Fréttablaðið - 30.07.2013, Qupperneq 24
KYNNING − AUGLÝSINGMaraþon ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 20134
Gerður Þóra Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykja-víkurmaraþons, segir að í
tilefni afmælisins sé lógó hlaups-
ins með afmælisbrag. „Nokkrar
nýjungar verða síðan tengdar
áheitasöfnuninni okkar sem fram
fer á hlaupastyrkur.is. Góðgerða-
hlauparar geta nú „taggað“ sig
saman í hlaupahópa og hafa marg-
ir nýtt sér það. Síðan fer svo í loftið á
ensku nú á næstu dögum og munu
þá erlendir þátttakendur í fyrsta
sinn geta hlaupið til góðs fyrir ís-
lensk góðgerðafélög,“ segir Gerður.
„F y r i r uta n Reyk jav í k u r-
maraþon Íslandsbanka stöndum
við að Laugavegshlaupinu og Mið-
næturhlaupi Suzuki. Reykjavíkur-
maraþon Íslandsbanka og Mið-
næturhlaup Suzuki eru síðan hluti
af Powerade-sumarhlaupunum
sem við stöndum að í samstarfi við
frjálsíþróttadeildirnar innan ÍBR.
Powerade sumarhlaupin eru því
Víðavangshlaup ÍR, Fjölnishlaupið,
Miðnæturhlaup Suzuki, Ármanns-
hlaupið og Reykjavíkurmaraþon Ís-
landsbanka,“ segir Gerður og bætir
við að það sé mikið framboð fyrir
hlaupara. „Innan Powerade Sumar-
hlaupanna fer fram stigakeppni en
verðlaun verða veitt sigurvegur-
um stigakeppninnar í Lækjargötu
þegar Reykjavíkurmaraþonið fer
fram,“ bætir hún við.
„Heildarf jöldi sk ráðra ein-
staklinga í Reykjavíkurmaraþon
Íslands banka 2013 þann 26. júlí
var 6.727. Á sama tíma í fyrra voru
skráðir einstaklingar 5.020. Það má
þó ekki lesa of mikið í þessa aukn-
ingu á milli ára þar sem reynsla
síðustu ára segir að fólk er alltaf að
skrá sig fyrr og fyrr. Því er ólíklegt
að þessi mikla fjölgun skráðra ein-
staklinga verði raunin á hlaupdag
þó svo að við séum búin undir að
slá þátttökumetið frá því í fyrra,“
segir Gerður enn fremur.
Maraþonið hefur vaxið mikið
frá því það var haldið fyrst. „Fyrsta
Reykjavíkurmaraþonið var haldið
1984 en þá voru skráðir 214 þátt-
takendur í þremur vega lengdum.
Árið 2012 voru þeir 13.410 í sex
vegalengdum. Elsti skráði þátt-
takandinn í ár er 87 ára gam-
all maraþonhlaupari. Yngstu
skráðu þátttakendurnir eru skráð-
ir í Latabæjar hlaupið og eru fæddir
fyrr á þessu ári. Aldursbilið er því
87 ár á milli elsta og yngsta þátttak-
anda, enda Reykjavíkurmaraþonið
viðburður fyrir alla aldurshópa þar
sem allir ættu að geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi. Í dag eru konur
57% skráðra þátttakenda og karlar
43%.“
Aukist hefur að útlendingar
komi hingað til að hlaupa mara-
þonið. „Árið 2012 var metþátttaka
erlendra keppenda en þeir voru
þá 1.685. Nú eru 1.737 erlendir
þátttakendur skráðir til leiks og
það er því ljóst að metfjöldi er-
lendra þátttakenda mun hlaupa
um götur Reykjavíkur í ár,“ segir
Gerður.
Skráningarhátíð fer fram föstu-
daginn 23. ágúst í Laugardalshöll
frá 10-19 en þar er hægt að nýskrá
sig og þangað sækja hlauparar gögn
fyrir hlaupið auk þess sem þeir geta
gætt sér á pasta frá klukkan 16-19.
Maraþon í þrítugasta skiptið
Reykjavíkurmaraþon fer fram í þrítugasta skiptið 24. ágúst, sama dag og Menningarnótt verður í borginni. Í tilefni afmælisins greiða
12-17 ára lægra gjald í 10 kílómetra hlaupi. Þátttakendum fjölgar ár frá ári. Í fyrsta maraþoninu hlupu 56 en 806 í fyrra.
Gerður Þóra Björnsdóttir er upplýsingafulltrúi Reykjavíkurmaraþons. MYND/GVA
ÞÁTTTAKENDUR 1984
Maraþon 56
Hálfmaraþon 68
7 km skemmtiskokk 90
VEGALENGD 2012
10 km 5.177
3 km 1.928
Hálfmaraþon 2.004
Latabæjarhlaup 3.379
Maraþon 806
Boðhlaup 116, - 30 sveitir
POWERADE ® ER SAMSTARFSAÐILI
REYKJAVÍKURMARAÞONS
KRAFTÍ ÞIGDR
EKKTU
P
ow
er
ad
e
is
a
r
eg
is
te
re
d
tr
ad
em
ar
kk
o
f T
he
C
oc
a-
C
ol
a
C
om
pa
ny
. ©
2
01
3
Th
e
C
oc
a-
C
ol
a
C
om
pa
ny
.
POWERADE® íþróttadrykkir henta vel
hlaupafólki til að endurnýja vökva, sölt,
steinefni og orku sem tapast við áreynslu.