Fréttablaðið - 30.07.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.07.2013, Blaðsíða 4
30. júlí 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ www.rekstrarland.isSkeifunni 11 | Sími 515 1100 R\R\\\\\\R\R\\\R\R\\\\\\\\\\\\\\\\\ A R\R\\R\R\R A RRR PA R PA PI PA P A W A W AA A AAA W A W AAA W A W A W A W A W AA W A W A WWWWBWWBWBWWWBWBWWWBWWBWBWBWBWBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBTBBBBBBBBBTBTBBBBBBBBBTBBBBBBBTBTBTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTT ••••• ÍASÍ A S ÍA S ÍA S ÍAAAÍASÍ AÍÍS •••• 1919211222 13 2 13 23313313333111 11 0000 GARÐ- VEISLAN Í Rekstrarlandi finnurðu mikið úrval af veisluvörum fyrir afmæli, grillpartý, brúðkaup o.fl. 56,5 milljörðum króna nam aflaverðmæti íslenskra skipa á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2013 samanborið við 58,6 milljarða á sama tímabili 2012. Aflaverðmæti hefur því dregist saman um 3,6%. Aflaverðmæti botnfisks var tæplega 33,8 milljarðar og dróst saman um 7,6%. Heimild: Hagstofa Íslands FÉLAGSMÁL Vestmannaeyjabær verður með barna verndar- fólk á bakvöktum meðan Þjóðhátíð stendur yfir.Eins og áður verða bakvaktirnar starfræktar frá fimmtudags- kvöldi til mánudagskvölds. Starfsmenn fjölskyldu- og fræðslusviðs munu sinna bakvöktunum. Eins á að semja við aðila um greiðslur fyrir að vera til taks til að veita börnum móttöku í bráða- tilvikum ef þörf krefur. „Fjölskyldu- og tómstundaráð beinir því til foreldra og forráðamanna að börn undir átján ára aldri eru ólög- ráða og á ábyrgð foreldra. Þetta gildir einnig um gest- komandi börn, þau þurfa að vera á ábyrgð fullorðinna einstaklinga,“ undirstrikar fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja. - gar Fjölskylduráð Vestmannaeyja undirstrikar að börn séu á ábyrgð foreldra: Barnaverndarvaktir á Þjóðhátíð ÞJÓÐHÁTÍÐ Bæði gestkomandi börn og heimabörn undir átján ára eru á ábyrgð foreldra, ítrekar fjölskylduráð Vestmannaeyja. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON KJARAMÁL Meginkrafa geislafræð- inga við Landspítalann er sú að geta lifað af launum sínum fyrir venjulega vinnuviku. Þetta segir Katrín Sigurðardóttir, formaður þeirra, í samtali við Fréttablaðið. Geislafræðing- ar og stjórnendur Landspítala hitta Kristján Þór Júlíusson heil- brigðisráðherra í dag til að ræða kjaradeiluna við Landspítalann. Uppsagnir um tveggja af hverjum þremur geislafræðingum við spítal- ann taka gildi á fimmtudaginn. „Við geislafræðingar höfum verið á lægri launum en aðrar stéttir með sambæri- lega menntun og viljum fá leið- réttingu á okkar kjörum,“ segir Katrín, en dag- vinnulaun geisla- fræðinga eru að hennar sögn um 300 þúsund krónur. Geislafræði er fjögurra ára háskólanám. „Svo er þetta mjög sérhæft starf og verðmætt sem ætti að okkar mati að meta eftir því,“ segir hún. Annað atriði sem Katrín nefnir er vaktafyrirkomulag sem hún segir afar krefjandi. „Það felur í sér margar bak vaktir og mikið álag sem þýðir að fólk er alltaf að vinna. Við viljum bara 40 stunda vinnuviku eins og aðrir án þess botninn detti úr launum okkar.“ Katrín segist vera bjartsýn um að fundurinn í dag skili nokkrum árangri, þrátt fyrir að málið snúi fyrst og fremst að fjármála- ráðuneytinu. Ráðherra segir í samtali við Fréttablaðið að hann hyggist hitta geislafræðinga og fulltrúa Land- spítalans í dag til að glöggva sig á stöðu mála. Hann segist ekki vilja gefa sér að allt fari á versta veg. „Ég bind vonir við að aðilar málsins nái saman. Ég held að það sé öllum fyrir bestu,“ segir hann. „Mín nálgun á þetta mál er að hvetja aðila máls til að leggja sig fram um að ná lendingu og ég er tilbúinn til að leggja þeim lið við það, en fyrst og fremst er þetta útfærsla á stofnana samningi milli starfsmanna og stjórnenda á Land- spítalanum.“ Ekki hefur verið boðað til fleiri funda í deilunni milli geisla- fræðinga og Landspítalans. Tveir fundir voru haldnir í síðustu viku en lítið þokaðist í samkomulagsátt. thorgils@frettabladid.is Vilja geta lifað af 40 stunda vinnuviku Uppsagnir meginþorra geislafræðinga við Landspítalann taka gildi eftir tvo daga ef ekki næst saman um bætt kjör. Formaður Félags íslenskra geislafræðinga segir stéttina hafa setið eftir í kjörum og vill að hægt verði að lifa af dagvinnulaunum. LANDSPÍTALINN Uppsagnir megin- þorra geislafræð- inga taka gildi á fimmtudag ef ekki næst saman við stjórnendur spítalans um kjarabætur. