
Rekstrarreikningur Vinnslustöðvarinnar
hefur þrefaldast á áratug segir Sigurgeir
Brynjar. MYND/HARI
Hagnaður 2,3 milljarðar
Arðgreiðsla 2,3 milljarðar
Heildartekjur 15,7 milljarðar
Heildarskuldir 12,3 milljarðar
Veiðigjöld
á næsta ári 850 milljónir
VINNSLUSTÖÐIN 2012
Hann segir starfsmenn hótelsins
greinilega hafa vitað af lyktinni af
flísalíminu og málningunni því öll
herbergi sem ekki hafi verið sofið
í hafi verið opin upp á gátt og allir
gluggar opnir til að lofta út.
„Svona gera menn ekki þegar
fólk er búið að borga hátt verð
fyrir herbergið,“ segir Börkur.
Hann ítrekar að þetta sé aðeins
eitt af fjöl mörgum dæmum sem
fjöl margir leiðsögumenn geti nefnt
um fúsk í þjónustu við ferðamenn.
Það skjóti skökku við enda séu
tekjur af ferðamönnum gríðarlega
miklar. brjann@frettabladid.is
Engin tilkynning hefur borist um aðgerðir sem Damanaki hafði boðað:
Ekkert bólar á refsiaðgerðum
MARÍA
DAMANAKI
Sjávarútvegs-
stjóri Evrópu-
sambandsins
hafði boðað
refsiaðgerðir
fyrir mánaða-
mót en ekkert
bólar á slíku
enn.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP/
NORDICPHOTOS
FRAKKLAND, AP Verðmæti dem-
antanna, sem stolið var úr hóteli í
Cannes í Frakklandi á sunnudag,
er nú talið nema nærri 17 millj-
örðum króna.
Þetta er hátt í þrisvar sinnum
hærra mat en gefið var upp í
fyrstu.
Ekkert hefur enn spurst til
þjófsins, sem var snar í snúning-
um. Hann kom grímuklæddur inn
um dyr, sem áttu að vera læstar,
hrifsaði eina tösku og hvarf út
mínútu síðar.
Þrír öryggisverðir, tveir sölu-
menn og einn framkvæmdastjóri
fylgdust með en komu engum
vörnum við. - gb
Þurfti aðeins mínútu:
Þýfið er sautján
milljarða virði