Fréttablaðið - 30.07.2013, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 30.07.2013, Blaðsíða 36
30. júlí 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 20MENNING Sýning VaVaVoom leikhópsins, Nýjustu fréttir, var valin inn í Summer hall Theatre í Edinborg þar sem hún verður hluti af leiklistar- hátíðinni Edinburgh Fringe Festi- val 2. til 26. ágúst. Þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn ferðast út fyrir landsteinana með verkið en það var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu síð- astliðið haust. Sýningin hlaut mikið lof gagnrýnenda hérlendis og tvær Grímu tilnefningar í flokkunum Tónlist ársins og Sproti ársins. Nýjustu fréttir er án orða og hentar vel til að ferðast með erlend- is og vonast aðstandendur sýningar- innar til að Skotlandsförin verði stökkpallur fyrir frekari ferðalög og lengi framhaldslíf verksins. Edinborgarhátíðin er ein stærsta listahátíð í Evrópu og stendur yfir í þrjár vikur. Þátttaka í hátíðinni getur skipt sköpum fyrir leikhópa sem vilja kynna sig á Bretlands- eyjum og víðar í Evrópu, þar sem allir helstu leikhúsgagnrýnendur, framleiðendur og bókarar mæta á hátíðina til að kynna sér framboð nýrra verka. Leikhópar gera sam- starfssamning við leikhús í borg- inni um sýningarrými en fjár- magna þátttöku alfarið sjálfir. VaVaVoom opnaði því svæði á Karolina Fund. Þar er hægt að styrkja hópinn með frjálsum fram- lögum og fá margvíslegt góðgæti tengt sýningunni sem þakkarvott í staðinn, allt frá handskrifuðum póstkortum frá hópnum í Edinborg til handgerðra pop-up húsa úr sýn- ingunni og tónlistar úr verkinu – en hún hefur ekki verið fáanleg fram til þessa. - fsb Nýjustu fréttir á Edinborgarhátíðinni VaVaVoom leikhópurinn er á leið á leiklistarhátíðina í Edinborg þar sem hann mun sýna Nýjustu fréttir. SLÓ Í GEGN Sýningin Nýjustu fréttir vakti einróma hrifningu íslenskra gagnrýn- enda og var tilnefnd til tvennra Grímu- verðlauna. Maður er voðalega fljótur að kom- ast að styrkleikum og veikleikum sínum í svona skyndileikhúsi, og þetta er áskorun. Maður þarf oft að stíga út fyrir þægindarammann og hefur ekki langan tíma til að velta hlutunum fyrir sér,“ segir Jenný Lára Arnórsdóttir, annar skipuleggjandi handritasamkeppn- innar Uppsprettu. Jen ný og I ng i H ra fn Hilmars son eru að setja upp f y r r nefnt sk y nd i le i k hú s . Upp spretta leitar nú logandi ljósi að handritum að verkum sem aldrei hafa verið flutt á sviði áður. Þau mega vera mest átta blaðsíður að lengd, eða átta blaðsíðna heil- steypt atriði. Engar aðrar kröfur eru gerðar. Síðan verða valin nokk- ur handrit og þau sem verða valin, verða sett upp á menningarnótt í Reykjavík þann 24. ágúst næst- komandi, sem skyndileikhús. „Ég hef tvisvar tekið þátt í svona pop-up leikhúsi áður, en þá sem leikari. Þetta er mjög skemmti- legt og það er ekki tími fyrir neitt vesen,“ segir Jenný, létt í bragði. Jenný og Ingi eru einnig að aug- lýsa eftir leikstjórum. „Um kvöldið, eða þremur klukkutímum fyrir frumflutning, fá leikstjórarnir svo að byrja að vinna með leikurunum og það er líka í fyrsta sinn sem leikararnir vita hvaða verk þeir eru að fara að vinna og með hverjum. Þrem- ur tímum seinna er svo útkoman sýnd,“ segir Jenný. Það hefur lengi blundað í Jen- nýju að setja upp leikhús af þessu tagi. „Ég og Ingi Hrafn, erum bæði menntuð erlendis og það eru fá tækifæri fyrir fólk eins og okkur hérna á Íslandi,“ útskýrir Jenný. „Þess vegna þarf maður oft að setja eitthvað upp sjálfur og okkur fannst þetta alveg tilvalið. Þarna er auðvelt að ná fólki saman, þó það sé kannski í annarri vinnu til að framfleyta sér, því þetta er svo stutt ferli. Að sama skapi er hægt að fá mikið út úr svona sýningu,“ bætir Jenný við. Þegar hefur verið mynduð nefnd af reyndu leikhúsfólki sem mun lesa handritin og velja svo úr þau þrjú handrit sem þeim þykir best. Leikstjórar og leikarar verða að hafa lokið viðurkenndu leiklistar- námi til að taka þátt. Allir sem eru skrifandi eru hvattir til að senda inn handrit, en skilafrestur renn- ur út þann 5. ágúst næstkomandi. olof@frettabladid.is Ekki tími fyrir vesen Ingi Hrafn Hilmarsson og Jenný Lára Arnórsdóttir standa fyrir handritasam- keppninni Uppsprettu og setja upp skyndileikhús á menningarnótt í Reykjavík. Ég hef tvisvar tekið þátt í svona pop-up leikhúsi áður, en þá sem leikari. Þetta er mjög skemmtilegt. INGI HRAFN Setur upp skyndileikhús. JENNÝ LÁRA Skorar á skrifara.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.