Fréttablaðið - 30.07.2013, Síða 12
30. júlí 2013 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is
VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
„Mamma … förum við ekki örugglega
aftur á Þjóðhátíð á næsta ári?“ spurði tíu
ára sonur minn í fyrra þegar enn logaði
glatt á blysunum í Herjólfsdal að loknum
brekkusöngnum. Þetta var loforð sem
mamman átti auðvelt með að gefa: „Auð-
vitað förum við á Þjóðhátíð á næsta ári.“
Og nú er að koma að því og tilhlökkunin
er mikil hjá fjölskyldunni allri.
Það er einmitt þetta sem gerir Þjóð-
hátíðina svo einstaka – kynslóðirnar
skemmta sér saman. Hátíðleg setningar-
athöfn, svignandi hlaðborð í hvítum
tjöldum heimamanna, söngvakeppni
barnanna, brekkusöngur, blys, flugeldar
og tjútt á pallinum. Gestrisni Eyjamanna
eru engin takmörk sett, vináttan einlæg
og sönn, vandamál eru ekki til – einungis
viðfangsefni til úrlausnar. Og allt virð-
ist þetta Eyjamönnum svo áreynslulaust
þrátt fyrir það að vera risavaxið verk-
efni. Því fleiri gestir því betra – og við-
kvæðið er alltaf það sama: Ekkert mál –
við reddum því.
Ég fór á mína fyrstu Þjóðhátíð það
herrans ár 2007, flaug fram og til baka
á Bakka til að mæta í brekkusönginn á
sunnudagskvöldinu. Ég hélt að ég væri
að mæta á klassíska útihátíð eins og þær
sem ég sótti á mínum yngri árum og því
væri nóg að stoppa stutt rétt til að ná
stemningunni. En Þjóðhátíð er svo allt
annað og meira en klassísk útihátíð. Hún
er fjölskylduhátíð, ættarmót, menningar-
veisla, ball… og hún er fyrir allar kyn-
slóðir. Það er þess vegna sem ég er hætt
að stoppa stutt á Þjóðhátíð – ég mæti
fyrst og fer síðust, tek fjölskylduna
alla með mér og sameinast með vinum
mínum á eyjunni fögru í gleði og söng.
Lífið er yndislegt – ég hlakka til að sjá
ykkur í dalnum.
Þjóðhátíð kynslóðanna
SAMFÉLAG
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
iðnaðar- og
viðskiptaráðherra
➜ Ég hélt að ég væri að mæta á
klassíska útihátíð eins og þær sem
ég sótti á mínum yngri árum og því
væri nóg að stoppa stutt rétt til að
ná stemmningunni. En Þjóðhátíð er
svo allt annað og meira en klassísk
útihátíð. Hún er fjölskylduhátíð,
ættarmót, menningarveisla, ball...
og hún er fyrir allar kynslóðir.
Einstakar brúðargjafir
Brúðargjafatilboð
www.lindesign.is
D
ruslugangan á laugardag var gleðilegt framtak og
gott innlegg í umræðuna um það að varpa ábyrgðinni
á nauðgunum þangað sem hún á heima; til nauðgar-
anna. Tilgangur göngunnar var að undirstrika það að
klæðnaður kvenna getur aldrei afsakað það að þeim
sé nauðgað, að konum sé frjálst að klæðast hverju sem þær lystir
án þess að vera stimplaðar druslur sem séu „að bjóða upp á það“.
Góður punktur sem seint verður undirstrikaður um of.
Fórnarlömb nauðgana eru þó ekki einu konurnar sem dæmdar
eru fyrir klæðnað sinn. Stór hluti af umfjöllun fjölmiðla um konur
snýst nefnilega um klæðnað þeirra, útlit og líkamlegt form. Fyrir-
sagnir á borð við „Í hverju er manneskjan eiginlega?“, „Svakalega
hefur hún grennst“, „Komin í fantaform eftir barnsburð“ og aðrar
álíka tröllríða slúðurfréttum netmiðla, bæði hérlendra og erlendra,
á hverjum einasta degi.
Nú síðast var það Katrín hertogaynja af Cambridge sem setti
Twitter og aðra netmiðla á annan
endann með því að reyna ekki að
fela á sér magann á myndunum
sem voru teknar daginn eftir
fæðingu sonarins. Svo nærri
netverjum gengu þessi ósköp að
tímaritið OK! birti forsíðuviðtal
við einkaþjálfara hennar, sem
fullvissaði heimsbyggðina um að
Katrín væri í fantaformi og maginn yrði horfinn innan nokkurra
vikna. Og heimsbyggðin andaði sjálfsagt léttar.