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VILHELM KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR ■ Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags íslenskra geislafræðinga, segir að kröfur geislafræðinga miði ekki við aðrar stéttir. Þó má nefna að Landspítalinn hefur á síðustu mánuðum samið um nýja stofnanasamninga við hjúkrunar- fræðinga og lífeindafræðinga. Þar fengu félagsmenn hækkun upp á einn til tvo launaflokka sem jafngildir fimm til tíu prósenta launahækkun. ■ Í úttekt fjármálaráðuneytisins frá því fyrr á þessu ári kemur í ljós að meðaltal dagvinnulauna geislafræðinga var um 350.000 í marsmánuði og meðaltal heildarlauna með yfirvinnu og vaktaálagi var 550.000. ■ Á sama tíma var meðaltal dagvinnulauna hjá hjúkrunarfræðingum um 413.000 og meðaltal heildarlauna var um 586.000. Sambærilegar stéttir hafa fengið 5-10% BANDARÍKIN Herdómstóll í Banda- ríkjunum komst í gær að niðurstöðu í máli uppljóstrarans Bradley Mann- ing. Dómurinn verður þó ekki birtur fyrr en í dag. Manning hefur verið í fangelsi í þrjú ár. Hann á yfir höfði sér ævilangt fangelsi fyrir alvarleg- asta ákæruatriðið, sem er að hafa aðstoðað óvini Bandaríkjanna. Hann á einnig yfir höfði sér refs- ingu fyrir tuttugu önnur ákæruat- riði, þar á meðal fyrir njósnir og þjófnað. Manning er 25 ára. Hann hefur viðurkennt að hafa lekið hundr- uðum þúsunda leynilegra skjala meðan hann var hermaður í Írak. - gb Dómur felldur yfir Manning: Niðurstaðan birt í dag BRADLEY MANNING Hefur setið í fangelsi í þrjú ár. NORDICPHOTOS/AFP Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Fimmtudagur Fremur hægur vindur víðast hvar. NORÐANÁTT verður ríkjandi næstu daga og því dregur heldur úr hlýindum á landinu, sérstaklega norðan og austan til. Bjartast verður sunnan- og vestanlands og líkur á síðdegisskúrum en væta á norðausturhorninu. 11° 7 m/s 13° 6 m/s 17° 6 m/s 13° 2 m/s Á morgun Strekkingur allra vestast og austast en annars hægari vindur. Gildistími korta er um hádegi 13° 11° 13° 8° 8° Alicante Aþena Basel 31° 36° 29° Berlín Billund Frankfurt 24° 22° 25° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 24° 23° 23° Las Palmas London Mallorca 26° 21° 33° New York Orlando Ósló 27° 31° 22° París San Francisco Stokkhólmur 26° 18° 20° 16° 1 m/s 13° 4 m/s 11° 5 m/s 9° 6 m/s 10° 4 m/s 8° 6 m/s 9° 4 m/s 13° 9° 12° 10° 8° LÖGREGLUMÁL Lögregla leitar enn að Friðriki Kristjánssyni, sem tal- inn er hafa horfið í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur spurst til Friðriks síðan í apríl. Lögregla lýsti formlega eftir ábendingum um ferðir Friðriks fyrir fjórum vikum. Friðrik Smári Björgvins- son yfirlögreglu- þjónn segir að nokkrar ábend- ingar hafi borist. „Það hefur eitt- hvað komið en ekki leitt til neins,“ segir hann. Fram hefur komið í fjölmiðlum að lögreglu hefðu borist óstað- festar upplýsingar um að Friðriki hefði verið ráðinn bani á ferðalagi sínu um Suður-Ameríku. Upphaflega lét lögregla grennsl- ast fyrir um Friðrik í Paragvæ. Íslensk yfirvöld eru enn í sam- starfi við erlenda lögreglu vegna málsins, að sögn Friðriks Smára, aðallega þá brasilísku. - sh Enn týndur í Suður-Ameríku: Ábendingar hafa engu skilað FRIÐRIK KRISTJÁNSSON TÚNIS, AP Forsætisráðherrann í Túnis segist enga ástæðu sjá til þess að segja af sér, þótt stjórnar- andstæðingar krefjist þess af honum. Forsætisráðherrann Ari Laraj- edh hélt þrumuræðu í gær þar sem hann vísaði öllum slíkum kröfum á bug. Hins vegar gaf hann loforð um að ný stjórnar- skrá verði tilbúin í ágúst og kosn- ingar verði haldnar í desember. Almenn reiði hefur verið í Túnis eftir að stjórnmálamaður- inn Múhamed Brahmi var myrt- ur í síðustu viku. - gb Forsætisráðherra Túnis: Hafnar kröfum um afsögn ÍTALÍA, AP „Ef einhver er samkyn- hneigður og leitar guðs og vill vel, er ég þá þess umkominn að fella dóma?“ sagði Frans páfi við blaðamenn um borð í flugvél í gær- morgun, þegar hann var á leiðinni frá Brasilíu aftur til Rómar. Hann sagðist líka vilja styrkja stöðu kvenna innan kaþólsku kirkj- unnar, en hafnar því að konur eigi að fá að vera prestar. Blaðamönnunum, sem ræddu við hann í flugvélinni í rúmlega tutt- ugu mínútur, þótti hann opinskár og einlægur í svörum. - gb Frans páfi svarar í flugvél: Fordæmir ekki samkynhneigð SÝRLAND, AP Paulo Pinheiro, for- maður rannsóknarnefndar um mannréttindabrot í Sýrlandi, segir að alþjóðasamfélagið verði nú að grípa inn í og stöðva ofbeldið í Sýrlandi. „Heimsbyggðin verður að heyra hróp fólksins – stöðvið ofbeldið, stöðvið blóðbaðið, komið í veg fyrir eyðileggingu Sýrlands,“ segir hann. Hann segir almenna borgara helstu fórnarlömb ofbeldisins. - gb Varnaðarorð frá SÞ: Stöðva verður eyðilegginguna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.