Fréttablaðið - 30.09.2013, Síða 62

Fréttablaðið - 30.09.2013, Síða 62
30. september 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 22 BAKÞANKAR Sögu Garðarsdóttur „Það verður öllu tjaldað til á þessum miklu tónleikum,“ segir Stefán Hilmarsson, söngvari hljómsveitarinnar Sálin hans Jóns míns, um tónleikana. Sálin fagnar í ár 25 ára afmæli og af því tilefni stendur sveitin fyrir stórtónleik- um í Hörpu þann 9. nóvember. „Okkur til fulltingis verða valin- kunnir aðstoðarmenn, strengja- sveit, blásarar, bakraddir og fleiri listamenn,“ bætir Stefán við. Þetta er í fyrsta skiptið sem hljómsveitin heldur tónleika í Hörpu og verður þar án efa mikið um dýrðir. Tónleika dagskráin samanstendur af þekktustu lögum sveitarinnar í gegnum árin, auk nokkurra laga sem sjaldan heyr- ast. Þá verða eitt til tvö ný lög frumflutt í Eldborginni. Þess er einnig vert að geta að í tilefni afmælisins hafa forsvarsmenn Hamborgarafabrikkunnar sett á matseðil sinn hamborgara til- einkaðan Sálinni. Sá ber nafnið Draumur inn og þykir einkar veg- legur og ljúffengur. Miðasala á tónleikana fer fram á harpa.is. - glp Sálin í fyrsta sinn í Hörpu Sálin hans Jóns míns heldur upp á 25 ára afmælið sitt með stórtónleikum. AFMÆLISVEISLA Í ELDBORG Sálin heldur upp á 25 ára afmælið í Eld- borgarsalnum í Hörpu. MYND/GUÐMUNDUR ÞÓR KÁRASON TÍMI STAÐUR MYND 13.00 Tjarnarbíó Virðast ókunnugir 14.00 Norræna húsið Ég er að anda 15.00 Tjarnarbíó Fljót breytir um stefnu 16.00 Norræna húsið Óréttlátur heimur 17.00 Tjarnarbíó Íslenskar stuttmyndir 2 Háskólabíó 1 Gráðugir ljúgandi bastarðar Háskólabíó 2 Árans Åmål Háskólabíó 3 Litla Odessa 18.00 Norræna húsið Elena Háskólabíó 4 Bjartir dagar framundan 18.30 Háskólabíó 1 Hvalfjörður Q&A 19.00 Tjarnarbíó Loforð Pandóru Háskólabíó 3 Gámur 19.15 Háskólabíó 1 Tommi á býlinu Q&A 19.30 Háskólabíó 2 Kaldavatn Q&A 20.00 Norræna húsið Indverskt sumar Háskólabíó 4 Nakin Lulu 21.00 Tjarnarbíó Bylting Háskólabíó 3 Kynlíf, eiturlyf og skattar 21.30 Háskólabíó 1 Gamlingjagirnd Q&A 21.45 Háskólabíó 2 Ríki 194 22.00 Norræna húsið Tvöfalt spil: Háskólabíó 4 Ást, Marilyn 23.30 Háskólabíó 1 Himneskar eiginkonur mari- þjóðarinnar á engjunum Háskólabíó 2 Stund gaupunnar Háskólabíó 3 Barnablús KALDAVATN Q&A 19.30 – Háskólabíó 2 Kaldavatn er sjálfstæð kvikmyndaframleiðsla í hæsta gæðaflokki. Táningspiltur er sendur á unglingaheimili úti í óbyggðum. Um leið og við fáum að vita meira um þá sorglegu atburði sem komu honum á þennan stað hefst barátta hans fyrir lífi sínu, við samfanga, ráðgjafa og gamla hershöfðingjann sem er yfir heimilinu. DAGSKRÁ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER (14) ALLIR ÞRÍR HLUTAR SAMAN MEÐ EINU HLÉI - 3X80 MÍN. 29/09 : 16.00 LEIKSTJÓRASPJALL MEÐ Í UMSJÓN ÞÓRU TÓMASDÓTTUR SJÁ SÝNINGARTÍMA Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfi sgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas RUNNER RUNNER 5.30, 8, 10.20 DIANA 10.10 AULINN ÉG 2 - ÍSL 5.30 2D WORLD’S END 8 DESPICABLE ME 2 - ENS 5.30, 8 2D MALAVITA 10 ÍSL OG ENS TAL T.V. - Bíóvefurinn