Fréttablaðið - 30.07.2013, Qupperneq 16
30. júlí 2013 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Það er svona þegar maður gengur að einhverju sem gefnu. Ég
gerði bara ráð fyrir því að Faktorý yrði á sínum stað og ég ætti
eftir að spila þar oft,“ segir Svavar Knútur um ástæðu þess að
hann hefur aldrei fyrr spilað á Faktorý. „Svo veit maður ekki
fyrr en það á að fara að byggja eitt hótelið enn og það þarf að
loka staðnum. Ég bara varð að fá að spila á þessum rómaða og
flotta tónleikastað svo ég bókaði kveðjutónleika þar í kvöld.“
Svavar hefur sterkar skoðanir á lokun tónleikastaða í mið-
bænum. „Það sem fólk fattar ekki er að margir ferðamenn
koma hingað einmitt út af menningunni sem skapast í kringum
þessa staði. Með því að eyðileggja þá senu minnkum við um leið
aðdráttarafl borgarinnar. Það er ótrúlega sorglegt.“
Ókeypis er inn á tónleikana og segir Svavar annað ekki hafa
komið til greina. „Mig langaði bara að fagna þessum stað,“ segir
hann. „Þetta verða fyrstu og einu tónleikar mínir á Faktorý.“
Tónleikarnir byrja klukkan 21 og er Svavar harður á því að
standa við þá tímasetningu. „Ég hef alltaf haft það sem reglu
að byrja að spila á þeim tíma sem tónleikarnir eru auglýstir. Ég
þoli ekki þennan móral að auglýsa tónleika klukkan níu og byrja
svo ekki fyrr en klukkan ellefu af því það er alltaf verið að bíða
eftir einhverju. Það er hrikalegur dónaskapur.“
fridrikab@frettabladid.is
Erum að minnka
aðdrátt arafl borgarinnar
Trúbadorinn Svavar Knútur heldur fyrstu og einu tónleika sína á Faktorý á morgun,
þar sem staðnum verður lokað fl jótlega til að rýma fyrir hótelbyggingu. Svavar er mjög
ósáttur við þá stefnu að fj ölga hótelum á kostnað tónleikastaða og þykir það skammsýni.
SORGLEG ÞRÓUN Svavar Knútur segir lokun tónleikastaða
minnka aðdráttarafl borgarinnar í augum ferðamanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR
Furugerði 1, Reykjavík,
verður jarðsungin miðvikudaginn 31. júlí
kl. 13.00 frá Bústaðakirkju. Þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Parkisonsamtökin.
Hilmar Guðmundsson Sigríður G. Kristjánsdóttir
Hrönn Pálsdóttir
Sigrún Pálsdóttir
Ellen Pálsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík
föstudaginn 26. júlí. Útför hans fer fram frá
Hólmavíkurkirkju fimmtudaginn 1. ágúst kl. 13.00.
Systkinin.
Bróðir okkar,
THEODÓR MAGNÚSSON
frá Innra-Ósi,
Aðalbraut 26, Drangsnesi,
Skrifstofa okkar verður lokuð e.h. þriðjudaginn 30. júlí
vegna útfarar okkar fyrrum félaga Sverris Ingólfssonar,
löggilts endurskoðanda.
Ernst & Young
Borgartúni 30
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
fósturfaðir, tengdafaðir og afi,
SÍMON SÍMONARSON
Hamrahlíð 9, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 25. júlí á hjartadeild
Landspítalans. Símon verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn
7. ágúst kl. 15.00.
Kristín María Magnúsdóttir
Atli Símonarson
Elín Símonardóttir
Stefán Már Símonarson Sigríður Erlingsdóttir
Símon Ægir Símonarson
Þorgeir Símonarson
Davíð Örn Símonarson
Jón Ingi Ríkharðsson Margrét Árnadóttir
Magnús Ríkharðsson
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, dóttir, systir,
mágkona, tengdadóttir og svilkona,
HULDA BJÖRK ÞÓRODDSDÓTTIR
sem lést af slysförum í Sviss laugardaginn
20. júlí, verður jarðsungin miðvikudaginn
31. júlí kl. 15.00 frá Langholtskirkju. Blóm
og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á líknarstofnanir.
