Alþýðublaðið - 26.11.1919, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.11.1919, Blaðsíða 2
2 geröar bústaðarins. En ebki er ólíklegt, að fá mætti ýmsa sjóði, sem nú eru til í skólunum, og eitthvað af miljóninni sælu, til þess að létta undir með ríkinu. Engum getur dulist, að þetta er alvörumál og nauðsynjamál. Verði ekki undinn bráður bugur að þessu, má búast við því, að allir, sem ekki eru því betur efnum búnir og heima eiga utan Reykjavíkur, verði að hætta námi í miðjum kliðum, eða leggja aldrei út á þá braut. Þá 'yrði éf til vill fullnægt þeim skammsýnu grútarsálum, sem heizt vildu að engir gengju mentaveginn, aðrir en þeir, sem efni hafa, og ekki fleiri en það, að synir þeirra megi óáreittir af sór fremri, en fátækari mönnum, komast í embættisstöð- ur. Þeir menn geta ekki, eða öllu heldur vilja ekki skilja það, að því fleiri skólagengnir menn, sem til eru í landinu, þess meira hefir ríkið úr að velja, er það vantar þjóna. Og ungir menn gera ekki annað þarfara með æsku sína, en að kynnast mönnum og málefn- um, en það gera þeir bezt í skólum. Mál þetta fel eg svo forsjá góðra manna, og vona að hugsandi menn sbólafélaganna taki það til athugunar hið bráðasta og grafist fyrir hugi skólabræðra sinna. Því verði námsfólk einhuga um fram- gang málsins, er enginn vafi á því, að hið opinbera getur ekki staðið sig við að daufheyrast við þessu nauðsynjamáli. Börnin. Það verður aldrei ofsögum sagt af því, hve aumleg húsakynni eru, sem margur fátæklingur verður við að búa í þessari borg. Kjallara- holurnar eru það sem verst er loftið í, í þeim er afskaplegt sagga og fúaloft, ofan á þau óheilindi, sem orsakast af þrengslum í þess- um holum. Fjöldi barna verður að lifa öll barnsár sín í þessum vistar- verum, og ef hlítt er lögum og reglum sem settar eru, þá mega börnin aldrei koma út fyrir dyr, aldrei skríða upp úr holum sínum, hvorki vetur né sumar, því í Lög- alÞýðublaðið reglusamþyktinni er börnum bann- að að haldast við á almannafæri, og þegar börnin ekki mega vera á almannafæri, mega þau hvergi vera. Því að undanskyldu almenna- færi er hér ekkert land, nema tún og garðar einstakra manna, sem ekki kæra sig um að annara börn séu að leikjum á eignum sínum, sem ekki er heldur von. Ástandið er svona, því verður ekki móti mælt, og úr þessu verður eitthvað að ráða það er líka víst. En hve- nær verður það gert, ef aldrei er reynt að byrja á einhverju, sem bætt geti. Við erum ekki svo miklir framskónarmenn, Reykvík- ingar, í menningarlegu tilliti, að úr öllum meinum verði bætt í einu, en að byrja á því sem næst liggur, er ekki óhugsandi að megi reyna. Liggur okkur þá nokkuð nær en að koma í veg fyrir að uppvagsandi kynslóðin úrkynjist og eyðileggist, koma í veg fyrir að börnin deygi eða verði aumingjar? Úr húsnæðinu verður ekki bætt svo, að um muni, fyrst um sinn. En úr því mætti bæta, að börnin gætu ekki átt kost á að koma undir bert loft, án þess að vera sér þess meðvitandi, að þau væru að brjóta lög eða í óleyíi að troða á eign- um annara. Mér hefir dottið í hug að bærinn ætti að taka í sínar hendur, auðvitað gegn endurgjaldi, eitt eða tvö tún hér í bænum til þess að börn og unglingar gætu hafst þar við á vetrum, og út- búa þessi tún svo, að þar gætu farið fram leikir fyrir börn og unglinga. Bærinn á jarðir i grendinni og mætti þar setja á stofn sumar- bústaði. Bústaðir held eg væri einkar hentugur staður og mætti þá senda börnin þangað úr kjall- araholunum og lofa þeim að anda að sér heilnæmu lofti um sumar- tímann. Þetta mundi kosta tölu- vert fé, en hvað kostar að eyði- leggja andlegt og líkamlegt at- gervi fjölda barna, hefir íslenska Jjjóðin ráð á því? Eg segi að andlegri og líkamlegri heilsu þess- ara barna sé hætta búin og efar víst enginn að svo sé, en áhrifin sem ástandið, eins og það er, hefir á siðferðislífið, hafa máske ekki nægilega margir athugab. Eg bý nálægt túni, sem er ein- staklings eign, það er hentugt til leika, enda oft leikið þar knatt- Oliaofnar eru „lakkeraðir* og gerðir sem nýir. Gert við lampa og lampagrindur á Laugaveg 27. spyrna. Haust og vor ergertmest að þessu. Unglingarnir eru sór þess meðvitandi, að þeir hafa ekki leyfi til að leika sér þarna og hafa oft verði til að gæta að eig- anda, hlaupa oft frá hálfnuðum leik og flýja, ef sést til einhvers, sem líkindi eru til, að hafi rétt til að reka úr túninu. Leikurinn sjálfsagði og saklausi er orðinn í huga unglinganna að glæp, sem þeir verða að komast hjá að bera ábyrgðina á. Sleðaferðir á götum eru bann- aðar, en þegar færi er, eru allar götur fullar af sleðum — börnin vita, að þau mega þetta ekki og forðast eftir föngum að verða á vegi lögreglunnar. Getur hugsast að nokkurt bæjarfélag hafi betri skóla til að gera borgaraefni sín að lögbrjótum og glæpamönnum. Auðvaidsbiöðin hafa oft hrópað hátt um ónæði eg hættur, sero stafa af sleðaferðum unglinga um götur, og heimtað þær harðlega bannaðar og krafist þess af lög- reglunni, að hún næði í alla söku- dólgana, ræki börn inn og sekt- aði foreldrana. Þetta væri nú gott eg blessað, ef þeir háu herrar sem að þessum blöðum standa, legðu svo mikib fé í bæjarsjóð eða stæðu ekki á móti því, að bæjarsjóður aflaði sér tekna með þátttöku í arðvænlegum fyrirtækj- um — svo að hægt væri að vísa unglingum á staði, sem þærgætu notið æskufjörsins. Hvað kröfum til lögreglunnar viðvíkur, þá ættu þeir ekki ab standa á móti þvi, að lögreglu- þjónar væru nægilega margir og. sæmilega launaðir. Eg treysti því, að bæjarstjórnia taki þetta alvarlega mál til ræki- legra yfirvegunar og framkvæmda hið allra bráðasta. Nói. Aths.: I lögreglusamþyktinni er ekki lagt, skilyrðislaust bann við ieikjum og sleðaferðum á ölluöi götum, heldur að eins á þeiro götum, sem lögreglustjóri ákveður..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.