SÉRSTÖK SÝNING Í SAMSTARFI VIÐ BIOVEFURINN.IS 5% EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRIKEFLAVÍK SAN FRANCISCO CHRONICLE T.V. - BÍÓVEFURINN/S&H JOBLO.COM T.V. - BÍÓVEFURINN/S&H A.O.S NEW YORK TIMES BOSTON GLOBE EMPIRE SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS RUNNER RUNNER KL. 6 - 8 - 10 DIANA KL. 8 / MALAVITA KL. 10 AULINN ÉG 2 3D KL. 6 RUNNER RUNNER KL. 5.45 - 8 - 10.15 RUNNER RUNNER LÚXUS KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 RIDDICK KL. 8 - 10.35 HROSS Í OSS KL. 4 - 6 - 8 AULINN ÉG 2 2D KL. 3.30 - 5.45 AULINN ÉG 2 3D KL. 3.30 BLUE JASMIN KL 5.45 THIS IS US 3D KL 3.30 ELYSIUM KL. 10.15 2 GUNS KL. 10.30 Miðasala á: og T.V. - BÍÓVEF. “EIN BESTA MYND ÁRSINS!” - T.V., BÍÓVEFURINN/S&H „STERK MYND SEM SPYR ÁLEITINNA SPURNINGA“ -S.B.H., MBL RIFF Í HÁSKÓLABÍÓ UPPLÝSINGAR UM SÝNINGARTÍMA Á RIFF.IS „MENNINGARLEGT AFREK!“ “SKEMMTILEGASTA ÍSLENSKA KVIKMYND SEM ÉG HEF SÉÐ LENGI!” - BERGSTEINN SIGURÐSSON, DJÖFLAEYJAN RÚV -S.G., MBL Enginn er fær um að vekja upp jafn sterkar tilfinningar á jafn breiðu sviði og móðir mín. Henni tekst með, að því er virðist, léttvægum athugasemdum að breyta annars ágætis eftirmiðdegi í helgistund uppsafnaðs pirrings og óþols, þar sem ég engist ósjálfrátt um í botn- lausu gremjukasti við altari hinnar alvitru móður. Sjálf fylgist hún jafn róleg og áhugasöm með áhrifum sínum eins og um óvæntan vaxtarkipp hjá Hawaii- rósinni í stofunni væri að ræða. MÓÐIR mín býr ekki bara yfir hæfi- leika til að kalla fyrirhafnarlaust fram andlegan sólmyrkva heldur sér hún líka alfarið um að ég upplifi hina ýmsu við- burði úr lífi mínu rétt. Þá sérstak- lega ef þeir eru leiðinlegir. Til dæmis þegar ég týni húfu eða missi af flugvél er það hennar réttur að segja setningar á borð við ,,Þetta var nú leiðinlegt!“ eða ,,Það mun kosta morðfjár að fá þetta bætt!“ ef svo ólíklega vildi til að ég hefði gleymt að leiðinlegir hlutir eru leiðinlegir og dýrir flugmiðar eru dýrir. ÞÁ eru ofurkraftar móður minnar langt í frá upptaldir, hún getur alltaf haft rétt fyrir sér, breytt vatni í samviskubit og aldrei heyrt að ég hafi ekki tíma til að tala við hana í síma. Ég tek það fram að í öllum tilvikum hefur aldur minn verið algjörlega afstæður. ÉG myndi að sjálfsögðu aldrei nenna að eiga mömmu ef hún væri bara leiðinleg. Þess vegna tryggir hún sér botnlausa ást mína og þörf fyrir hana með því að vera eina manneskjan sem getur róað mig og stillt jafn hratt og hún getur tryllt. Móðir mín á nefnilega beina leið að kvikunni í mér en fer hana aldrei nema þegar virkilega á reynir. Hennar mikilvægasta hlutverk felst þannig í að halda sívöltu egói mínu innan hættu- marka. Þegar ég er of góð með mig vekur hún upp efasemdir en þegar ég efast sem mest um eigið ágæti stendur hún hvað þéttast við bakið á mér. Mamma kann nefnilega þá list að elska mig mest þegar ég er hvað glötuðust. Eitt besta ráð sem ég hef þegið er; komdu fram við sjálfa þig eins og þú sért þín eigin dóttir. Óður til móður

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.