Jared Evan Bibler
Þóroddur F. Þóroddsson
Sigríður Friðgeirsdóttir Sveinn Sveinsson
Ívar Örn Edvardsson Ólöf Helga Sigurðardóttir
Harpa Kristín Þóroddsdóttir Sigurgeir Benjamínsson
George Bibler Virginia Bibler
Lyle Bibler Angela Robinson
Ástkær móðir mín, fósturmóðir,
tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma,
PETRÍNA JÓNA ELÍASDÓTTIR
frá Skógum í Mosdal,
Arnarfirði,
lést laugardaginn 20. júlí á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin fer fram
frá Háteigskirkju í Reykjavík fimmtudaginn 1. ágúst kl. 15.00.
Hallveig Elín Indriðadóttir Ólafur Kristinsson
Steingrímur Guðni Pétursson Sigríður Jónsdóttir Lepore
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Ástkær eiginkona, móðir,
tengdamóðir og amma,
VALGERÐUR MARGRÉT
INGIMARSDÓTTIR
Síðumúla 21, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
föstudaginn 26. júlí.
Kristinn Gestsson
Jón Ingi Hilmarsson Helen Long
María Huld Hilmarsdóttir Sigurjón Pálmarsson
Kolbrún Krístín Kristinsdóttir Sigurður Árni Waage
Einar Valur Kristinsson Guðný Lára Jóhannesdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og bróðir,
JÓN SIGURVIN SIGMUNDSSON
trésmiður,
Fellsmúla 17,
lést mánudaginn 22. júlí á Landakotsspítala.
Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju
þriðjudaginn 30. júlí kl. 13.00.
Helga Kristinsdóttir
Sigurbjörg Jónsdóttir Hilmar Þór Hauksson
Sigmundur Jónsson Nanna Guðrún Yngvadóttir
Reynir Jónsson Bentína Þórðardóttir
Hörður Sigmundsson
og barnabörn.
Yndislega móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ANNA MAGNÚSDÓTTIR
Frá Hvammi V-Eyjafjöllum,
lést þriðjudaginn 23. júlí. Útförin fer fram frá
Oddakirkju fimmtudaginn 1. ágúst kl. 14.00.
Lóa Rún Kristinsdóttir Örn Þórðarson
Inga Jóna Kristinsdóttir Guðjón Sigurðsson
Eyjólfur Kristinssin Dagrún Viðarsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við fráfall
ástkærrar eiginkonu minnar, móður, dóttur,
tengdadóttur, systur og mágkonu,
GUÐLAUGAR BRYNJARSDÓTTUR
Reykjafold 9, Reykjavík.
Gunnar Steinþórsson
Brynjar Þór Gunnarsson
Sindri Freyr Gunnarsson
Fríður Björnsdóttir Brynjar Júlíusson
Lilja G. Sigurðardóttir Steinþór Ingvarsson
Björn Brynjarsson
Júlíus Brynjarsson Þóra Hreinsdóttir
Kristín Brynjarsdóttir Pétur Óskarsson
Guðrún Brynjarsdóttir Skúli Aðalsteinsson
Halldór Brynjarsson Guðrún Þórðardóttir
Anna Sigríður Brynjarsdóttir Halldór Grétar Einarsson
Katrín Brynjarsdóttir Hjörleifur Steinarsson
Sigurður I. Steinþórsson
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN JÓNSSON
læknir,
lést sunnudaginn 21. júlí. Útförin fer fram
frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 1. ágúst
kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Reikningur: 301-26-706
Kennitala: 700169-2789
Esther Garðarsdóttir
Rúna Gerður Stefánsdóttir Helgi Ó. Víkingsson
Pétur Hafsteinn Stefánsson Áslaug Sigurðardóttir
Íris Alda Stefánsdóttir Heimir V. Pálmason
afabörn og langafabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTBJÖRG
LOVÍSA EIRÍKSDÓTTIR
Hvassaleiti 73,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 23. júlí.
Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju
31. júlí og hefst athöfnin kl. 13.00.
Jón Þorsteinsson
Sigríður Jónsdóttir Ólafur örn Thoroddsen
Eiríkur Jónsson Petrína Sæunn Úlfarsdóttir
Margrét Jónsdóttir Aðalsteinn Þorgeirsson
Ingunn Jónsdóttir
Þórunn Jónsdóttir Enes Cogic
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur bróðir okkar,
MARSVEINN LÚÐVÍKSSON
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnar-
firði miðvikudaginn 31. júlí kl. 13.00. Þeim
sem vildu minnast hans er bent á Heilaheill.
Sólveig Magnúsdóttir
Birna Lúðvíksdóttir
Erla Lúðvíksdóttir
Erna Lúðvíksdóttir