Fréttablaðið - 30.07.2013, Síða 40

Fréttablaðið - 30.07.2013, Síða 40
30. júlí 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 24 BAKÞANKAR Ólafar Skaftadóttur Gwyneth Paltrow og eiginmaður hennar, tónlistar- maðurinn Chris Martin, ætla að flytja með börn sín til Los Angeles í lok sumars. Fjölskyldan hefur búið í London frá fæðingu barnanna. „Gwyneth elskar London en Bandaríkin eru hennar föðurland. Móðir hennar og bróðir búa í Kaliforníu og hún saknar þeirra mikið. Fjölskyldan áætlar að búa í Los Angeles næstu tvö árin en mun snúa aftur til Englands þegar börnin hafa lokið barnaskóla, Gwyneth finnst breska skóla kerfið það besta í heimi,“ hafði The Mail eftir heimildar- manni. Paltrow og Martin eiga saman börnin Apple Blythe Alison, sem er fædd árið 2004, og Moses Bruce Anthony, sem fæddist árið 2006. Flytur frá London til Los Angeles Gwyneth Paltrow saknar móður sinnar og bróður og fl ytur sig um set. FLYTUR TIL LA Gwyneth Paltrow og Chris Martin ætla að flytja til Los Angeles. NORDICPHOTOS/GETTY Katy Perry kom með ömmu sinni á frumsýningu Strump- anna 2 á sunnudaginn. Hin 28 ára gamla Perry og hin 92 ára gamla amma hennar, Ann Hud- son, voru glæsilegar á dreglin- um sem að þessu sinni var blár í anda Strumpanna. Söngkonan klæddist fallegum bláum kjól á frumsýningunni en amman mætti í gráum jakka og stutt- ermabol sem á stóð „Ég er hrif- in af Æðstastrumpi“. Perry ljær Strympu rödd sína í teiknimyndinni, en með önnur hlutverk fara gamanleikarinn Neil Patrick Harris, Brendan Gleeson, Hank Azaria og leik- konan Jayma Mays. Einnig fara Christina Ricci og spjallþátta- stjórnandinn Jimmy Kimmel með hlutverk í teiknimyndinni um litlu, bláu verurnar. Mætti með ömmu sinni STÖLLUR Í STUÐI Katy Perry og amma hennar, Ann Hudson, eru miklar vinkonur. GETTY/NORDICPHOTOS Suður-kóreski rapparinn Psy á við áfengisvanda að stríða. Í við- tali við Sunday Times sagðist hann drekka allan liðlangan dag- inn og langt fram á nótt. „Ef ég er kátur, þá drekk ég. Ef ég er leiður, þá drekk ég. Ef það rignir, þá drekk ég. Ef sólin skín, þá drekk ég. Ef það er heitt í veðri, þá drekk ég og ef það er kalt, þá drekk ég,“ sagði rappar- inn og bætti við að einu skiptin sem hann drykki ekki væri þegar hann væri þjakaður af timbur- mönnum. „Sem gerist mjög gjarnan,“ sagði hann jafnframt. Psy drekkur alltof mikið SJÚKUR Í ÁFENGI Psy drekkur alla daga. NORDICPHOTOS/GETTY Lily Collins, leikkona og dóttir söngvarans Phils Collins, lítur upp til leikkvenna á borð við Jennifer Lawrence og Kristen Stewart. Þetta kemur fram í viðtali sem tímaritið Seventeen tók við leikkonuna. „Ég dáist að því hvernig Kristen og Jennifer hafa tekist á við frægðina sem fylgir hlutverkunum í Twilight og Hungur leikunum. Ég dáist einnig að því hvernig þær hafa getað skilið sig frá þeim hlutverkum og tekið að sér ný hlut- verk. Þetta er það sem ég vil gera: finna jafnvægi á milli stórmynda og smærri mynda,“ sagði leikkonan. Collins drekkur hvorki né reykir og er stolt af því. „Ég fann ekki gleðina í drykkju. Ég vildi muna eftir öllum góðu stundunum sem ég átti með vinum mínum í stað þess að vakna daginn eftir og hugsa: „Hmm, ég held að ég hafi skemmt mér“.