Fréttablaðið - 30.07.2013, Síða 22

Fréttablaðið - 30.07.2013, Síða 22
KYNNING − AUGLÝSINGMaraþon ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 20132 Hagfræðineminn Arnar Péturs- son hefur sigrað karlaflokkinn í Reykjavíkurmaraþoninu síðast- liðin tvö ár og stefnir ótrauður að sigri í ár. Hann tók fyrst þátt í Reykjavíkur maraþoninu átján ára gamall, skráði sig beint í heilt maraþon og lenti í öðru sæti. Það þykir ótrúlegur árangur, sér- staklega í ljósi þess að þá hafði hann ekki æft hlaup að neinu ráði. Hann byggir þó á góðum grunni enda hefur hann verið nær óstöðvandi í öðru frá unga aldri. „Ég byrjaði í fimleikum þriggja, fjögurra ára. Síðan fór ég í fót- bolta og körfu. Karfan tók svo yfir- höndina og ég var á fullu í henni til tvítugs. Markvissar hlaupa- æfingar hófust svo eftir það,“ segir Arnar, sem er tuttugu og tveggja ára í dag. Arnar fór í nokkur styttri hlaup með móður sinni, Sigrúnu Jóns- dóttur, á unglingsárum en var þó ungur búinn að bíta það í sig að hlaupa einhvern tíman maraþon. Pabbi minn, Pétur Hrafn Sigurðs- son, hljóp maraþon árið 2005. Mig langaði með en þá var ég ekki nógu gamall, enda þarf maður að hafa náð átján ára aldri til að mega taka þátt. Árið 2009 var ég hins vegar kominn á aldur og ákvað að skrá mig tveimur vikum fyrir hlaup. Foreldrum mínum leist ekkert á blikuna og voru að vonum mjög undrandi þegar ég lenti í öðru sæti,“ segir Arnar og segir daginn seint líða fjölskyld- unni úr minni. „Það er gaman að segja frá því að mamma og pabbi höfðu komið sér fyrir úti á Seltjarnarnesi til að hvetja mig áfram á lokametrunum þegar þau fengu fréttir af því að ég væri að koma í mark og þurftu að bruna á staðinn til að ná mér.“ Eftir þetta f yrsta hlaup fór Arnar að fá hvatningu til að leggja hlaupin fyrir sig, meðal annars frá frænda sínum Birgi Sævars syni, sem er mikill maraþonhlaupari. „Ég ákvað þó að vera áfram í körf- unni og tók ekki þátt á ný fyrr en árið 2011. Það ár hljóp Arnar á 2.44:18 sem dugði honum til sig- urs og árið eftir var tíminn 2.41:06 sem gerði hann einnig að sigur- vegara þess árs. Í ár stefnir hann á að vera í kringum 2,30 og helst undir. Besta tíma Íslendings í Reykjavíkurmaraþoninu á Sig- urður Pétur Sigmundsson, eða 2,28:50. Íslandsmetið 2.17:12 á hins vegar Kári Steinn Karlsson en það var sett í Berlín árið 2011. Þrátt fyrir sigurinn í fyrra lenti Arnar í talsverðum skakkaföllum og var um sjö mínútum frá mark- miði sínu þá. „Eftir átján kíló- metra fékk ég hræðilegan verk í síðuna sem ég losnaði ekki við og var við það að gefast upp það sem eftir lifði hlaups. Ég á því von á að geta gert betur í ár. Stóra mark- miðið í ár var hins vegar að slá Íslandsmetið í f lokki tuttugu til tuttugu og tveggja í hálfu mara- þoni. Ég reyndi við það í Haag í Hollandi í apríl en það gekk ekki betur en svo að ég jafnaði metið upp á sekúndu á f lögutímanum. Þegar kemur að Íslandsmetum er hins vegar miðað við byssutíma og þar sem ég var ekki fremstur á ráslínunni var ég fjórum sekúnd- um frá því að setja met.“ Arnar ætlar þó að gera aðra tilraun í Frakklandi í nóvember. - ve Stefnir á Íslandsmet Arnar Pétursson hefur þrívegis hlaupið maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu og í hvert sinn lent á verðlaunapalli. Hann stefnir ótrauður á sigur og betri tíma í ár. Í vetur reynir hann svo við Íslandsmet í hálfu maraþoni. Besti tími Arnars hingað til er 2.41:06. Hann stefnir á 2.30 eða minna í ár. MYND/STEFÁN STÓRU HLAUPIN FIMM Margir íslenskir hlauparar eiga sér þann draum að taka þátt í mara- þonhlaupi erlendis. Maraþonhlaup eru haldin víða um heim allt árið um kring en þau fimm hlaup sem Íslendingar sækja mest eru haldin í London, Boston, New York, Chicago og París. Eru þessi fimm maraþon- hlaup yfirleitt kölluð „Big five“ meðal hlaupara hérlendis eða stóru hlaupin fimm. Boston-maraþonhlaupið fer fram í apríl ár hvert en það fór fyrst fram árið 1897. Rúmlega 20.000 manns keppa þar á hverju ári en um hálf milljón manns fylgist með keppninni. Um 45.000 manns hlaupa árlega í New York-maraþonhlaupinu sem fer alltaf fram í nóvember. Sami fjöldi hleypur í Chicago-maraþonhlaupinu sem haldið er í október ár hvert. Maraþonhlaupið í París var haldið í fyrsta skiptið árið 1896. Það fer fram í apríl og er hámarksfjöldi þátttakenda 37.000 manns. London-maraþon- hlaupið hefur verið haldið síðan 1981 og var fjölmennasta maraþon- hlaup heims á síðasta ári ef tekið er tillit til þeirra sem luku hlaupinu. Auk fyrrnefndra hlaupa má nefna maraþonhlaupið í Berlín sem haldið er yfir helgi í september ár hvert. Flest heimsmet hafa verið slegin þar enda aðstæður með besta móti í borginni. Öflugt GPS æfingaúr með fjölnota stillingum. Fylgstu með tíma, vegalengd, hraða og hjartslætti. Vatnshelt úr, löng rafhlöðuending. VERÐ KR. 49.900 Forerunner 310XT – Hlauparinn Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi S: 577 6000 | www.garmin.is ZonePerfect næringar- stykki eru einstaklega bragðgóður millibiti. Þau eru hlaðin vítamínum og næringarefnum sem þú þarft til að halda þér gangandi. NUTRITION BARS Við eyddum mánuðum, stundum árum, í að fullkomna bragðtegundirnar. 19vítamín & steinefni 12g prótein Frábært bragð PIPA R\TBW A • SÍA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.