Fréttablaðið - 30.09.2013, Síða 46

Fréttablaðið - 30.09.2013, Síða 46
Meistaramánuður MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 201312 MEISTARAÁSKORANIR RÁÐ TIL AÐ HÆTTA Fjórtán prósent Íslendinga reykja daglega samkvæmt nýlegri könnun Landlæknisembættisins. Teitur Guðmundsson læknir segir nákvæmlega ekkert jákvætt við það að reykja og finnst upp- lagt að reykingamenn noti meistaramánuð og önnur álíka tilefni til að hætta. „Ef horft er til sjúkdóma eru reykingar einn mesti skaðvaldur sem til er en auk þess hafa þær í för með sér ýmis önnur vandamál eins og vonda líkamslykt og andfýlu.“ En hvernig á að bera sig að við að hætta? „Fyrst þarf að taka ákvörðun um að hætta. Sama hvernig fólk fer að þurfa allir að taka þessa ákvörðun og standa við hana. Oft verður eitthvað til þess að fólk ákveður allt í einu að nú sé komið nóg. Má þar nefna ef viðkomandi finnur fyrir einkennum sem hann rekur til reykinga eða ef einhver nákominn veikist af völdum reykinga,“ segir Teitur. Þegar ákvörðun hefur verið tekin þarf að ákveða tíma eða tímabil til að hætta. „Best er að fjarlægja allt sem minnir á reykingarnar úr umhverfinu. Eins er gott að gera aðstandendum og vinnufélögum viðvart og biðja þá um að styðja sig.“ Reykingar eru að sögn Teits að stórum hluta vani og þarf að skapa nýjar venjur. „Hreyfing gerir mikið gagn og eins gagnast mörgum að fá sér sítrusávexti, vatn eða tyggjó þegar reykinga- þörfin gerir vart við sig. Þá þarf að gera ráðstafanir þegar kemur að aukaáreiti eins og skemmtunum og getur til að mynda verið ráð að draga úr áfengisdrykkju enda getur hún ýtt undir reykingaþörf.“ Mörgum hefur gagnast að nota lyf til að hætta að reykja. „Þetta eru annars vegar nikótínlyf eins og tyggjó, sprey og plástrar sem eru notuð þegar nikótínþörfin kemur upp og hins vegar lyf sem draga úr nikótínþörfinni. Zyban er gamalt geðlyf sem hefur verið notað í þessum tilgangi en það hefur þá aukaverkun að nikótín- þörfin minnkar og fólk verður afhuga reykingum. Nýrra lyf er Chanpix. Það blokkerar nikótín- viðtakana í heilanum en sá sem reykir býr til meira af nikótínvið- tökum sem aftur leysa úr læðingi dópamín sem veldur hluta af þeirri vellíðan sem reykingamenn sækjast eftir. Lyfið sest á nikótín- viðtakana sem gerir það að verkum að nikótínið kemst ekki að. Það framkallar engu að síður dópamín og menn finna því síður fyrir fráhvarfseinkennum. Teitur segir að hættan á að falla sé mest fyrstu sex mánuðina. „Haldi fólk það út eru ágætar líkur á að því takist alfarið að hætta.“ TEITUR GUÐMUNDSSON LÆKNIR 1. Vertu jákvæð(ur) og snúðu öllu neikvæðu í kringum þig þér í vil. 2. Finndu þér hreyfingu við hæfi. Það er alveg ókeypis að fara út að hlaupa og kostar lítið að synda í sundlaugunum sem Ísland hefur upp á að bjóða. Svo eru margar líkamsræktarstöðvar með byrjendanámskeið. 3. Taktu til í mataræðinu. Prófaðu að taka til dæmis allar sykraðar vörur út. Skoðaðu innihalds- lýsingarnar, sykur leynist mun víðar en þig grunar! 4. Berðu virðingu fyrir náunganum. Ef þú hefur ekkert gott um hann að segja, slepptu þá að segja eitthvað um hann. 5. Hugsaðu vel og vandlega hvar þú sérð þig eftir fimm ár. Sæktu um draumastarfið í Meistara- mánuðinum! 6. Reyndu að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Heimsæktu ömmu gömlu og bjóddu börnunum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. 7. Finndu þér góða bók og lestu nokkrar blaðsíður á dag. Þú gætir til dæmis byrjað á ævisögu einhvers sem þú lítur upp til. 8. Samkvæmt Gandhi er besta leiðin til breytingar að byrja á sjálfum sér. Ekki ljúga að sjálfum þér né öðrum í heilan mánuð. 9. Skrifaðu aðgerðalista fyrir hvern dag. Það hjálpar þér að skipu- leggja þig og koma hlutunum í verk. 10. Hringdu í gamlan vin og bókaðu hann í hádegismat í mánuðinum. MINNKAÐU SÍGARETTUNOTKUN SMÁM SAMAN OG VERTU REYKLAUS MEÐ NICOTINELL Hættu þegar þú notar einungis 1-2 stk. á dag. Ekki er mælt með notkun lengur en 1 ár. Dæmi um minnkun reykinga með Nicotinell 2 mg lyfjatyggigúmmíi - valkostur á leið til reykleysis Haltu áfram með því að draga smám saman úr fjölda lyfjatyggigúmmís á dag. 1 ÁR Byrja: 20 síg./dag NÚ ERTU REYKLAUS! Minnkaðu notkun smám saman og skiptu hverri sígarettu út fyrir 1 stk. af lyfjatyggi- gúmmíi 6 MÁN. 4 MÁN. 3 MÁN. 2 MÁN. 1 MÁN. NÚNA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.