Fréttablaðið - 30.07.2013, Side 30

Fréttablaðið - 30.07.2013, Side 30
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ Þriðjudagur 30. júlí 20134 Uppi er hugmyndir hjá breska bílasmiðnum Jaguar að bjóða upp á smærri bíla en fyrirtækið hefur áður framleitt og að þeir verði með yfi rbyggingu eingöngu úr áli. Um yrði að ræða bíl á stærð við BMW 3 og Mercedes Benz C-Class, jeppling á stærð við Range Rover Evoque og langbak af minni gerðinni. Þessir bílar yrðu líklega smíðaðir í verksmiðjum Land Rover, en Jaguar og Land Rover eru eitt og sama fyrir tækið. Jaguar selur um helm ingi færri bíla en Land Rover og hefur Jaguar uppi áætlanir um að nálgast Land Rover í sölu með þessum nýju bílum. Jaguar Land Rover hefur gert risasamning um kaup á áli við einn af stærstu ál framleiðendum heims í Sádi-Arabíu. Jaguar Land Rover ætlar að verja 515 milljörðum króna á ári á næstu  órum árum við þróun nýrra bíla og nýrra verksmiðja. Það eru ekki litlir peningar, svo eðlilegt má teljast að fyrirtækið sé nú að huga að nýjum gerðum fyrir nýja markhópa. Sala Jaguar Land Rover á fyrsta helmingi ársins var 14% meiri en í fyrra og má því segja að gengi fyrirtækisins sé með besta móti, sem alls ekki á við flesta bílafram- leiðendur í Evrópu. Verulega góða sala í Kína á mestan þátt í þessari aukningu. Jaguar mun láta uppi áætlanir sínar á bílasýningunni í Frankfurt í september og vonandi mun fyrirtækið sýna þar hugmyndir að þessum þremur nýju bílum. Það er ekki bara Tesla sem situr undir ámæli fyrir áætlanir um að selja bíla sína beint frá verksmiðjum sínum gegnum netið og með því sniðganga hefðbundnar bílasölur. BMW hefur uppi sams konar áform um sinn nýja rafmagnsbíl, BMW i3, og bílasölur sem selja BMW-bíla í Þýskalandi eru ekki sérlega hrifnar af áformum BMW. Til heilmikilla mótmæla þeirra hefur komið og óttast bílasalarnir að þessi hugmynd BMW sé aðeins undanfari þess að öll sala fyrirtækisins muni færast á netið. Forsvarsmaður einnar bílasölunnar hefur gengið svo langt að hóta því að hætta sölu allra BMW-bíla í Þýskalandi ef þessi áform fyrirtækisins ganga eftir. Þýskar bílasölur mót- mæla netsölu BMW á i3 Jaguar með nýja smábíla aðeins úr áli Nú er afstaðið sextán vikna undirbúnings- ferli hjá bílumboðinu BL fyrir sölu og þjónustu á rafbílnum Nissan Leaf með ýtarlegri lokaúttekt á aðstöðu og þjálfun starfsfólks. „Nissan gerir miklar kröfur til sölu og þjónustuaðila Nissan Leaf og undir búnings ferlið undanfarnar sextán vikur hefur verið bæði strangt og lærdóms- ríkt,“ segir Skúli Skúlason, framkvæmda- stjóri hjá BL. „Undir búningur fyrir sölu bílanna er á margan hátt frábrugðinn því sem við eigum að venjast þegar um hefð- bundna bíla er að ræða og því margt nýtt sem við þurftum að tileinka okkur. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að undirbúa þjónustu deildir. Við höfum þurft að  ár- festa umtalsvert í tækjabúnaði og aðstöðu til viðgerða á rafbílum og starfsfólk okkar hefur gengið í gengum námskeið og próf fyrir það sem koma skal.“ Samkvæmt opinberum mælingum keyra bíleigendur í þéttbýli u.þ.b. 44 km á dag. Drægni Nissan Leaf er a.m.k. 140 km á hleðslunni og því ætti þessi nýjung að henta vel þeim sem búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Með heima hleðslustöð er hægt að hlaða rafgeyma bílsins á innan við  óum tímum. Þrátt fyrir að formleg kynning á Nissan Leaf verði ekki fyrr en í ágúst var fyrsti Leaf-rafbílinn afhentur áhugasömum kaup anda í sömu viku og úttektinni lauk og leyfi ð fékkst frá Nissan. BL fær gæðavottun fyrir sölu Nissan LEAF BMW i3 gengur aðeins fyrir rafmagni. Jaguar vill auka söluna með smábílum. 522 4600 www.krokur.net Krókur hf. er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum • 24 stunda þjónustu allt árið um kring • björgunarþjónustu og aðstoð ef bílar bila eða flytja þarf þá á verkstæði Taktu Krók á leiðarenda Suðurhraun 3, 210 Garðabær á þinni leið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.