“ Dáist að Lawrence Lily Collins vill farsælan feril eins og Lawrence. EFNI- LEG Lily Col- lins dáist að Jennifer Lawrence. NORDIC- PHOTOS/ GETTY Skólakerfi má aldrei vera heilagt. Þess vegna er ég sammála nýja menntamála- ráðherranum um að við þurfum að skoða alla skólana okkar ofan í kjölinn. En ég er ekki viss um að niðurstaðan verði sú sem hann virðist gefa sér, að stóra keppikeflið sé hagkvæmnin, sem felst í að útskrifa sem flesta á sem stystum tíma. Krónur og aurar skipta máli en ekki öllu máli. VIÐ ættum að byrja á því að skilgreina það sem vel gengur. Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta að í listum og menningu stöndum við okkur prýðilega. Boðlegar íslenskar hljómsveitir eru að spila austan hafs og vestan, myndlistar- fólk er sýnt í virtum sýningarsölum um lönd og álfur, söngvarar fá rullu í fínustu óperuhúsum og leikstjóri leggur Holly- wood að fótum sér. ALLS kyns tölvu- og tæknifólk virðist standa vel að vígi í alþjóð- legri samkeppni. Fjöldi fólks hefur atvinnu af því að svala þörf umheimsins fyrir tölvu- leiki og malar gull. Gróskan á því sviði fer vaxandi frekar en hitt. Fólkið sem við þetta vinnur kemur úr öllum áttum, sumt er langskólagengið en annað hefur ekki þrifist í hefðbundum skólum. SKAPANDI fólk er nefnilega ekki allt steypt í sama mótið. Líklega verður gerjun- in á skapandi vinnustað meiri eftir því sem menntunin og reynslan eru fjölbreyttari. GETUR verið að hæfileg lausung í skóla- kerfi sé æskileg – gefi skólafólki svigrúm til að rækta sérstaka hæfileika sem nám- skráin nær ekki utan um? Er hugsanlegt að tíminn sem baunateljarinn kallar slugs sé dýrmæti tíminn, sem dásamlegir við- utan sveimhugar skammta sér ríflega til að móta góðar hugmyndir og vinna úr þeim? Kannski á það ekki síður við á vinnustað. SVO eru auðvitað hinir, sem ekki eru síður nýtir, sem hentar mikil keyrsla og fara létt með að útskrifast bráðungir eftir stutta skólagöngu sjálfum sér og okkur öllum til hagsbóta. Endilega, höldum hraðbrautum opnum fyrir þau. ÉG er svolítið hrædd við of mikil keyrsla í skólanum bitni á fjölbreytninni. Með öðrum orðum: ég trúi ekki á eina lausn. Ekki trúuð á eina lausn DAGSKRÁIN ER Á WWW.BIOPARADIS.IS OG MIDI.IS EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ AKUREYRI KEFLAVÍK WOLVERINE 8, 10.10(P) 3D GROWN UPS 2 6, 8, 10.30 R.I.P.D. 8, 10 3D SKRÍMSLA HÁSKÓLINN 3.50, 6 2D SKRÍMSLA HÁSKÓLINN 3.50 3D THE HEAT 5.30þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð -Empire Í STÆRSTU ORUSTU ÆVINNAR BERST HANN FYRIR SÍNU EIGIN LÍFI -T.V., S&H - Bíóvefurinn 5% SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS WOLVERINE 3D KL. 5.20 - 8 - 10.40 WOLVERINE 3D LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.40 GROWN UPS 2 KL. 5.40 - 8 - 10.10 SKRÍMSLA HÁSKÓLINN 3D KL. 3.20 Í Á ÓSKR MSLA H SK LINN 2D KL. 3.20 - 5.40 RIPD KL. 3.20 -5.50 - 8 THE HEAT KL. 8 - 10.10 THIS IS THE END KL. 10.30 WOLVERINE 3D KL. 5.20 - 8 - 10.40 GROWN UPS 2 KL. 5.40 - 8 – 10.10 RIPD 2D KL. 5.50 - 8 PACIFIC RIM KL. 9 THE HEAT KL. 5.30 THIS IS THE END KL. 10.10 WOLVERINE 3D KL. 8 - 10.20 RIPD 3D KL. 5.50 GROWN UPS 2 KL. 8 - 10 THE HEAT KL. 5.50 NEW YORK POST Miðasala á: og ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ G.D.Ó., MBL -T.V., S&H - BÍÓVEFURINN ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.