Fréttablaðið - 30.07.2013, Page 38

Fréttablaðið - 30.07.2013, Page 38
30. júlí 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 22 Breska fyrirsætan Cara Delevingne er ein sú allra heitasta í brans- anum í dag. Cara, sem er tvítug og er af breskum aðalsættum, hefur helst vakið athygli fyrir áberandi augnumgjörð sína. Þykkar, drama- tískar augabrúnir hennar þykja til mikillar prýði og munu konur um heim allan vera að safna til að líkjast henni. Cara er mikið partídýr og sést iðulega úti á lífinu í félagsskap stjarna á borð við Rihönnu, Ritu Ora og Georgiu Jagger. HVERSDAGSLEG OG SÆT Á Glastonbury. GRETTIN Cara gerir mikið að því að gretta sig framan í myndavélarnar þegar ljósmyndarar sitja fyrir henni. NORDICPHOTOS/GETTY FLOTT Í kokkteilboði í svartri buxnadragt. SMART Á göngu í New York. EFNILEG FYRIRSÆTA Cara Delevingne er efnileg fyrirsæta. Seiðandi augu Delevingne Cara Delevingne er ein vinsælasta fyrirsæta heims í dag. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2013 Tónlist 20.30 Hulda Jónsdóttir fiðluleikari frumflytur Vögguvísu fyrir fiðlu verk eftir Viktor Orra Árnason í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar. Einnig leikur hún Ciaccona úr Partítu í d moll eftir Johann Sebastian Bach, Tempo di Ciaccona úr sónötu fyrir einleiksfiðlu eftir Béla Bartók, tvær af 24 Kaprísum Niccolò Paganini og Sónötu fyrir einleiksfiðlu óp. 27 nr. 4 - sem kennd er við Fritz Kreisler - eftir Eugène Ysaÿe. Leiðsögn 19.15 Hreggviður Norðdahl jarðfræðingur mun leiða skemmtilega og fróðlega þriðjudagsgöngu í Viðey og leiða gesti í allan sannleik um jarðfræði og jarðmyndanir í Viðey. Ókeypis er í gönguna en gjaldið í ferjuna er 1100 fyrir fullorðna en 550 fyrir börn 7 til 15 ára. 20.00 Í kvöld kl. 20-22 í Hotel Reykjavik Centrum, Forsetasal, er boðað til fundar með þeim sem hafa áhuga á því að kennsla í heim- speki og siðfræði verði aukin til muna í íslensku skólakerfi. Allt áhugafólk um þessi mál er hvatt til að koma á fundinn til stuðnings þessu málefni. Fundarstjóri verður stjórnarmaður í stjórn Félags heimspekikennara, Sævar Finnbogason. 20.30 Í kvöld á jazzkvöldi KEX Hostel kemur fram söngvarinn Þór Breiðfjörð. Dagskráin byggir á þekktum jazzlögum sem gerð hafa verið fræg í meðförum krúnera á borð við Bing Crosby og fleiri. Hljófæraleikar eru Vigni Þór Stefánsson á píanó, Steinar Sigurðarson á saxófón, Birgir Bragason á kontrabassa og Þorvaldur Halldórsson á trommur. Aðgangur ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Leikkonan Lindsay Lohan er útskrifuð úr meðferð og hefur bókað farmiða til Evrópu, aðra leið. Hún mun þó snúa til baka til Bandaríkjanna von bráðar þar sem upptökur á heimildarmyndaröð um líf hennar hefjast í haust. Vinir og ættingjar leikkonunnar vonast til að hún haldi sig frá vandræðum í þetta skipti en hún hefur hingað til átt erfitt með að fóta sig á beinu brautinni. Nú mun leikkonan hafa skrifað lista með nöfnum fólks sem hefur haft vond áhrif á hana og hennar lífsstíl í gegnum tíðina. Um sextíu nöfn eru á listan- um samkvæmt erlendum slúðurfréttum, þannig að ekki hefur verið skortur á vondum áhrifavöldum. Lohan á bókað fl ug aðra leið til Evrópu ÚT SKRIFUÐ Lindsay Lohan er útskrifuð úr meðferð og er á leið til Evrópu til að slappa af. NORDICPHO- TOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.