Aðrir fjölmiðlar og kommentarar á netinu hrósuðu hertoga-
ynjunni fyrir þann kjark að reyna ekki að fela á sér magann og
miklar bollaleggingar um hvort það hefði verið með vilja gert eður
ei áttu sér stað. Flestir hölluðust að því að svo hefði verið og gengu
jafnvel svo langt að segja að Katrín hefði „brotið blað“ í fjölmiðla-
framkomu fræga fólksins. Að hún væri „algjör hetja“. Það var og.
Það er reyndar að bera í bakkafullan lækinn að gera umfjöllun
fjölmiðla um frægar konur að umtalsefni eina ferðina enn, en að
það þyki hetjuskapur hjá konu að leyfa heiminum að sjá að magi
hennar sé ekki skroppinn saman daginn eftir fæðingu er svo
veruleikafirrt að það vekur ótta. Hvernig í ósköpunum eiga dætur
okkar að fara að því að öðlast eðlilegt viðhorf til líkama síns á
meðan slík viðhorf eru ríkjandi? Ekki er nóg með að þær heyri það
úr öllum áttum að þær verði að vera í kjörþyngd, í fullkomnu formi
og óaðfinnanlega klæddar og snyrtar, heldur er það nú ámælis-
vert að gangast við því að líkami kvenna lúti eðlilegum náttúru-
lögmálum. Hvert er samfélag sem sendir helmingi mannkyns slík
skilaboð eiginlega komið?
Umræðan um útlitsdýrkun og óraunhæfar kröfur í því sam-
bandi hefur grasserað árum saman en árangurinn virðist furðu
lítill. Jafnvel fjölmiðlar sem þykjast aðhyllast feminískar hug-
sjónir víla ekki fyrir sér að birta slúðurfréttir um útlit og klæðnað
frægra kvenna, enda slíkt ávallt meðal mest lesnu fréttanna, svo
dapurlega sem það nú hljómar. Burtséð frá afrekum kvennanna
er það fyrst og síðast útlit þeirra sem áhugann vekur og ekki síst
ef það skyldi nú vera hægt að fetta fingur út í það og gera lítið úr
viðkomandi konu í leiðinni. Feminískar áherslur fjölmiðlanna rista
nú ekki dýpra en svo.
Konur eru alltaf dæmdar eftir útliti og klæðnaði.
Í hverju er mann-
eskjan eiginlega?
Friðrika
Benónýsdóttir
fridrikab@frettabladid.is
Hin svokölluðu hrunmál
Brynjar Níelsson heldur áfram að
gagnrýna ríkisstofnanir á bloggi sínu.
Fyrst var það Jafnréttisstofa, næst
beindi hann öllum sínum kröftum að
Ríkisútvarpinu og nú er það sérstakur
saksóknari sem fær að kenna á vendi
þingmannsins. Hvert skyldi hann snúa
sér næst? Í grein sinni um sérstakan
saksóknara smíðar Brynjar glænýja skil-
greiningu á svokölluðum hrunmálum,
sakamálum sem eru beintengd
bankahruninu: þau verði að
varða stóru bankana þrjá og hafa
átt sér stað fyrir hrunið. Þannig
kemst Brynjar að því að
Exeter-málið, þar sem
stjórnendur sparisjóðs-
ins Byrs plottuðu um
það á sjálfum degi
neyðarlaganna að
hygla sjálfum sér á kostnað stofnfjár-
eigenda, væri ekki hrunmál. Það er
óskiljanlegt.
Biti frá Birni
Einn sem er ósammála gagnrýni
Brynjars er samflokksmaður hans og
bróðir í lögfræðinni, Björn Bjarnason,
fyrrverandi dómsmálaráðherra. Í samtali
við Eyjuna segir hann að það sé
ekki hlutverk stjórnmála-
manna að skipta
sér af ákvörðunum
ákæruvaldsins, segja
saksóknurum fyrir
verkum eða letja þá
til að sinna starfi sínu.
Brynjar skuli flytja
frumvarp um
það á þingi
vilji hann
þrengja að heimildum sérstaks
saksóknara eða leggja til niðurskurð við
afgreiðslu fjárlaga. Brynjar lætur þessu
varla ósvarað.
Óboðlegt?
Elsa Lára Arnardóttir, nýr þingmaður
Framsóknarflokksins, var í opinskáu
viðtali um fjárhagserfiðleika sína á mbl.
is í gær. Hún viðurkennir að hún hafi
brotnað saman þegar henni var tilkynnt
að borgaði hún ekki 5,8 milljónir fyrir 1.
ágúst mundi hún missa húsið sitt. Rétt
er að hrósa Elsu Láru fyrir að pukrast
ekki með erfiðleika sína. Það var hins
vegar ekki nema von að Páll
Vilhjálmsson bloggaði um
málið og segði óboðlegt
að svo grandalaus kona
setti landinu lög.
stigur@frettabladid.is