Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.09.2013, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 30.09.2013, Qupperneq 2
30. september 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 ÞRÓUNARSAMVINNA Þegar Haile Kebede kom frá Eþíópíu til Íslands árið 2002 til að taka þátt í nám- skeiði í Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna átti hann ekki von að því að hann myndi snúa hingað aftur til þess að setjast hér að. „Ég er með BS-próf í rafmagnsverkfræði og kom hingað á vegum orkufyrir- tækis sem ég starfaði hjá í höfuð- borg Eþíópíu, Addis Ababa. Það var mjög dýrmætt að fá að taka þátt í námskeiðinu. Eþíópía býr yfir miklum möguleikum á nýt- ingu jarðhita og það var fróð- legt að kynnast þessum málum á Íslandi.“ Haile sneri heim og miðlaði af þekkingu sinni en sneri aftur til Íslands 2003 þar sem örlögin höfðu gripið í taumana. Hér hafði hann nefnilega kynnst Tsgie Yirga. „Við sáumst fyrst í strætó og köstuð- um kveðju hvort á annað þar sem við sáum að við vorum bæði frá Eþíópíu. Það er hægt að sjá slíkt á andlitsfallinu,“ útskýra þau. Það var svo í boði hjá íslenskri konu, sem dvalið hafði lang dvölum í Eþíópíu, sem þau Haile sáust aftur og komust að því að þau hefðu bæði búið og starfað í Addis Ababa, ekki langt frá hvort öðru. Tsgie hafði komið til Íslands árið 2000 og starfað hér sem au pair í sex mánuði. „Ég vann við matreiðslu í norska skólanum í Addis Ababa og frétti af Íslandi og möguleikunum hér hjá trúboðum. Mér leist strax mjög vel á íslenskt samfélag og ákvað að reyna að fá vinnu hér að loknu au pair-starf- inu. Ég fékk fljótlega starf við ræstingar í Mennta skólanum í Hamrahlíð og vinn þar enn. Ég elda líka eþíópískan mat fyrir hópa og fyrir afmæli. Mig langar til þess að komast í kokkaskóla en ég var búin að ljúka framhalds- skólanámi heima í Eþíópíu.“ Haile, sem sneri aftur til Íslands til þess að kvænast konunni frá Eþíópíu sem hann hafði kynnst hér, starfar nú við viðgerðir á kaffivél- um. „Auðvitað langar mig til þess að starfa við mitt fag hér og von- andi tekst það. En vissulega langar mig líka til þess að nýta þekkingu mína í Eþíópíu,“ segir hann. Það var meðal annars vegna skólagöngu barnanna sem fjöl- skyldan ákvað að setjast að á Íslandi. „Við eigum tvö börn, Jóhönnu, sem er 9 ára, og Jónat- an, sem er 7 ára. Þau eiga marga vini hér og vilja vera áfram í skól- anum sínum á Íslandi. Við verðum þess vegna hér, að minnsta kosti í nokkur ár. Við viljum að þau fái góða menntun,“ segja þau Haile og Tsgie. Hún tekur sérstaklega fram að þau eigi góða að á Íslandi. „Hér hafa íslenskar fjölskyldur opnað heimili sín fyrir okkur. Það er gott að hafa bakhjarl hér þegar ætt- ingjarnir eru langt í burtu.“ ibs@frettabladid.is TÆKIFÆRI Á ÍSLANDI Tsgie og Haile, sem eru frá Eþíópu, vilja að börnin þeirra fái góða menntun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þróunarsamvinna ber ávöxt. Þetta er yfirheiti kynningarátaks frjálsra félaga- samtaka á Íslandi, sem starfa að alþjóðlegri þróunarsamvinnu, og Þróunar- samvinnustofnunar Íslands. Markmiðið með kynningarátakinu er að auka skilning og þekkingu al- mennings á málefnum þróunarlanda og vekja Íslendinga betur til vitundar um samfélagslegar og siðferðilegar skyldur þjóðarinnar í baráttunni gegn fátækt, vannæringu og ójöfnuði í heiminum. Átak um gildi þróunarsamvinnu Addis Ababa ➜ Eþíópía ÍBÚAFJÖLDINN ER NÁLÆGT 90 MILLJÓNUM. GRIKKLAND, AP Kveikt var á Ólympíueldinum við hátíðlega athöfn í hinni fornu Ólympíu á Grikklandi í gær. Að því búnu var lagt af stað með Ólympíukyndilinn, sem verður kominn til Sotsjí í Rússlandi í tæka tíð fyrir Vetrarólympíuleikana hinn 7. febrúar á næsta ári. Ólympíukyndillinn á síðan eftir að gera víðreist næstu mánuðina, meðal annars verður flogið með hann í loftbelg, hann fluttur á hunda- sleða og svo verður siglt með hann í kjarnorkukafbát. Hinn 7. nóvember verður svo flogið með hann út í geiminn. „Þetta er upphafið að sögulegu ferðalagi Ólympíukyndilsins, ferðalagi sem mun breyta Rússlandi til frambúðar,“ sagði Dmitrí Tsjernísjenkó, aðalskipuleggjandi vetrarólympíuleikanna í Sotsjí á næsta ári. - gb Ólympíueldurinn kveiktur í Ólympíu á Grikklandi: Eldurinn farinn af stað til Sotsjí Eru þetta tómir kálhausar í Kópavogi, Sigvaldi? „Nei, það held ég einmitt að sé vandamálið, það vantar fleiri kálhausa.