Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.07.2013, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 30.07.2013, Qupperneq 6
30. júlí 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Við tjöldum því besta Verslunarmanna- helgartilboð Kirby 400 - 4 manna tjald, gott fortjald, 195cm lofthæð, 3000mm vatnsheldni, eldvarinn dúkur 95kr. 64.9 Tilboð kr. 8.995 Tilboð Wilderness 350 Svefnpoki DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur sent þeim sem hlutu dóm í Guð- mundar- og Geirfinnsmálinu bréf þar sem óskað er eftir afstöðu þeirra til mögulegrar endur- upptöku málsins. Aðeins eitt svar hefur borist og þar er ekki tekin afdráttarlaus afstaða til spurningar innar. Fjórir þeirra sex sem hlutu dóm í málinu eru enn á lífi; Albert Klahn Skaftason, Erla Bolladóttir, Guðjón Skarphéðinsson og Krist- ján Viðar Viðarsson. Þau fengu öll sent bréf af þessu tagi 29. maí síðast liðinn. Hinir tveir, Sævar Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifs- son, eru látnir. Í bréfinu eru fjórmenningarn- ir í fyrsta lagi spurðir hvort þeir hafi í hyggju að leggja sjálfir fram beiðni um endurupptöku málsins. Hins vegar eru þeir spurðir, hygg- ist þeir ekki gera það, hver afstaða þeirra sé til þess að ríkissaksókn- ari leggi fram slíka beiðni, yrði það niðurstaðan af skoðun emb- ættisins á gögnum málsins. „Það var komið svar frá einum en ég veit ekki til þess að það hafi komið meira,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem er nú í sumarleyfi. „Fólk er greinilega eitt- hvað að hugsa þetta.“ Hún segir þetta eina svar ekki vera afdráttarlaust til eða frá. „Það er svona hvorki né. Viðkom- andi er fyrst og fremst að velta fyrir sér gögn- um.“ Ríkissaksóknari hóf athugun á mögu- legri endur- upptöku Guðmund- ar- og Geir- finns- málsins í kjölfar þess að starfshópur innanríkisráð- herra um málið skilaði skýrslu sinni í mars. Niðurstaða hóps- ins var að „veigamiklar ástæð- ur“ væru fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju í ljósi þess að hafið væri yfir vafa að framburður allra sakborninga hefði verið óáreiðanlegur. Sigríður segir það vera eðlilega stjórnsýslu að óska eftir afstöðu þeirra sem voru dæmdir í málinu áður en lengra verður haldið. „Það breytir svo sem engu um það hvað ég mundi gera, en ég vildi samt vita hver þeirra hugur væri. Ef fólkið hefur engan áhuga á þessu þá ætlar ákæruvaldið ekki að stökkva til og gera eitthvað í óþökk dómfelldu.“ stigur@frettabladid.is Kannar hug dæmdu til endurupptöku Ríkissaksóknari spyr þá sem hlutu dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um af stöðu þeirra til endurupptöku málsins. Aðeins einn hefur svarað en ekki afdráttar laust. Breytir svo sem engu um það hvað ég mundi gera, segir saksóknari. ÚR DÓMSALNUM Guðmundar- og Geirfinnsmálið er umtalaðasta dómsmál Íslandssögunnar. Hér má sjá Sævar Ciesielski í Sakadómi Reykjavíkur árið 1977. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Albert Klahn Skaftason 1 árs fangelsi Erla Bolladóttir 3 ára fangelsi Guðjón Skarphéðinsson 10 ára fangelsi Kristján Viðar Viðarsson 16 ára fangelsi Sævar Marinó Ciesielski (látinn) 17 ára fangelsi Tryggvi Rúnar Leifsson (látinn) 13 ára fangelsi Dómur Hæstaréttar SIGRIÐUR FRIÐJÓNSDÓTTIR 1. Hver er aðaldriff jöðurin í Reykjavíkur maraþoninu? 2. Hvaða sjálfboðaliðasamtök hafa fengið inni í íbúðarhúsinu Stóra-Seli við Holtsgötu í Reykjavík? 3. Hver er Íslandsmeistari kvenna í höggleik í golfi árið 2013? SVÖR 1. Pétur Jóhann Sigfússon 2. Veraldarvinir 3. Sunna Víðisdóttir ÍRAK, AP 58 manns hið minnsta eru látnir og tugir eru sárir eftir hrinu sprenginga í Írak í gær, meðal ann- ars í höfuðborginni Bagdad. Á fjórða þúsund hafa látist í sprengjutilræðum í Írak það sem af er ári, þar af um 680 manns í júlí- mánuði einum saman. