Fréttablaðið - 30.07.2013, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 30.07.2013, Blaðsíða 42
30. júlí 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 26 Mörkin: 1-0 Kristinn Freyr Sigurðsson (15.), 1-1 Ármann Smári Björnsson (17.), 1-2 Garðar Gunn- laugsson (22.), 2-2 Arnar Sveinn Geirsson (24.), 2-3 Jóhannes Karl Guðjónsson (32.), 3-3 Daniel Craig Racchi (43.), 4-3 Kristinn Freyr Sigurðsson (45.), 5-3 Kristinn Freyr Sigurðsson (75.), 5-4 Garðar Gunnlaugsson (89.), 6-4 Daniel Craig Racchi (92.). Valur (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 2 - Jónas Þór Næs 7, Magnús Már Lúðvíksson 4, Stefán Ragnar Guðlaugsson 3, Bjarni Ólafur Eirkísson 4 - Haukur Páll Sigurðsson 6, Iain James Williamson - (´13 Andri Fannar Stefánsson 6), Daniel Craig Racchi 8 - Arnar Sveinn Geirsson 7 (´85 Matthías Guð- mundsson -), Kristinn Freyr Sigurðsson 8* (´88 Sigurður Egill Lárusson -), Indriði Áki Þorláksson 6. ÍA (4-4-2): Páll Gísli Jónsson 2, Andri Geir Alexandersson 3, Thomas Sörensen 2, Kári Ársælsson 1, Joakim Wrele 3 - Andri Adolphsson 5, Jóhannes Karl Guðjónsson 6, Arnar Már Guðjóns- son 5, Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6 (´46 Einar Logi Einarsson 4) - Garðar Bergmann Gunnlaugsson 7, Ármann Smári Björnsson 6. Skot (á mark): 16-8 (8-6) Horn: 2-8 Varin skot: Fjalar 2 - Páll 2 6-4 Vodavone-völl. Áhorf: óuppg. Guðmundur Ársæll (4) FÓTBOLTI Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson, leikmaður AZ, tilkynnti í gær að hann ætlaði sér að leika með bandaríska lands- liðinu í framtíðinni en ekki með hinu íslenska. Leikmaðurinn fædd- ist í Bandaríkjunum og bjó fyrstu þrjú ár ævi sinnar þar. Aron hefur leikið fyrir U-21 landslið Íslands en aldrei tekið þátt í A-landsliðs- verkefni og því er hann gjald- gengur í bandaríska landsliðið. „Þetta eru vissulega mikil von- brigði,“ segir Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, í sam- tali við Fréttablaðið í gær. „Ég ræddi við hann fyrir nokkr- um dögum og þá hafði hann ekki tekið endanlega ákvörðun. Undan- farna mánuði hef ég oft talað við Aron um framtíð hans hjá íslenska landsliðinu og ákvörðun hans kom mér nokkuð á óvart. Þetta voru bæði mikil vonbrigði fyrir mig persónulega og einnig fyrir lands- liðið í heild sinni.“ Aron sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann meðal annars þakkaði landsliðsþjálfara Íslands fyrir stuðninginn. „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í landslið Bandaríkjanna í knattspyrnu. Val mitt hefur staðið á milli þess að spila með íslenska landsliðinu eða því bandaríska þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Ákvörðunin var ekki auðveld eða tekin í flýti enda stóð valið á milli tveggja góðra landsliða,“ skrifaði Aron í yfirlýsingu sinni. Að sögn Lars Lagerbäck var ein aðalástæða Arons fyrir valinu sú að hann ætti betri möguleika á því að komast í bandaríska landsliðið en hið íslenska. „Ég reyndi að fá hann til að skipta um skoðun en núna liggur þetta fyrir og því verð ég að sjálf- sögðu að virða hans ákvörðun.“ Aron hefur lengi vel verið talinn einn efnilegasti knattspyrnumaður okkar Íslendinga en leikmaðurinn er uppalinn hjá Fjölni í Grafar- voginum. „Það er leiðinlegt að missa svona ungan og efnilegan leikmann til annarrar þjóðar, en þetta er staðan í alþjóðasamfélaginu í dag og lítið sem ég get gert í því núna.“ Lars hefur aftur á móti ekki miklar áhyggjur af framherja- stöðunni hjá íslenska landsliðinu en hlutirnir geta alltaf breyst fljót- lega. „Kolbeinn [Sigþórsson] og Alfreð [Finnbogason] hafa reynst liðinu vel og framtíðin er björt. Aftur á móti geta menn alltaf meiðst eða einhverjir utanað- komandi þættir haft áhrif og þá er gott að hafa breiðan hóp. Það er því mikill missir í leikmanni eins og Aroni.“ „Ég tel að samkeppnin sé alveg eins hörð í bandaríska lands liðinu og hún er í því íslenska og því þarf Aron að halda vel á spöðunum.