Fréttablaðið - 30.07.2013, Page 46
30. júlí 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 30
„Ég drekk mest af vatni, en
engiferölið frá Himnesku er líka í
uppáhaldi.“
Katla Ásgeirsdóttir plötusnúður.
DRYKKURINN
Þegar blaðamann bar að garði á Erps stöðum
var einkar líflegt um að litast, en fyrir utan
var rúta full af ferðamönnum sem fóru klyfj-
aðir vörum frá býlinu. „Ég held að það hafi
komið hérna um það bil fimmtán þúsund
manns í fyrra, yfir sumartímann, þannig að
þetta er hellings traffík,“ segir Helga Guð-
mundsdóttir bóndi. „Meira að segja kýrnar
eru orðnar vanar heimsóknunum því á vet-
urna tökum við líka á móti skólafólki.“ Ábú-
endur á Erpsstöðum eru hjónin Þorgrímur
Einar Guðbjartsson, frá Kvennahóli á Fells-
strönd í Dalasýslu og Helga Elínborg Guð-
mundsdóttir, frá Kvennabrekku í Miðdölum í
Dalasýslu. Þau eiga fimm börn, sem öll taka
virkan þátt í búskapnum. „Við erum hér með
60 mjólkurkýr í lausagöngufjósi, en svo erum
við líka með hænur, kindur, hesta, kanínur,
naggrísi og svín, svo eitthvað sé nefnt,“ segir
Helga.
Á Erpsstöðum er einnig rekið rjómabú þar
sem þau hjónin framleiða lífrænt ræktaðan ís,
osta og skyrkonfekt, sem var þróað og hann-
að í samvinnu við námskeið á vegum Lista-
háskóla Íslands og hefur vakið mikla lukku.
„Grapevine gaf okkur og skyrkonfektinu
verðlaun í fyrra fyrir vöru ársins, og varan
var svo kynnt á HönnunarMars í fyrra,“ segir
Helga og bætir við: „Þetta gengur ágætlega
hjá okkur.“ olof@frettabladid.is
Gestrisinn bóndi á Erpsstöðum í Dölum
Helga Guðmundsdóttir er bóndi á Erpsstöðum í Dölum og rekur þar kúabú ásamt eiginmanni sínum.
SVEITASÆLA
Helga Guð-
mundsdóttir
bóndi ásamt
dóttur sinni
Hólmfríði
Tönju og
svínunum sem
eru nýjustu
meðlimir fjöl-
skyldunnar á
Erpsstöðum.
MYND/ÓLÖF
„Það er mikil spenna í gangi og
ég er alveg haugstressaður,“ segir
leikstjórinn Baltasar Kormák-
ur, sem staddur er í New York við
frumsýningu nýjustu kvikmyndar
sinnar 2 Guns. Myndin skartar
stórleikurunum Denzel Washing-
ton og Mark Wahlberg í aðalhlut-
verkum, en Wahlberg fór einn-
ig með hlutverk í Contraband
sem Baltasar leikstýrði í fyrra.
Blaðamaður náði tali af leikstjór-
anum fyrir frumsýninguna í gær
en þá hafði hann lokið við fjöldann
allan af viðtölum ásamt aðalleikur-
um myndarinnar.
„Þetta er búið að vera algjört
maraþon í dag. Pressan verður auð-
vitað alltaf meiri og meiri með þess-
um stóru verkefnum og það er búið
að veggfóðra borgina með plaköt-
um og öðru.“ Spurður að því hvern-
ig það sé að vinna með reynslubolt-
um eins og Denzel Washington og
Mark Wahlberg segir Baltasar
það hafa verið skemmtilegt
en krefjandi. „Denzel er ekk-
ert lamb að leika sér við en á
móti kemur að hann er alveg
frábær leikari. Mark þekki
ég orðið vel og við erum
orðnir góðir vinir svo það er
aðeins auðveldara og þægi-
legra, bara eins og þegar
ég vinn með íslensk-
u m v i n u m
mínum.“
Frumsýning-
in fór fram
í New York
þa r sem
aðalleikar-
arnir eru
b á ð i r í
verkefn-
um á aust-
urströnd-
inni.
Baltas-
ar bauð
allri
fjölskyldunni með sér út
og var tilhlökkun-
in mikil. „Hér
erum við öll, það
þarf rútur til að
flytja okkur á
milli. Ég ákvað
að taka alla
krakkana með en
þetta er fyrsta stóra
frumsýningin
erlend-
is sem þau fá að upplifa og
þau eru rosalega spennt.“
Baltasar hefur í nógu að snú-
ast en fram undan eru tökur
á næstu stórmynd, Everest,
og hefst undirbúningur fyrir
hana í ágúst. Margir þekkt-
ir leikarar hafa verið orð-
aðir við myndina, nú síðast
þeir Josh Brolin, Jake Gyl-
lenhaal, John Hawkes og Jason
Clark. Samningaviðræður
við leikarana eru í
gangi um þessar
mundir. „Það er
ekki búið að stað-
festa þetta alveg
en þetta er á síð-
ustu metrunum.
Tökurnar eiga
svo að hefjast í lok
október en þetta er
að sjálfsögðu allt-
af háð breytingum.
