Fréttablaðið - 30.07.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.07.2013, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGMaraþon ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 20136 Mataræði er mikilvægt við undirbún-ing fyrir hlaup. Máli skiptir að borða góðan morgunverð, hádegisverð og kvöldverð og eiga þessar máltíðir að saman- standa af kolvetnum, fitu og próteinum. Enn fremur er mikilvægt að drekka nóg og passa að millimáltíðir séu hollar frekar en eitthvað sem gefur eingöngu innantóma orku. Einn- ig er mikilvægt að fá trefjar sem og vítamín og steinefni og þýðingarmikið er að fá kalk. Hleðsla er íþróttadrykkur sem er ríkur af bæði kolvetnum og próteinum og hentar því hlaupurum og öðru íþróttafólki vel. Hleðsla er enn fremur fitusnauð ásamt því að vera kalkrík. Hleðsla hentar sérstaklega vel eftir æfingar en er einnig góð sem millimáltíð. Margar bragðtegundir í boði Hleðsla er fáanleg í mörgum bragð tegundum, bæði í dósum og fernum en einnig er á mark- aði Hleðsluskyr. Hleðsluskyrið er til með bláberja bragði og einnig hreint sem inni- heldur heil 26 grömm af próteinum og ber norræna hollustumerkið „Skráar gatið“ en nokkrar aðrar mjólkurvörur frá MS bera nú þetta hollustu merki. Að sögn Guð nýjar Steinsdóttur, markaðsstjóra MS, komu hugmyndir um þróun vörunnar fram fyrir nokkrum árum. „Neytendur hafa nú þegar úr töluverðu að velja á íslenska markaðnum þegar skyr er annars vegar,“ segir Guðný. „Við þróun vörunnar var vandað mjög til eigingerðar og áferðar. Hleðsluskyrið hefur enn fremur sérlega milt bragð. Aðgreining á Hleðsluskyri miðað við aðrar skyrtegundir er helst sú að það inniheldur hærra hlutfall af mysupróteinum en annað skyr og áferðin er sérstaklega mjúk. Hlutfall mysupróteina í skyrinu er ríflega 40% en mysuprótein henta einstaklega vel við uppbyggingu vöðva og eru jafnframt talin auðmeltanlegri en önnur pró- tein.“ Hlaðin vítamínum og steinefnum Hleðsla í fernu með súkkulaðibragði kom á markað í fyrra og hefur fengið mjög góðar viðtökur meðal neytenda. Í Hleðslu í fernu er búið að kljúfa 80% af mjólkursykrinum og hún hentar því mörgum þeim sem hafa laktósaóþol (mjólkursykursóþol). „Bæði Hleðsla og Hleðsluskyr eru jafnframt hlað- in vítamínum og steinefnum, eins og mjólk er reyndar líka. Hleðsla inniheldur einn- ig kolvetni en kolvetni eru mikilvægasti orkugjafi líkamans og skipta miklu máli við undirbúning fyrir hlaup,“ segir Guðný að lokum. Hleðsla góð eftir hlaup Við undirbúning fyrir hlaup skiptir mataræði miklu máli. Hleðsla og Hleðsluskyr frá MS eru hollar og góðar vörur sem henta bæði hlaupurum og öðru íþróttafólki mjög vel. Hleðsla fæst í mörgum bragðtegundum og Hleðsluskyr ýmist hreint eða með bláberjabragði. Íþróttadrykkurinn Hleðsla og Hleðsluskyr henta mjög vel við undirbúning hlaupa. MYND/ÚR EINKASAFNI „Bæði Hleðsla og Hleðsluskyr eru jafnframt hlaðin vítamínum og steinefnum,“ segir Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS. MYND/ERNIR NÆRING SKIPTIR MÁLI Maraþonhlauparar þurfa að huga vel að mataræði og næringu síðustu dagana fyrir hlaup, einkum þeir sem stefna á góðan tíma að sögn Steinars B. Aðalbjörnssonar næringarfræðings. Hann hvetur alla sem hlaupa svo langa vegalengd að huga vel að þessum þáttum. „Auðvitað skiptir máli hvort hlauparar stefna á að hlaupa heilt maraþon á 2,5 klukkustundum eða yfir 4,5 klukkustundum en hollt og gott mataræði dugar þeim sem fara hægar yfir.“ Síðustu vikuna fyrir hlaupið eiga hlauparar að borða jafnt og þétt yfir daginn. Ekki skiptir öllum máli hvað er borðað svo framarlega sem það er fjölbreytt og hollt fæði. „Daginn fyrir hlaup skiptir miklu máli að borða ekki of þunga máltíð, þá er pasta heppilegri kostur.“ Þegar tveir til þrír dagar eru í hlaupið skiptir miklu máli að drekka nóg af vatni og segir Steinar marga drekka kolvetnadrykki sem innihalda sölt. Það minnkar krampamyndum og hjálpar til við eðlilega svitamyndum þegar í hlaupið er komið. Maraþonhlaupið hefst snemma dags og því er mikilvægt að vakna snemma, borða og koma líkamanum í gang. „Margir flaska á þessu en best er að borða létta máltíð tíman- lega, til dæmis 2-3 brauðsneiðar með sultu, osti eða smjöri. Gott er að drekka vatn eða hreinan ávaxtasafa með en sleppa mjólk því prótein og fita geta þvælst lengur fyrir í meltingar- veginum heldur en kolvetnarík matvæli. Hér er þó mikilvægt að prófa ekki nýja hluti heldur borða mat sem hlauparinn er vanur.“ Að hlaupi loknu skiptir miklu máli að borða eitthvað eins fljótt og hægt er, til dæmis banana eða drekka íþróttadrykk. „Það er sér- staklega mikilvægt fyrir þá sem vilja ná sér fljótt og leggja grunn að næsta hlaupi.“ Nánari upplýsingar um næringu hlaupara má meðal annars finna á facebook.is/naeringhlaupara. Tímapantanir í síma 55 77 100 Engjavegur 6 - 104 Reykjavík - Sími 55 77 100 Ætlar þú að byrja að hlaupa eða ganga í sumar... komdu og við hjálpum þér að velja skó sem henta þínu fótlagi og niðurstigi. Ert þú með verki í skrokknum... komdu í göngugreiningu og við jafnvægisstillum þig með innleggjum og réttum skóbúnaði. www.gongugreining.is Getum við ekki örugglega gert eitthvað fyrir þig...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.