Fréttablaðið - 30.09.2013, Page 35

Fréttablaðið - 30.09.2013, Page 35
UPPLEVA er sjónvarp og hljóðkerfi og að viðbættu húsgagninu færðu heildar- lausn sem stjórnað er með einni fjarstýringu,“ útskýrir Þórir Tello, sérfræðingur IKEA í UPPLEVA- vörum. „UPPLEVA er draumur allra sem vilja losna við snúrur því þær eru faldar í þar til gerðum festing- um og bassaboxið er þráðlaust.“ Þórir segir hugmyndafræði UPPLEVA vera þá að sjónvarp og hljóðkerfi heimilisins séu hluti af húsgögnum þess. „Festingar UPPLEVA passa með BESTÅ- og HEMNES-vöru- línunum og hægt að raða við þær skápum í ótal útfærslum. Þá eru sjónvarpsbekkirnir með þar til gerðum hólfum sem geyma UPP- LEVA-hljómtækin, sem einnig eru innfelld,“ upplýsir Þórir. IKEA veitir fimm ára ábyrgð á UPPLEVA-sjónvarps- og hljóm- tækjum. „UPPLEVA-sjónvörp og -hljóð- kerfi eru sérsniðin að húsgögn- um IKEA en fást einnig ein og sér. Sjónvörpin eru LED-tæki í fullri háskerpu og fást í fjórum stærð- um: 24, 32, 40 og 46 tommu. Þá eru þau öll, utan minnsta tækis- ins, snjallsjónvörp sem veita að- gang að netinu svo hægt sé að nota gagnvirka þjónustu og spila beint yfir á skjáinn úr tölvu eða snjallsíma,“ útskýrir Þórir. Þá eru hljómtæki UPPLEVA með innbyggðum Blu-Ray-, DVD- og tónlistarspilara, þráðlausu bassaboxi og magnara með inn- byggðu útvarpi. UPPLEVA markar tímamót fyrir IKEA sem hefur hingað til einbeitt sér að húsbúnaðarframleiðslu. Raftækin eru sér framleidd fyrir IKEA og skjámyndir og viðmót sérstaklega hönnuð fyrir fyrir- tækið. „UPPLEVA-notendaviðmótið er f ljótvirkt og einfalt með skýr- um táknum og einföldum boð- leiðum sem krefjast færri smella til að finna það sem leitað er að,“ segir Þórir. Með UPPLEVA býðst Íslending- um sú nýjung að velja úr hvítum eða svörtum sjónvarpstækjum og hljóðkerfum. „Við seljum mun meira af hvít- um tækjum sem óneitanlega er léttara yfir. Verðið er líka gott og IKEA er vel samkeppnishæft þegar kemur að verði, þjónustu og gæðum á raftækjamarkaði,“ segir Þórir. Upplifðu þægindaheim UPPLEVA Snemmsumars tefldi IKEA fram sjónvarpshirslum með innfelldu UPPLEVA-sjónvarpi og hljóðkerfi. Með UPPLEVA rætist draumur þeirra sem aðhyllast fegurð og þægindi því snúruflækjur heyra sögunni til og hágæða sjónvarps- og hljómtækjum er stjórnað með einni fjarstýringu. Viðmót UPPLEVA er fljótvirkt og einfalt og öllu er stjórnað með einni fjarstýringu. UPPLEVA-sjónvörp og hljóðkerfi eru sérsniðin húsgögnum IKEA og passa með BESTÅ- og HEMNES-vörulínunum. Sérfræðingar IKEA í UPPLEVA eru Eyþór Bjarnason, Áslaug Þóra Jóns- dóttir og Þórir Tello. MYND/GVA KYNNING − AUGLÝSING Sjónvörp30. SEPTEMBER 2013 MÁNUDAGUR 3 Tíu góðar ástæður til að hrífast! ■ 1. LED og full háskerpa (1080P). Betri myndgæði og minni orkunotkun. ■ 2. 2.1-hljóðkerfi með Blu-Ray-/DVD-/tón- listarspilara. ■ 3. Snjallsjónvarp. Hægt að streyma tónlist og kvikmyndum beint úr sjónvarpinu. ■ 4. WiFi-þráðlaust samband á milli raf- tækja og sjónvarps. ■ 5. USB-minnislykill. Þú getur tekið upp, spólað til baka eða sett á pásu meðan þú horfir á uppáhaldssjónvarpsþáttinn. ■ 6. Innbyggð snúrustjórnun. Falleg grind sem heldur snúrunum saman og felur þær. ■ 7. Samþætt útlit. Tilbúnar lausnir og sjón- varpsfestingar sem smellt er á sinn stað. ■ 8. Ein fjarstýring. Öllu stjórnað með einni fjarstýringu. ■ 9. Mikil gæði og afbragðs þjónusta. ■ 10. Fimm ára ábyrgð innifalin. UPPLEVA markar tímamót fyrir IKEA, sem hefur hingað til einbeitt sér að húsbúnaðarframleiðslu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.