“ Bandaríska landsliðið mætir Bosníu í vináttuleik 14. ágúst og það er spurn- ing hvort Jürgen Klins- mann, landsliðsþjálf- ari Bandaríkjanna, velji íslenska framherjann í hóp- inn, hann er í það minnsta löglegur með liðinu. Klins- mann hefur verið í sambandi við Aron undan- farna mán- uði og telst l ík legt að hann taki þátt í leikn- um gegn Bosníu í ágúst. stefanp@ fréttabladid.is Ég reyndi að sannfæra hann Aron Jóhannsson tók þá ákvörðun í gær að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið í knattspyrnu og í leiðinni útilokar hann að leika nokkurn tímann með íslenska landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn ósáttur við ákvörðuna. MIKILL MISSIR íslenska landsliðið í knattspyrnu mun ekki geta notfært sér hæfileika Arons Jóhannssonar, en leikmaðurinn hefur valið að leika fyrir bandaríska landsliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI „Ég ber mikla virðingu fyrir FH og leikmenn mínir vita það. Auðvitað eru meiri gæði í okkar liði en í fótbolta er það oft hungrið sem skilur að. Við verðum að vera tilbúnir að selja okkur dýrt,“ sagði Nenad Bjelica, þjálfari Austria Vín, á blaða- mannafundi í gær. Fyrri leiks liðanna í 3. umferð for- keppni Meistaradeildar Evrópu í Vín er beðið með mikilli eftirvæntingu enda mikið í húfi. Sigurvegarinn í einvíginu tryggir sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistara- deildar auk þess sem öruggt sæti í riðlakeppni Evrópudeildar væri tryggt. Um 5.500 miðar höfðu verið seldir á leikinn síðdegis í gær en um tíu þúsund miðar eru í boði. Dómari leiksins er skoskur og heitir Bobby Madden. Flautað verður til leiks klukkan 16 að íslenskum tíma. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. - ktd Selja sig dýrt gegn FH-ingum FÓTBOLTI Íslandsmeistarar FH mæta Austria Vín í kvöld í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu, en leikurinn fer fram í Vín. „Það er búið að ræða mikið um fjárhagslega hlið þessara leikja og afgreiða það mál innan hópsins,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Menn einbeita sér bara að fótboltanum og engu öðru, en svona hlutir geta auðvitað truflað einbeit- ingu leikmanna og við urðum að bregðast við.“ FH tryggir sér rúmlega 500 milljónir íslenskra króna ef liðið slær Austria Vín út úr Meistaradeildinni. „Hér eru allar aðstæður til fyrir- myndar. Völlurinn er frábær sem og hótelið sem við erum á en hitinn er reyndar töluvert mikill og verður von- andi minni þegar leikurinn fer fram. Við ætlum að liggja til baka og beita skyndisóknum. Þetta er gríðarlega sterkt lið og við þurfum að eiga tvo óaðfinnanlega leiki til að eiga möguleika.“ Austria Vín tapaði 5-1 fyrir Salzburg í austurrísku deildinni um helgina. „Þeir hafa eflaust hvílt nokkra leik- menn um helgina.“ - sáp Við höfum afgreitt allt tal um peninga EVRÓPUÆVINTÝRI FH leikur fyrri leikinn við Austria Vín í kvöld. MYND/STEFÁN SPORT FÓTBOLTI „Það er mikilvægt fyrir okkur að ná í stig. Það væri slæmt að tapa leiknum því þá myndum við hleypa ÍBV inn í mótið,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar. Toppliðið úr Garðabæ sækir ÍBV heim í 10. umferð Pepsi-deildar kvenna. „Við þurfum að stöðva Shaneku Gor- don og Vesnu (Smiljkovic). Öll lið hugsa það. Ef við stoppum þeirra sterku sóknarmenn eigum við alltaf möguleika,“ segir Þorlákur, sem endurheimtir Hörpu Þorsteinsdóttur, markahæsta leik- mann deildarinnar, úr leikbanni. „Það vita allir að við höfum gríðarlegt magn af góðum varnarmönnum og miðju- mönnum en ekki marga fram á við,“ segir Þorlákur. Eyjakonur sakna Bryndísar Jóhannesdóttur, markahæsta leikmanns síns í efstu deild frá upphafi, en Bryndís tekur út leik- bann. Leikurinn hefst klukkan 18 og er í beinni á Stöð 2 Sport og Vísi. - ktd Þurfum að stöðva Shaneku og Vesnu Árgerð 2009, 211 hestafla bensínvél, sjálf- skiptur, fjórhjóladrifinn, ekinn 84 þús. km. Aksturstölva, Xenon aðalljós, leðuráklæði, loftkæling, álfelgur, hiti í sætum, hraðastillir, þjófavörn, dráttarbeisli o.fl. Gæða- bíll ASKJA NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is Opið virka daga kl. 10-18 Tilboðsverð 5.890.000 kr. *M.v. 3.500.000 innborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti og bílasamning ERGO í 60 mánuði. 9,7% óverðtryggðir vextir. Árleg hlutfallstala kostnaðar 12,2%. Afborgun 52.900 kr.* AUDI Q5 QUATTRO Verð 6.290.000 kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.