Þetta lítur hins vegar
mjög vel út,“ sagði leik-
stjórinn að lokum.
kristjana@frettabladid.is
Segir Denzel ekkert
lamb að leika sér við
Baltasar Kormákur var viðstaddur frumsýningu nýjustu myndar sinnar, 2 Guns, í
New York í gær. Leikstjórinn bauð allri fj ölskyldunni með sér á rauða dregilinn.
Mark þekki
ég orðið vel og við
erum orðnir góðir
vinir svo það er aðeins
auðveldara og þægi-
legra, bara eins og
þegar ég vinn með
íslenskum vinum
mínum.
SPENNTUR EN STRESSAÐUR Balt-
asar Kormákur frumsýndi stórmynd-
ina 2 Guns í gærkvöld en myndin
skartar þeim Denzel Washington og
Mark Wahlberg í aðalhlutverkum.
GETTY/NORDICPHOTOS
í sundlaugum Kópavogs
Njóttu lífsins
kopavogur.is
Sund er dásamleg líkamsrækt, hvort sem þú vilt ná
þér í holla hreyfingu, slökun og vellíðan í þægilegu
umhverfi eða bara busla og skemmta þér!
Sundlaug Kópavogs og Sundlaugin Versölum bjóða
frábæra aðstöðu, vatnsrennibrautir og heita potta.
Komdu í sund!
IP
A
R\
TB
PI
PA
R\
T
W
A
W
A
•
SÍ
A
SÍ S
Í
•
13
19
0
2
9
0
2
31
9
0
2
1
31
9
13
19
13
19
13
19
13
19
13
191
Opið:
virka daga: 06.30–22.00
um helgar: 08.00–20.00
Sundlaug Kópavogs
Borgarholtsbraut 17–19
Sími 570 0470
Sundlaugin Versölum
Versölum 3
Sími 570 0480
lÍs en ku
ALPARNIR
s
Trekking
(Petrol og Khaki)
Kuldaþol -20
Fyrir líkamsstærð 190 eða 175cm
Þyngd 190/1 70, kg o g 17 5/1,65 kg
Verð kr. 13.995,-
Tjaldasalur - verið velkomin
Kúlutjöld - fjölskyldutjöld - göngu
tjöld
Savana Junior
(blár og rauður)
Kuldaþol -15°C
Fyrir líkamsstærð 150 cm
Þyngd 0,95 kg
VERÐ 11.995,-
Savana
(blár)
Kuldaþol -15°C
Fyrir líkamsstærð 195cm
Þyngd 1,45 kg
Verð kr. 13.995,-
Micra
(grænn og blár)
Kuldaþol -14°C
Fyrir líkamsstærð 195 eða 185cm
Þyngd 195/1,0 kg og 185/0,95 kg
Verð kr. 16.995,-
Stakir stólar
kr. 5.995.-
Stök borð
kr. 5.995.-
FAXAFENI 8, 108 REYKJAVÍK SÍMI 534 2727 L A PARNIR@ALPARNIR.IS WWW.ALPARNIR.IS
15.000 til 20.000 kr.
afsláttur af hústjöldum + kaupauki borð og stólar í setti að verðmæti 19.995 fylgja með.
FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ
Save the Children á Íslandi
„Elvis lifir, ég trúi því. Þess vegna
segi ég að uppákoman verði dag-
inn sem hann fór en ekki á dánar-
degi hans,“ segir Jósef Ólason,
formaður aðdáendaklúbbs Elvis
Presley sem stendur fyrir minn-
ingarsamkomu honum til heiðurs
þann 16. ágúst næstkomandi.
Að sögn Jósefs eru um 2.000
manns skráðir á Facebook-síðu
aðdáendaklúbbsins en heildar-
fjöldi meðlima er allt að fjög-
ur þúsund manns. „Það er mikill
fjöldi skráður í klúbbinn enda allir
velkomnir. Eina krafan er að hafa
áhuga á Elvis og kunna að meta
hann og tónlistina hans.“
Samkoman verður haldin í Hvíta
riddaranum í Mosfellsbæ og hvet-
ur Jósef alla Elvis-aðdáendur
landsins til að mæta. „Við viljum
sjá sem flesta og það væri gaman
ef fólk mætti í búningi eða með
greiðslu í hans anda eða eitthvað
slíkt. Það er þó engin sérstök krafa
um klæðnað, fólk mætir bara eins
og það vill. Það er númer eitt, tvö
og þrjú að koma saman og minnast
kóngsins.“
Sjálfur mun Jósef stíga á svið í
fullum Elvis-skrúða og taka nokk-
ur lög en einnig verða sýnd mynd-
bönd af skjávarpa af tónleikum
kóngsins. „Það verður líka opinn
hljóðnemi fyrir þá sem hafa áhuga
á að vera með atriði en kynnir
kvöldsins, Magnús Korntop, er
einnig mikill Elvis-aðdáandi og
mun halda uppi góðri stemningu.“
- hó
Minnast kóngsins á dánardaginn
Aðdáendaklúbbur Elvis Presley stendur fyrir samkomu til heiðurs kónginum.
KÓNGURINN Jósef „Elvis“ Ólason er
formaður aðdáendaklúbbs Elvis Presley
á íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN