Fréttablaðið - 11.02.2014, Síða 13

Fréttablaðið - 11.02.2014, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 11. febrúar 2014 | SKOÐUN | 13 Það kannast sennilega flestir við það að fá svima enda býsna algengt vandamál. Þeir sem eru hraustir og hafa enga undir liggjandi sjúkdóma fá slíkt endrum og sinnum en alla jafna gengur sviminn niður með því að setjast niður, hvílast, drekka eða borða eitthvað. Skýringin á því er í raun býsna einföld og byggir á því að undir ákveðnum kringumstæð- um getur orðið skammvinn blóð- flæðiröskun um heilann sem veld- ur slíkum einkennum, það köllum við blóðþrýstingsfall. Í sumum til- vikum er það svo alvarlegt að við- komandi getur sortnað fyrir augum og liðið út af, en oftar en ekki finna þessir einstaklingar fyrir svimatil- finningu á undan. Hið sama getur átt við ef fyrir einhverjar sakir við fáum sykurfall sem þýðir í raun að líkaminn hefur um skamma stund ekki nægjanlega orku til að keyra kerfið ef svo má segja, þá kemur oft fram svimi í byrjun. En líkt og gerist þegar við missum blóðþrýsting getur sykur- fall valdið því að viðkomandi miss- ir meðvitund. Hvort tveggja getur verið mjög dramatískt en einstak- lingurinn jafnar sig yfirleitt mjög fljótlega ef hann fær viðeigandi meðferð. Konur líklegri en karlar Mjög mörg önnur vandamál geta valdið svimatilfinningu, jafnvæg- isleysi og ógleði, sem veldur því að fólk leitar til læknis og má þar nefna háan blóðþrýsting, vöðva- bólgu, kvíða og andlega vanlíðan svo dæmi séu tekin og svo má auð- vitað ekki gleyma áfengisneyslu. Talið er að allt að 20-30% einstak- linga fái svima, þeir eru á öllum aldri en konur eru líklegri en karlar til að fá slíkt. Það eru ansi margar heimsóknir á bráðamóttökur vegna þessara einkenna, en sums staðar hafa tölur allt að 3% allra ástæðna verið á þessum grunni. Búið er að skilgreina orsakir svimans almennt í miðlægar eða útlægar sem er að vissu leyti erfitt að átta sig á sem leikmaður, en þar er átt við hvort upptökin eigi sér stað í miðtauga- kerfinu eða utan þess. Dæmi um útlægan svima eru einnig þau algengustu en þar ber helst að geta góðkynja stöðu svima, sýkingar í innra eyra af völdum veiru eða bakteríusýkinga eða bólgu í heyrnartaug auk þess sem áverkar á höfði og notkun ákveð- inna lyfja getur skipt máli. Einkenni geta komið skyndilega en almennt má segja að einstaklingurinn finni fyrir versnun yfir einhvern tíma, geti jafnvel útleyst einkennin sjálf- ur eða lagað þau eftir því í hvaða stellingu hann er. Það er klassískt við stöðubundinn svima og byggir það á innri eyrnagöngum sem eru stór hluti af jafnvægiskerfinu. En fyrir utan þau notum við nema í hálsinum og augun til þess að halda jafnvæginu. Meðferðin getur verið af ýmsu tagi en byggir oftast nær á því að laga misræmi í innri eyrna- göngum, notast við bólgueyðandi eða sýkladrepandi lyf auk þess að gefa þessu tíma. Ef vandinn er bráður Þegar við fáum svima sem bygg- ist á miðlægri orsök kemur hann skyndilega og er oftar en ekki um að ræða bráðablóðþurrð eða blæðingu í heilastofni eða litla heila. Stundum byggjast einkennin á æxlisvexti eða breytingum á heilavef í hrörn- unarsjúkdómum. Þessu fylgja iðu- lega fleiri miðtaugakerfiseinkenni samanber taltruflun eða sjóntrufl- anir, jafnvel algert jafnvægisleysi þannig að viðkomandi á erfitt með að standa, hvað þá ganga, og yfir- leitt lagast einkenni lítið þrátt fyrir að breytt sé um stellingu. Oftsinnis fylgir líka mikil ógleði og uppköst. Það er því ekki alveg sama hvað- an sviminn kemur né heldur hversu brátt þarf að bregðast við. Almennt er hægt að segja að líkurnar á að ungir einstaklingar sem eru hraust- ir fyrir séu ólíklegir til