Fréttablaðið - 30.07.2013, Page 19

Fréttablaðið - 30.07.2013, Page 19
BÍLAR SUBARU 60 ÁRA Fuji Heavy Industries hefur nú smíðað Subaru-bíla í sex áratugi. Forvitnilegt er að skoða þá fimm bíla Subaru sem öðrum fremur hafa markað stefnu fyrirtækisins við smíði bíla sinna. Þessi bíll var smíðaður með sömu grunn- hugsun og Volkswagen Bjallan og Ford Model T. Hann átti að höfða til fjöldans og vera ódýr, enda þjóðin í sárum eftir stríðið. Hann er því frekar lítill bíll. Vélin í honum er hvorki stór né öflug, með sprengirými upp á 360cc og þaðan kemur nafn bílsins. Vélin er tveggja strokka, loftkæld og er aftur í bílnum. Í fyrstu gerð bílsins var hann 16 hestafla en öflugasta gerð hans, sem framleidd var á síð- ustu árum hans, var 36 hestöfl. Bíllinn vóg aðeins 410 kíló. Framleidd voru 392.000 ein- tök af honum á 13 árum. Hann var svo leyst- ur af hólmi með Subaru R-2 bílnum. Subaru BRZ 2013 Impreza WRX 1992 Subaru Brat 1978-1993 Subaru SVX 1991-1997 Subaru 360 1958-1971 Þessi nýi bíll sem Subaru smíðaði með Toyota og heitir Toyota GT-86 hjá þeim er margverðlaunaður bíll á sinni stuttu ævi og var kosinn bíll ársins víða. Hann er eins og allir bílar Subaru frekar ódýr þrátt fyrir að hafa frá- bæra akstursgetu. Aflið er ekki eins mikið og í mörgum öðrum sportbílum, en þeim mun betur liggur hann. Vélin er 2,0 lítra Boxer, 200 hestöfl og liggur mjög neðarlega í bílnum og þyngdarpunktur hans því sérstaklega lágur. Bíll- inn er afturhjóladrifinn eins og flestir hreinræktaðir sportbílar og því auð- velt að „drifta“ honum. BRZ er með 6-gíra beinskiptingu og það allra besta við bílinn er að hann kostar aðeins 25.000 dollara í Bandaríkjunum og telst því með allra ódýrustu sportbílum, enda annar Subaru ekki eftirspurninni eftir honum. Þessi tveggja dyra netti pallbíll er fjór- hjóladrifinn og sýndi hvers var að vænta frá Subaru í framtíðinni. Margt var óvenjulegt við þennan bíl, ekki síst sætin sem voru á pallinum og sneru aftur. Ekki verður sagt að fyllsta örygg- is hafi verið gætt fyrir þá farþega sem þar sátu, en höfuð þeirra náði upp fyrir þak bílsins og engin var veltigrindin þar fyrir ofan. Nafnið BRAT merkti ekki „óþekkur krakki“ heldur Bi-Drive Recreational All-Terrain Trans- porter. Þessi bíll er enn þá eins og úr framtíðinni og bar Subaru gott vitni um framúrstefnulega hönnun. Þrátt fyrir að þessi sportbíll Subaru hafi alls ekki selst vel er hann af mörgum talinn einn athyglisverðasti sportbíll sem fram- leiddur hefur verið. Hann þykir búa yfir ein- stökum aksturseiginleikum og er býsna öfl- ugur. Vélin er 6 strokka Boxer sem skilar 230 hestöflum og hann var aðeins 7,3 sek- úndur í hundraðið og hámarkshraðann 248 km/klst. Hann er einn fárra sportbíla sem er fjórhjóladrifinn og sem minnkaði ekki veg- grip hans. Hönnun bílsins er nokkuð óvenju- leg fyrir Subaru. Ítalinn Giorgetto Giugiaro teiknaði hann. Aðeins hluta hliðar rúðanna var hægt að skrúfa niður og kannski hamlaði það sölu þessa bíls hversu framúr- stefnulegur hann var. WRX var framleiddur upp úr hefð- bundinni Imprezu og var í raun rall- akstursútgáfa bílsins með öfluga vél. Honum var betur fylgt eftir seinna með enn öflugri WRX STI-útgáfu hans. Þrátt fyrir að þetta sé hrein- ræktaður sportbíll er hann fernra dyra og vel fer um aftursætis- farþega í honum. Hann er að sjálf- sögðu fjórhjóladrifinn. Þessi bíll var afar sigursæll í rallaksturskeppn- um á árum áður og er enn mikið not- aður í slíkum keppnum. Þessi öfl- ugi sportbíll er einn fárra slíkra sem ávallt hefur verið á viðráðan- legu verði og hefur verið vinsæll hjá yngri ökumönnum sem ekki hafa efni á Porsche eða öðrum dýrum sportbílum. Reynsluakstur Chevrolet Captiva Jaguar Smíðar smábíla eingöngu úr áli Þýskar bílasölur mótmæla netsölu á BMW i3 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2013

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.