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á sprengingunum, en þær þykja bera vott um handbragð Al Kaída. Tólf bílsprengjur sprungu á markaðs torgum og bílastæðum í hverfum sjía í Bagdad þar sem 37 létust, og ellefu til viðbótar féllu í sprengingum í Mamúdía í nágrenni höfuðborgarinnar og borgunum Basra og Kut í suðurhluta landsins. Ofbeldi milli trúarhópa í Írak hefur stigmagnast síðan í apríl þegar öryggissveitir stjórnarinnar, þar sem sjíar ráða ríkjum, gerðu árás á mótmælendur úr hópi súnnía. Margir óttast að ástandið stefni hraðbyri í átt að viðlíka átökum og gengu yfir landið í kjölfar þess að Bandaríkin steyptu Saddam Húss- ein af stóli fyrir réttum áratug. Tvö ár eru síðan bandarískar her- sveitir yfirgáfu Írak. - þj Tugir létu lífið í fjölda sprengjuárása í Bagdad og víðar í gær: Ofbeldi stigmagnast enn í Írak Í TÆTLUM 58 manns hið minnsta létust og tugir særðust í sprengingum í Írak í gær, meðal annars í höfuðborginni Bagdad. NORDICPHOTOS/AFP ÍTALÍA, AP Að minnsta kosti 38 létu lífið þegar rúta fór fram af brú í suðurhluta Ítalíu í fyrrinótt, en tala lát- inna gæti enn hækkað. Tíu manns, þar af fimm börn, voru enn á sjúkrahúsi í gærkvöldi. Rútan ók í gegnum steypta hliðartálma á fjallavegi um 60 kílómetra frá Napólí, og féll um 30 metra niður af veginum ofan í skógi vaxið gil. Ekki er vitað hvað olli slysinu, en bílstjórinn er einn af þeim látnu. Fjölmiðlar á Ítalíu hafa þó eftir sjónar- vottum að rútan hafi ekið á „eðlilegum hraða“ þar til hún fór að rása á veginum og ók utan í aðra bíla. Ein- hverjir töldu sig hafa heyrt hvell sem bendir til þess að hjólbarði hafi sprungið. Rannsakendur hafa þegar farið fram á krufningu á bílstjóranum. Farþegarnir komu frá litlum bæjum í nágrenni Napólí og voru að sögn fjölmiðla á heimleið úr stuttri ferð til heilsulindar í nágrenni við Avellino. - þj Óljóst hvað olli bílslysi sem kostaði 38 rútufarþega lífið: Eitt versta rútuslys í sögu Ítalíu HARMLEIKUR Rútan féll þrjátíu metra fram af brúnni og hafnaði í gilinu neðan við. Á myndinni má sjá rútuna á slys- stað og líkkistur fyrir hina látnu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRETLAND Undir bílastæði í Leicester, skammt frá þeim stað þar sem beinagrind Ríkharðs þriðja fannst á síðasta ári, hefur fundist blýkista. Ekki er vitað hver er grafinn þar, og óvíst hvort það kemur nokkurn tímann í ljós, en fornleifafræðingar eru farnir að undirbúa það að opna kistuna til að kanna innihaldið. Athygli vekur að líki konungsins var nánast hrúgað niður í holu á meðan svo vel var búið um hinn ókunna í blýkistunni. - gb Fleiri fornleifar í Leicester: Blýkista rétt hjá Ríkharði þriðja BANDARÍKIN, AP Töluverð vantrú á að árangur náist virðist fylgja upp- hafi nýrra friðarviðræðna milli Ísraela og Palestínumanna, sem hófust í Bandaríkjunum gær. Þetta eru aðeins undirbúnings viðræður, en leiðtogar hittast ekki nema þær skili árangri. Það er utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna sem hefur mánuðum saman unnið að því að fá menn ti lað ræða saman á ný. - gb Viðræður hefjast vestra: Samningur er vart í sjónmáli LÍKNARMÁL Guðni Páll Viktors- son kajakræðari kom í gær til hafnar á Djúpavogi. Hann kemur til Hafnar í Hornafirði eftir tvo daga og lýkur þar með hringferð um landið sem staðið hefur yfir í tæpa þrjá mánuði. Róðurinn er safnaðar átak undir nafninu Lífróður Sam- hjálpar en þangað fer ágóðinn. - jse Lífróður á lokasprettinum: Kajakræðari lokar hringnum GUÐNI PÁLL Í KAJAKNUM Þetta er auð- velt á Pollinum á Ísafirði en nú fer Guðni Páll fyrir Austfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA JOHN KERRY OG MARTIN INDYK Indyk mun hafa umsjón með við- ræðunum. NORDICPHOTOS/AFP VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.