Fréttablaðið - 30.07.2013, Side 18

Fréttablaðið - 30.07.2013, Side 18
FÓLK|HEILSA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að tveir veikindadagar las-ins starfsmanns draga verulega úr líkum á því að vinnufélagar hans smitist af pestinni, eða 40 prósent. Rannsóknin var unnin af vísinda- mönnum við Pittsburgh-háskóla og úrtakið áttatíu starfsmenn sem deildu sama vinnustað. Þátttakendur fengu á hendur sínar lítinn dropa vatns í byrj- un vinnudags en einn óafvitandi dropa með veirum sem valda kvefi, flensu- einkennum og magapest. Eftir aðeins fjórar klukkustundir hafði helmingur starfsmanna smitast af einhverri veir- unni með því einu að snerta yfirborð hluta á vinnustað og sjötíu prósent fundu fyrir einkennum magakveisu. „Með því að vera heima einn veikinda dag frá vinnu minnka líkur á smiti til samstarfsfólks um 25 prósent og fjörutíu prósent ef veikinda dagarnir eru tveir,“ segir farsóttarfræðingurinn dr. Supriya Kumar sem vann að rann- sókninni. Kumar vonast til að niðurstöður rannsóknarinnar hvetji launafólk til að vera lasið heima í stað þess að fara veikt til vinnu því um raunverulegan ávinning sé að ræða; bæði fyrir þann veika, vinnufélaga hans og fyrirtækið sem sparar stórar fjárhæðir þegar á allt er litið. „Vinnandi fólk hikar stundum við að nýta veikindadaga sína og óttast að vera litið hornauga fyrir það eitt að verða veikt. Við bætist samviskubit yfir því að setja aukið álag á vinnu félagana. Veikindadagar eru hins vegar skynsam- legasti kosturinn og ef allir tækju þá alvarlega yrðu færri starfsmenn veikir, afköst heildarinnar ykjust til muna og dregið væri úr heildarkostnaði fyrir- tækisins.“ Niðurstöður eldri rannsóknar Arizona-háskóla sýna að ekki þarf fleiri en einn lasinn starfsmann til að helm- ingur starfsfólks smitist við að snerta yfirborð hluta á vinnustað. Niður- stöður beggja rannsókna sýna einnig fram á að handþvottur og hreinlæti draga verulega úr líkum á smiti. VERIÐ VEIK HEIMA VEIKINDADAGAR Það getur vafist fyrir fólki að taka lögboðna veikindadaga þegar umgangspestir banka upp á en með því gerir sá lasni það eina rétta. VANLÍÐAN Það er aldrei gott að verða veikur en með því að ná heilsu á ný heima í rúmi í stað þess að mæta veikur til vinnu, má draga úr smiti á vinnustað um allt að fjörutíu prósent. Vertu vinur okkar á Facebook STÓRÚTSALA Allar vörur í verslun á HÁLFVIRÐI! -50 % Skipholti 29b • S. 551 0770 Rýmingasala hafin 50-70% afsláttur Ný sending af vetrarvörum! Nefkvef, hnerri og eru helstu einkenni frjókornaofnæmis Nýjung Sinose 100% náttúrulegt efni sem úðað er í nef og kemur af stað öflugum hnerra sem hjálpar til við að hreinsa ofnæmis- vaka úr nefi en í leiðinni róar það og ver með áframhaldandi notkun. Sinose er þrívirk blanda sem hreinsar, róar og ver. Hentar einnig þeim sem þjást af stífluðu nefi og nef- og kinnholubólgum. Hentar öllum frá 12 mánaða aldri, á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur. Slævir ekki, engin kemísk íblöndunarefni. Andaðu léttar og njóttu sumarsins með Sinose Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum P R E N T U N .IS Frekari upplýsingar www.gengurvel.is Náttúrulegi nefúðinn sem sló í gegn sumarið 2012

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.