Fréttablaðið - 30.09.2013, Side 38

Fréttablaðið - 30.09.2013, Side 38
KYNNING − AUGLÝSINGSjónvörp MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 20136 Það er misjafnt hversu vinsælir sjónvarpsþættir verða. Sumir slá í gegn strax á fyrsta þætti en aðrir vinna sér sess eftir því sem þáttum fjölgar. Enn aðrir ná aldrei útbreiðslu. Fyrir nákvæmlega fjörutíu árum var Kojak í öðru sæti yfir vinsælustu þættina en hann var afar vinsæll hér á landi sem annars staðar. Vinsælasta sjónvarpsþáttaröðin um þessar mundir er Breaking Bad en þætt- irnir voru valdir besta sjónvarpsefnið á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir viku. Þættirnir þykja frumlegir og ferskir. Hér á eftir fer vinsældarlistinn eins og hann lítur út á netinu: 1 Breaking Bad 2 Sleepy Hollow 3 Game of Thrones 4 Dexter 5 Sons of Anarchy 6 Under the Dome 7 The Walking Dead 8 American Horror Story 9 The Big Bang Theory 10 Orange is the New Black 11 Suits 12 How I Met Your Mother Vinsælustu þættirnir Breaking Bad hlaut Emmy-verðlaunin en hann er jafnframt vinsælasti þátturinn hjá áhorfendum. How I Met Your Mother hefur náð miklum vin- sældum. Game of Thrones sem meðal annars var tekinn upp hér á landi er í þriðja sæti. Byrjaðu strax að spara. Skráðu kortin ykkar núna á www.stod2.is/vild F ÍT O N / S ÍA F Í 20% afsláttur af öllum vörum við fyrstu kaup. 10% afsláttur eftir það. Tilboð gildir aðeins í Fákafeni 11. T O N / S ÍA AFSLÁTTUR 20 35% afsláttur af matseðli frá kl. 11 til 16 alla mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. AFSLÁTTUR35 Það má segja að sjónvarps-veturinn hafi hafist í Banda-ríkjunum í sl. viku og áhorf- endur Stöðvar 2 eru þegar farnir að njóta góðs af því. Stærsti nýi spennu- þáttur vetrarins, The Blacklist, hóf göngu sína á Stöð 2 á fimmtudag að- eins þremur sólarhringum á eftir frumsýningu á NBC og núna eru allir bestu þættirnir að koma á dagskrá, einn af öðrum,“ segir Sævar Hreið- arsson, dagskrárstjóri Stöðvar 2. Áður fyrr liðu oft margir mánuðir frá því að bestu þættirnir voru frum- sýndir í bandarísku sjónvarpi þar til þeir komu til sýninga á Íslandi. Núna eru kröfurnar meiri auk þess sem ís- lenskar sjónvarpsstöðvar þurfa að berjast við ólöglegt niðurhal og sam- keppni frá efnisveitum eins og Net- flix sem ekki starfa löglega á Íslandi. „Stöð 2 leggur því mikla áherslu á að sýna alla bestu þættina strax í kjöl- far frumsýningar þeirra erlendis,“ segir Sævar. Nýir þættir að hefjast alla vikuna Í kvöld hefur göngu sína á Stöð 2 spennuþátturinn Hostages sem var frumsýndur á CBS-sjónvarpsstöð- inni í sl. viku. Á morgun er síðan komið að fyrsta þættinum í nýrri seríu af Modern Family og á mið- vikudag snýr Grey‘s Anatomy aftur með tvöföldum þætti, einnig strax í kjölfar frumsýningar í Bandaríkj- unum. Á fimmtudagskvöld heldur The Blacklist áfram og þá er einn- ig á dagskrá lokaþátturinn af Break- ing Bad sem sýndur var í gærkvöldi í bandarísku sjónvarpi. Fjörið heldur síðan áfram um helgina en gamanþátturinn Hello Ladies, sem hóf göngu sína í gær- kvöldi á HBO verður sýndur á föstu- dagskvöld á Stöð 2. Á sunnudags- kvöld hefst vinsælasti nýi gaman- þátturinn í áraraðir, The Crazy Ones, með Robin Williams í aðalhlutverki og spennuþátturinn Homeland snýr aftur. Íslensk dagskrárgerð blómstrar Innlend dagskrárgerð er öf lugri og fjölbreyttari á Stöð 2 í vetur en nokkru sinni fyrr. „Ástríður hefur farið frábærlega af stað á sunnu- dagskvöldum og við bjóðum áhorf- endum upp á íslenskt efni á hverj- um degi. Um land allt, Heimsókn, Sælkeraferðin, Logi í beinni, Spaug- stofan, Beint frá messa, Veistu hver ég var? og Sjálfstætt fólk eru byrj- aðir og í október mætir síðan Kol- brún Björnsdóttir til leiks með glæ- nýjan þátt, Lóa Pind mun stýra Stóru málunum á mánudagskvöld- um og næsta föstudag mætir Unnur Eggerts dóttir með nýjan þátt, Popp og kók. Þá er undirbúningur í full- um gangi fyrir stærsta sjónvarps- viðburð vetrarins, íslensku útgáf- una af Got Talent,“ segir Sævar. Stóraukið úrval með Stöð 3 Ný sjónvarpsstöð, Stöð 3, hóf út- sendingar í september og hefur stór- aukið úrvalið af sjónvarpsefni fyrir íslenska áhorfendur. Meðal þátta á Stöð 3 er The X-Factor sem sýndur er innan við sólarhring á eftir frum- sýningu þáttanna hjá Fox. Gaman- þátturinn Super Fun Night, sem að margra mati er besti nýi gaman- þáttur vetrarins, hefur göngu sína á föstudagskvöld og í október koma glænýjar þáttaraðir af Arrow, Glee og The Carrie Diaries í sýningar á Stöð 3. Allir bestu þættirnir sýndir strax í kjölfar frumsýningar vestanhafs Það er stór vika fram undan fyrir sjónvarpsáhorfendur. Glænýjar þáttaraðir hefja göngu sína á hverjum degi og úrvalið hefur aldrei verið meira. Stöð 2 og Stöð 3 bjóða áhorfendum upp á meira en 8 tíma af frumsýndu efni á hverjum degi og aukin þjónusta við áskrifendur tryggir að áhorfandinn getur horft á sitt uppáhaldsefni þegar honum hentar. Hostages er glæný spennuþáttaröð sem hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.