Fréttablaðið - 30.07.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.07.2013, Blaðsíða 8
30. júlí 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 MYNDARLEGUR www.landrover.is NÝR LAND ROVER DISCOVERY 4 VERÐ FRÁ 10.990.000 KR. Land Rover Discovery 4 er einn glæsilegasti jeppi sem til er. 211 hestafla dísilvél sem eyðir aðeins 8,3 l/100 km í blönduðum akstri*, ný 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýrinu og loftpúðafjöðrun á öllum hjólum sem tengd er Terrain Response stillanlega fjöðrunarkerfinu. Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Bílahúsið Reykjanesbæ www.bilahusid.is 421 8808 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 E N N E M M / S ÍA / N M 5 7 9 9 0 *M ið að v ið u pp ge fn ar v ið m ið un ar tö lu r fr am le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tr i. AÞENA Borgarstjóri Aþenu, Georg Kaminis, gaf ekki leyfi fyrir matar úthlutun sem nýnasistaflokk- urinn Gyllt dögun ætlaði að standa fyrir. Matarúthlutunin, sem átti að vera svipuð og Fjölskylduhjálpin hér á Íslandi, var einungis ætluð Grikkjum en flokkur inn er harð- lega á móti innflytjendum frá Afr- íku og Asíu. Borgarstjórinn gekk lengra og bannaði alla útifundi og mótmæli á vegum flokksins. Flokksmenn hafa sagt að úthlut- unin fari fram síðar og þá á skrif- stofum flokksins í Aþenu. Til mikilla átaka kom á síð- asta ári þegar Gyllt dögun hóf álíka úthlutun án allra leyfa á Stjórnarskrár torginu í Aþenu. Eftir að borgarstjórinn lagði bann við henni var einn þingmaður flokksins handtekinn á skrifstofu borgarstjórans vopnaður hnífi. Þingmenn flokksins hafa valdið miklum usla í þjóðfélaginu en þeir standa til dæmis fyrir eftirlits- ferðum þar sem útlendingar með sölubása á mörkuðum borgarinnar eru beðnir um að sýna dvalar- og atvinnuleyfi. Hafi þeir ekki slíka pappíra tiltæka koma þeir bás- unum sem og öllu varningi fyrir kattar nef. Eins hefur Ilias Kassidi- aris, þingmaður flokksins, farið fyrir dómstóla en hann löðrungaði viðmælanda sinn í sjónvarpssal og hellti vatni yfir annan. Allt var Nýnasistar kynda undir útlendingahatrinu í Aþenu Borgarstjóri Aþenu bannaði matarúthlutun stjórnmálaflokksins Gylltrar dögunar sem átti einungis að vera fyrir Grikki. Flokkurinn er með nítján þingmenn sem láta til sín taka með ofbeldi og útlendingahatri. ÞINGMAÐUR LÆTUR HNEFA TALA Ilias Kasidiaris, þingmanni Gylltrar dögunar, hljóp kapp í kinn þegar málin voru rædd í beinni útsendingu og lamdi Liana Kanelli, þingmann vinstriflokksins KKE. HJÁLP EN AÐEINS FYRIR HELLENA Félagar úr Gylltri dögun útdeildu mat í fyrra án þess að hafa leyfi upp á vasann. Aðstoðin býðst einungis Grikkj- um enda hefur Gyllt dögun megna andúð á nýbúum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP/ NORDICPHOTOS ILIAS KASIDIARIS Þingmaður Gylltrar dögunar talar við fjölmiðla eftir að hafa verið sýknaður af því að hafa lamið annan þingmann. Atvikið átti sér stað í sjónvarpssal í beinni útsendingu svo ekki vantaði sannanir. KÓPAVOGUR Íbúar hússins Digra- nesvegar 34-36 í Kópavogi mót- mæla harðlega áætlunum um að sett verði upp biðstöð fyrir Strætó við húsið. „Með því að setja upp strætóstöð á þennan stað er verið að taka af okkur bílastæði, eyðileggja mögu- leikann á að setja bílastæði inni á lóðinni og auka mikið umferðar- hættu,“ segja íbúarnir í bréfi til bæjaryfirvalda þar sem þess er krafist að hætt verði við áformin. Bæjaryfirvöld eru að fara yfir málið. - gar Kröfugerð til bæjaráðs: Andvíg biðstöð á Digranesvegi STRÆTÓ Íbúar á Digranesvegi 34-36 vilja ekki strætisvagnabiðstöð. DANMÖRK Fjöldi erlendra fanga í fangelsum og í gæsluvarðhaldi í Danmörku hefur aldrei verið meiri. Á hverjum degi sitja að meðal tali 387 austur-evrópskir fangar á bak við lás og slá og er það 18 prósenta aukning frá 2011. Erlendu fangarnir eru nær tíundi hluti allra þeirra sem sitja inni, að því er kemur fram á fréttavef Politiken. - ibs Fangar í Danmörku: A-Evrópumenn nær 10 prósent þetta í beinni útsendingu en þó var hann sýknaður. Í maí síðastliðnum barst svo félagi múslíma í Aþenu hótun þar sem þeir eru hvattir til að yfirgefa landið fyrir næstu mánaðamót því í júlí verði þeir múslímar sem eftir verði í borginni „sendir til andskot- ans“. jse@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.