að eiga við alvarlegan vanda í miðtaugakerf- inu að etja og ættu að leita læknis á heilsugæslustöð eða hjá öðrum sér- fræðingum. Hættan á blæðingu, blóðtappa eða alvarlegri sjúkdómum eykst með aldri og er mikilvægt að muna það þó fyrir alla aldurshópa að ef svimi byrjar skyndilega án nokkurs fyrirvara, sérstaklega ef honum fylgja mikil almenn einkenni til viðbótar eins og ógleði, jafnvæg- isleysi eða meðvitundarskerðing er mikilvægt að láta skoða sig sem fyrst á sjúkrahúsi þar sem þörf er á sérhæfðri myndgreiningu og með- ferð ef um bráðan vanda er að ræða. Hring eftir hring Í dag, 11. febrúar 2014, er degi íslenska táknmálsins fagnað í annað sinn. Í kjöl- far laga frá árinu 2011 um íslenska tungu og íslenskt táknmál kom mennta- og menningarmálaráðherra á fót Málnefnd um íslenskt táknmál og lagði nefnd- in til að íslenska táknmál- ið fengið sinn eigin dag til samræmis við dag íslenskr- ar tungu. Stofndagur Félags heyrnarlausra, 11. febrúar, varð fyrir valinu. Íslenskt táknmál er fyrsta mál um 2-300 Íslendinga en töluvert fleiri tala það sem annað mál, annaðhvort í vinnu eða heima fyrir. Tengsl menningar og máls eru óumdeild og því eiga þeir sem tala íslenskt táknmál sem fyrsta mál sinn sérstaka menningarheim sem mótast hefur af sögu táknmálsins og málsamfélagsins í áranna rás. Þeir sem búa á Íslandi og tala íslenskt táknmál, eiga þó líka annan menn- ingarheim, menningarheim íslensk- unnar og er rituð íslenska þeirra annað mál. Í dag, á degi íslenska táknmálsins, standa Málnefnd um íslenskt táknmál og Rannsóknar- stofa í táknmálsfræðum fyrir mál- þingi um mót þessara tveggja heima og um ávinning samfélagsins af táknmáli og menningarheimi þess. Mismunandi milli landa Sú ranghugmynd að táknmál sé alþjóðlegt er sterk í hugum manna og virðist erfitt að leiðrétta þá hug- mynd. Staðreyndin er hins vegar sú að táknmál eru mismunandi á milli landa og þjóða og eru fjölbreytt eins og radd- málin. Fyrir rúmum 50 árum færði bandaríski málfræðingurinn Willi- am Stokoe sönnur á það að ASL, bandaríska tákn- málið, væri fullkomið mál sem lyti í grunninn sömu lögmálum og önnur tungu- mál, þ.e. raddmál. Áður en Stokoe birti sínar rann- sóknir var almennt talið að táknmál væru ekki tungu- mál heldur einungis lát- bragð. Mörg ár og jafnvel áratugi tók að riðla þeirri hugmynd og sífellt þurfti að færa rök fyrir því að táknmál væru mál. Frá sjón- arhóli málvísinda eru öll tungumál jöfn og enginn vafi leikur á því að táknmálsrannsóknir hafa fært mál- vísindum ný sannindi um virkni og þróun tungumála. Í dag efast því enginn um að táknmál séu mál. Það reynist hins vegar erfitt að breyta hugmyndinni um alþjóðleika tákn- mála sem segir okkur að hugmyndir manna um mál töluð með röddu og mál töluð með höndum eru ólíkar. Táknmál heimsins skipta a.m.k. tugum og líklega hundruðum, allt eftir því hvernig við skilgreinum mál. Táknmál í ólíkum löndum eru lík að formgerð en þau eru mis- skyld. Innan hvers táknmáls má líka sjá breytileika, eins og mál- lýskur, unglingamál og barnamál. Á sama hátt og menning mótar mál þeirra sem tala raddmál þá mótar menningin táknmál á hverjum stað. Íslenskt táknmál er því sérstakt, ekkert mál er alveg eins og það. Dagur íslenska táknmálsinsHEILSA Teitur Guðmundsson læknir Talið er að allt að 20-30% einstaklinga fái svima, þeir eru á öllum aldri en konur eru líklegri en karlar til að fá slíkt. TUNGUMÁL Rannveig Sverrisdóttir lektor við HÍ og nefndarmaður í Málnefnd um íslenskt táknmál BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 E N N E M M / S ÍA / N M 6 12 6 2 Less emissions. More driving pleasure.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.