“ ELDURINN KVEIKTUR Ólympíukyndillinn á eftir að gera víðreist áður en hann kemur til Sotsjí. NORDICPHOTOS/AFP LEIT Tveir vinir Bandaríkjamanns- ins Nathan Foley-Mendelssohn eru komnir til landsins frá Bandaríkjun- um. Annar kom á laugardagsmorg- un og hinn í gærmorgun. Þegar leit hófst að Foley-Mendelssohn hafði ekkert heyrst frá honum í tæpar þrjár vikur. Ættingjar og vinir mannsins settu sig í samband við lögreglu hér á landi seinni partinn á föstudag- inn þar sem þau voru farin að ótt- ast um hann enda langt síðan þau heyrðu frá honum. Lögreglan hóf strax að grennslast fyrir um hann. Aðfaranótt laugardags var ljóst að hann hafði ekki farið frá landinu, ekki skilað bílaleigubíl sem hann hafði ætlað að skila 13. september og ekki notað kreditkortið sitt frá 9. september. Foley-Mendelssohn, sem er 34 ára, kom hingað til lands 30. ágúst. Síðast er vitað um ferðir hans í Landmannalaugum 10. septem- ber. Hann ætlaði að ganga yfir í Þórsmörk og þaðan yfir í Skóga á þremur dögum. Hann ætlaði að gista fyrstu nóttina á leið sinni yfir Lauga veginn í Álftavatni en hann kom aldrei þangað. Leitin fer því að mestu fram á svæðinu milli Land- mannalauga og Álftavatns. Frá Íslandi ætlaði Foley- Mendelssohn að fara til Barcelona. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvenær hann ætlaði frá Íslandi. Lögreglan á Hvolsvelli er í sam- bandi við vini hans sem staddir eru hér á landi og ættingja mannsins í Bandaríkjunum sem leigði þyrlu til að aðstoða við leitina. - hrs Leitin að Nathan Foley-Mendelssohn fer að mestu fram milli Landmannalauga og Álftavatns: Vinafólk týnda mannsins til landsins NÍGERÍA, AP Tugir námsmanna voru myrtir á stúdenta görðum við landbúnaðarháskóla í Nígeríu. Einnig var kveikt í skólastofum. Það eru herskáir íslamistar sem taldir eru hafa gert þessa árás í bænum Potiskum í fyrri- nótt. Árásarmennirnir óku inn á skólalóðina á vélhjólum og tveimur bifreiðum, sumir klæddir í felubúninga frá hern- um. Flestir hinna myrtu voru múslimar. Þeir sem komust undan flúðu út í skóg. - gb Íslamistar réðust á skóla: Myrtu tugi námsmanna KRABBAMEIN Vísindamenn í Bret- landi eru bjartsýnir á að ný til- raunalyf muni lækna sjúklinga með sortuæxli. Læknar segja sjúklinga hafa sýnt ótrúlegan bata eftir að hafa prófað lyfin. Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn komast jafn nærri lækningu á sortuæxlum sem hafa dreift sér um líkamann. Yfirhúðlæknir hjá krabbameins rannsóknarfélagi í Bretlandi segir þetta tímamót í krabbameinsmeðferðum þar sem ónæmiskerfi mannsins er notað og virka nýju lyfin þannig að varnir líkamans ráðast gegn æxl- inu. - ka Ný krabbameinslyf: Eiga að lækna sortuæxli VERSLUN Heilbrigðisnefnd Hafnar- fjarðar og Kópavogs íhugar að veita verslunni Kosti áminningu og stöðva reksturinn vegna „van- merktrar matvöru“. Í eftirliti 2. ágúst 2013 í Kosti eru sögð hafa komið fram „alvar- leg brot“ á reglugerðum um merk- ingu matvæla, merkingu næringar- gildis matvæla og um aukefni í matvælum varðandi viðbótarupp- lýsingar um litarefni. Verslun er sögð enn ekki kynnt úrbótaáætlun. Heilbrigðisnefnd muni því án frek- ari viðvarana beita ákvæðum um áminningar og stöðvun starfsemi. Lögmaður Kosts óskar eftir rök- stuðningi vegna málsins. - gar Heilbrigðiseftirlitið segir alvarleg brot á reglum um merkingar í Kosti: Íhuga að loka fyrir reksturinn KOSTUR Matvara er vanmerkt segir heil- brigðis- eftirlitið. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON ÓFUNDINN Mendelssohns hefur verið saknað frá 10. september. SPURNING DAGSINS Hjón frá Eþíópu sáust fyrst í strætó á Íslandi Haile Kebede kom til Íslands til þess að afla sér sérfræðiþekkingar í jarðhita- fræðum svo hann gæti miðlað af þekkingu sinni heima í Eþíópíu. Tsgie Yirga frétti af Íslandi hjá trúboðum. Þau kynntust hér og settust hér að barna sinna vegna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.