Fréttablaðið - 30.07.2013, Page 21

Fréttablaðið - 30.07.2013, Page 21
MARAÞON ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2013 Kynningarblað Mataræði, æfingar, met, þátttakendafjöldi og þrjátíu ára afmæli. Ég keppti seinast í fitness árið 2008 og byrjaði í crossfit upp úr því,“ segir Stefán Þór Arnars- son sem tekur þátt í Reykjavíkur- maraþoninu í fyrsta sinn í ár og ætlar að hlaupa heilt maraþon. Áskorun frá mömmu Ástæðan fyrir þátttöku Stefáns í maraþoninu er fyrst og fremst áskorun frá mömmu hans, Margréti Stefáns dóttur. „Ég er enginn hlaup- ari,“ segir hann og hlær. „Mamma er hins vegar rosa mikill hlaup- ari og hefur hlaupið í mörg ár, en aldrei farið maraþon. Ég var hrein- lega orðinn svo leiður á að hlusta á hana tala um hvað hana langaði að hlaupa maraþon, en gera aldrei neitt í því.“ Stefán hét því á mömmu sína í desem ber að hann skyldi hlaupa með henni maraþon þegar hún loks- ins léti verða af því. „Og hún tók mig á orðinu. Einn daginn fékk ég áframsendan tölvu- póst sem innihélt skráningarkvittun hennar í maraþonið. Svo skilaboðin voru skýr: Nú er komið að þér,“ segir Stefán og bætir hlæjandi við: „Þá var eiginlega ómögulegt að bakka út úr þessu.“ Fyrstu tíu kílómetrarnir í janúar Þetta var reyndar dálítið stórt stökk fyrir Stefán, því þegar hann sam- þykkti þetta var hann nokkurn veg- inn reynslulaus í langhlaupum. Fyrstu tíu kílómetrana hljóp hann raunar í janúar á þessu ári. „Fyrir það hafði ég bara hlaupið þrisvar sinn- um fimm kílómetra og styttri vega- lengdir,“ segir Stefán en bætir því við að hann hafi þó verið í ágætis- formi þegar hann byrjaði að hlaupa. „Ég hljóp tíu kílómetrana á innan við fimmtíu mínútum.“ Eins og gefur að skilja tóku við stífar æfingar hjá Stefáni. „Aðal- verkefnið var náttúrulega að byggja upp þol í lengri hlaupum. Ég hafði einhverja reynslu í styttri vega- lengdum, en lengri vegalengdir krefj- ast undirbúnings.“ Hann segist hafa öðlast gott þol bæði í crossfit og með æfingahópnum Grjótskokki sem samanstendur af fólki með crossfit- bakgrunn. „Ég hef náttúrulega þjálfað líkam- ann mjög lengi, með ólíkum hætti. Ég setti því sjálfur upp áætlun og fékk svo blessun frá reynsluboltun- um,“ útskýrir Stefán. „Þetta eru þrjú til fjögur hlaup í viku; eitt langt, tvö stutt og ein sprettæfing. Svo lengist langa hlaupið eftir því sem nær dreg- ur. Ég toppa í kringum verslunar- mannahelgina í þrjátíu kílómetrum. Það er síðasta langa undirbúnings- hlaupið, en svo tek ég styttri hlaup fram að maraþoninu.“ Aldrei aftur Stefán segist eingöngu vera að prófa sér til gamans og keppa við sjálf- an sig. „Mig langar bara að prófa að hlaupa maraþon. Ég hef aldrei hlaupið hálfmaraþon og aldrei keppt í neinu hlaupi.“ Hann hefur þó sett sér það markmið að hlaupa á innan við fjórum tímum. „Það er algjört lágmark,“ segir hann og hlær. „Ég held þetta sé svona „one-time-thing“, ég væri aldrei að gera þetta nema af því að mamma tók mig á orðinu.“ Úr fitness í crossfit Stefán var lengi keppnismaður í fit- ness. Hann tók þátt í síðasta fitness- mótinu árið 2008 en sneri sér svo að crossfit. „Það er algjör stigs munur á þessu. Crossfit gengur meira út á tækni og ólympískar lyftingar og þolið eykst til muna. Það er lykillinn að því að geta fara svo skyndilega af stað í hlaupin.“ - hþó Stefán var orðinn leiður á að hlusta á mömmu sína, Margréti Stefánsdóttur, tala um maraþon en gera aldrei neitt í því, svo hann hét því að fara með henni ef hún léti verða af því. Hún tók hann á orðinu. MYND/ARNÞÓR BIRKISSON POWERAD E® ER SAMS TARFSAÐIL I REYKJAVÍK URMARAÞO NS Tók áskorun mömmu Stefán Þór Arnarsson hleypur sitt fyrsta maraþon í ár, en það verður einnig í fyrsta sinn á ævinni sem hann keppir í hlaupi. Hann sagði skilið við fitness-lífsstílinn árið 2008 og sneri sér að crossfit, sem hann segir grundvöll þátttöku sinnar í maraþoninu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.