Fréttablaðið - 30.09.2013, Side 37

Fréttablaðið - 30.09.2013, Side 37
KYNNING − AUGLÝSING Sjónvörp30. SEPTEMBER 2013 MÁNUDAGUR 5 Þetta hefur verið ótrúlega viðburðaríkt ár hjá okkur í Vodafone. Við höfum verið að að bæta við vöruframboð okkar og aðgengi á öllum vígstöðvum það sem af er ári. Fyrr á árinu háskerpuvæddum við Leiguna okkar og bættum verulega við vöruframboð- ið, tugir nýrra sjónvarpsstöðva komu í dreif- ingu, samhliða því að hefja Ljósnetsvæðingu sjónvarpsins okkar. Nú í lok sumars fór svo Tímaflakkið í loftið og hafa viðtökurnar verið framar björtustu vonum,“ segir Jens Sigurðs- son, vörustjóri sjónvarps hjá Vodafone. Þú stjórnar sjónvarpinu Tímaflakkið er algjör bylting fyrir sjónvarps- áhorfendur. Nú er hægt að endurræsa dag- skrárlið og horfa frá byrjun allt að sólar- hring aftur í tímann. Þetta er hægt að gera hvort heldur sem atburðurinn er enn í út- sendingu eða liðinn. „Ég er sjálfur með þrjú börn á heimilinu og við hjónin erum mjög oft í þeirri stöðu að þegar börnin eru komin í ró eru þeir dagskrárliðir sem okkur langar að horfa á ýmist nýhafnir eða búnir í sýningu. Áður þurfti að bíða eftir að þátturinn kæmi inn í frelsið til að horfa á hann, sem gat tekið nokkrar klukkustundir. Núna getum við ein- faldlega horft á þáttinn þegar við höfum tíma og ýtt á pásu ef okkur langar að poppa eða stíga upp úr sófanum af öðrum ástæðum.“ Láttu viðmótið minna þig á atburði „Við höfum líka bætt við áminningarnar okkar, þannig að nú getur þú látið við mótið minna þig á dagskrárliði, einu sinni, daglega eða vikulega og þannig missir þú aldrei af uppáhaldsefninu þínu. Ef þú missir af því þá bara Tímaflakkar þú því,“ segir Jens. Leigan í örum vexti Leiga Vodafone hefur tekið stórt stökk á þessu ári en þar geta notendur leigt sér þúsund- ir kvikmynda og sjónvarpsþátta í sófanum heima. Notkun á þessari þjónustu hefur vaxið gífurlega á síðustu árum að sögn Jens. „Á sama höfum við verið að auka við vörufram- boðið jafnt og þétt og hefur það nærri tvöfald- ast á síðasta ári. Nú erum við með samninga við öll stærstu kvikmyndaver í heimi sem og innlenda rétthafa á efni sem telur nú rúmlega 4.000 titla,“ segir Jens og bendir á að Leigan hafi tekið enn eitt stökkið fyrr á árinu þegar nýjar stórmyndir fóru að koma í háskerpu. Áhyggjulausir foreldrar Foreldrar geta skilgreint út frá aldurs- takmörkunum hvers konar efni má leigja. „Við erum mjög hreykin af því sem hefur áunnist á síðasta ári og sem foreldri er ég sérstaklega stoltur af þeim öryggis- og aðgengismálum sem við höfum innleitt,“ segir Jens en hægt er að verja allt efni með PIN-númeri og vera áhyggjulaus gagnvart notkun barnanna. Dreifing og útbreiðsla stóreykst Sjónvarpskerfi Vodafone er í örum vexti bæði í landi og lofti. „Við hófum útbreiðslu Ljósnets Vodafone nú í vor en með ljósnets tengingu færðu meiri hraða en með hefðbundinni net- tengingu. Því getum við boðið fleirum upp á sjónvarpið okkar í háskerpu og fleiri mynd- lykla. Það er þó ekki eina breytingin því Vodafone og Skjárinn gerðu með sér samning fyrr á árinu sem tryggir allt stöðva framboð þeirra á okkar kerfum. Viðskiptavinir Voda- fone geta nú náð öllum þeim stöðvum sem eru í dreifingu hér á landi.“ Í vor undirrituðu Vodafone og RÚV samn- ing um uppbyggingu nýs dreifikerfis í lofti sem mun ná til 99,8% landsmanna og allra helstu sumarhúsasvæða. „Við munum á næstu 18 mánuðum byggja upp Digital Ís- land-dreifikerfið okkar í lofti og veita stafrænt sjónvarp á ný svæði og auka stöðvaframboðið víðs vegar um landið,“ segir Jens. Þarf ekki að slást um fjarstýringuna Með auknum nethraða er hægt að bjóða upp á fleiri myndlykla á hvert heimili. „Við bjóðum frá tveimur til sjö myndlykla á heimili en það fer eftir nettengingu heimilisins. Einn- ig höfum við boðið internetviðskiptavinum okkar Digital Ísland-myndlykil án endur- gjalds sem hægt er að nota í aukaherberginu eða taka með sér í sumarbústaðinn. Þannig leysum við ólíkar þarfir og smekk fjölskyld- unnar.“ Framtíðin Vodafone lætur ekki þar við sitja og næsta skref í bættri þjónustu er þegar komið af stað. „Á næstu misserum stefnum við að því að bjóða sjónvarpsþjónustur okkar yfir enn fleiri dreifileiðir,“ upplýsir Jens. Viðburðaríkt ár hjá Vodafone Sjónvarpsþjónusta Vodafone hefur vaxið og dafnað á síðastliðnu ári. Leigan er í örum vexti og fyrr á þessu ári kom háskerpan þar inn. Fjöldi nýrra sjónvarpsstöðva kom í dreifingu, Tímaflakkið var tekið í notkun, sem eykur á þægindi áhorfandans og ljósnetsvæðing Vodafone-sjónvarps hófst. Jens Sigurðsson hjá Vodafone segir árið hafa verið viðburðaríkt.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.