Fréttablaðið - 30.09.2013, Síða 60

Fréttablaðið - 30.09.2013, Síða 60
30. september 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 20 HÖNNUNAR SJÓÐUR AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM Hönnunarsjóður auglýsir 40 milljónir kr. í styrki til verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs á árinu 2013. Veittir verða styrkir í fjórum flokkum Þróun- og rannsóknir Verkefni Markaðs- og kynningarmál Ferðastyrkir Hlutverk hönnunarsjóðs er að efla þekk ingu ásamt atvinnu- og verð- mæta sköpun á sviði hönnunar og arki- tektúrs með fjárhagslegum stuðningi. Sjóðurinn styrkir jafnframt kynningar- og markaðsstarf erlendis sem stuðlar að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar. Við mat á umsóknum er litið til gæða og stöðu hugmyndar eða verkefnis, faglegs bakgrunns umsækjanda, fjárhags grund- vallar verkefnis ásamt gildi og mikilvægi þess til eflingar íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Opnað verður fyrir umsóknir 30. september. Umsóknarfrestur rennur út 11. nóvember 2013. Úthlutað verður úr sjóðnum um miðjan desember 2013. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar er að finna á sjodur.honnunarmidstod.is og í síma 771 2200. NÚ MEÐ AFSLÆTTI 20.000 kr. KOMINN AFTUR Í DORMA Í tilefni af ritþingi Gerðubergs 12. október þar sem fjallað verður um Kristínu Steinsdóttur verður bók- menntanámskeið í Gerðubergi í kvöld. Þar mun Maríanna Clara Lúthersdóttir fjalla um verðlauna- bók Kristínar, Ljósu, auk þess sem Kristín lítur við og spjallar við þátt- takendur. „Ég ætla að fjalla almennt og frekar opið um bókina og skoða hana aðeins í tengslum við aðrar bækur Kristínar,“ segir Maríanna Clara. „Svo verða umræður og síðan ætlar Kristín að koma og við verðum svo heppnar að fá að spyrja hana út í bókina. Þetta verður stutt og laggott, tveir tímar, en vonandi skemmtilegt. Ég hlakka allavega mikið til.“ Hvers vegna kallið þið þetta námskeið, er þetta ekki bara fyrirlestur? „Ja, ég veit það svo sem ekki, en það er mjó lína á milli nám- skeiðs og fyrirlesturs. Flest nám- skeið í Háskólanum eru til dæmis í fyrirlestraformi. Ég hugsaði nú ekkert út í neinar skilgreiningar, fannst bara freistandi að fá að gera þetta og sló til, enda Kristín í miklu uppáhaldi hjá mér.“ Hvað ætlarðu helst að draga fram? „Ég ætla að skoða bókina út frá nokkrum sterkum þemum eða áherslum. Skoða konurnar, þetta er kvennasaga undir formerkjunum konan sem manneskja, sem Kristín skrifar svo listavel. Svo er það geð- veiki og sköpunarkraftur sem hafa nú oft verið nátengd. Þetta er líka söguleg skáldsaga og kallast þar að auki skemmtilega á við ákveðna sveitarómantík sem hefur verið að finna í íslenskum bókmenntum. Þetta verður ekki mjög fræðilegt heldur ætla ég að velta upp nokkr- um mismunandi flötum á bókinni því hún er í rauninni margbrotin.“ Nauðsynlegt er að skrá sig á nám- skeiðið annaðhvort með pósti á net- fang Gerðubergs eða í síma. Það hefst klukkan 20 og lýkur um klukk- an 22. - fsb Skoðar konurnar sem manneskjur Maríanna Clara Lúthersdóttir heldur námskeið um Ljósu Kristínar Steinsdóttur í Gerðubergi. TALAR UM LJÓSU Maríanna Clara segist ekki ætla að vera mjög fræðileg í fyrirlestri sínum heldur varpa fram ýmsum spurningum um bókina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þetta byrjaði þannig að hann bað mig um að gera eitthvað hann Örn Magnússon frændi minn sem var með Berjadaga í Ólafsfirði,“ segir Guðmundur Ólafsson um upphaf leiksýningarinnar Tenórinn. „Þá var ég nýbúinn að skrifa þetta verk og við Sigursveinn Kr. Magnússon, undirleikari minn, ákváðum að flytja að minnsta kosti hluta af því. Fengum síðan Odd Bjarna Þorkels- son leikstjóra til liðs við okkur og ákváðum að keyra bara á heila sýn- ingu. Frumsýndum síðan á Ólafs- firði í ágúst 2003.“ Síðan hefur Tenórinn gengið aftur, aftur og aftur, síðast á sextugs afmæli Guðmundar fyrir tveimur árum síðan. „Já, ég ákvað að gefa sjálfum mér það í afmælis- gjöf að setja sýninguna upp heima í Ólafsfirði í stað þess að halda veislu og lét það eftir mér.“ Á föstudaginn birtist Tenórinn hins vegar aftur á fjölunum í Iðnó, en rétt er að undirstrika að aðeins verða fjórar sýningar á verkinu að þessu sinni. Guðmundur hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í hlut- verki tenórsins „Besta íslenska sýningin sem ég hef séð um ára- bil,“ sagði gagnrýnandi Rásar tvö og aðrir rýnendur voru á sömu nótum. Áhorfendur kunnu einnig vel að meta hann og þegar Guð- mundur er beðinn að rifja upp spaugileg atvik frá sýningaferl- inu er hann snöggur til svars. „Mér er mjög minnisstætt eitt atvik þegar við vorum að sýna á ónefndum stað. Þannig er að í einu atriðinu er tenórinn að striplast á nær buxunum og segist svo ætla að skutla sér í buxurnar. Þá hróp- aði kona í salnum, sem greinilega hafði fangið sér í aðra tána: „Ekki fara í buxurnar, þú ert með svo fallega fætur.“ Sem var auðvitað mjög mikið hrós en kannski alveg rétti staðurinn fyrir það.“ Það er oft talað um að menn eigi erfiðara með að syngja með árun- um, finnurðu mun á röddinni frá því fyrir tíu árum? „Það eiginlega verður bara að koma í ljós. Ég er auðvitað tíu árum eldri en ég hef alltaf verið að syngja og haldið mér í formi, þannig að ég vona að það komi ekki til.“ fridrikab@frettabladid.is Ekki fara í buxurnar! Guðmundur Ólafsson sýnir verk sitt Tenórinn í Iðnó fj órum sinnum í október. Tíu ár eru liðin frá frumsýningu þess en Tenórinn er enn í fullu fj öri. TENÓRINN Gagnrýnendur héldu vart vatni yfir frammistöðu Guðmundar og skemmtanagildi verksins. MENNING

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.