Alþýðublaðið - 26.11.1919, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.11.1919, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Pakjárn, ookkru breiðara en venjulega, þ. e, 30 þuml., selja undirritaðir sann- gjörnu verSi. Birgðir geta þrotið, svo að vissaat er að festa kaup fyr en síðar. Pórður Sveinsson & Co. Hotel Island Sími 701. Vörur sínar eiga menn að kaupa í Kaupíélagi "Verkamanna. Laugaveg SS A. Simi VS8. Dm áegiDB og veginn. Verkabvennafélagið Framsókn heldur fund annað kveld á veDju- legum stað og tima. St. „Einingin" heldur fund í kveld. Á fundinum verður rætt um afrnælisfagnað stúkunnar, sem fram fer, laugardaginn 29. þ, m. og útbýtt aðgöngumiðum. Nýjársnóttin verður leikin i kvöld kl. 8. Teitið athygli auglýsingunni frá barnanefndinni á öðrum stað í blaðinu. Skarlatssótt í kvennask&lanum. Skólanum lokað. Það heflr flogið undanfarna daga, skarlatssótt væri komin upp í kvennaskólanum. — Alþýðublaðið háði tali af forstöðukonu skólans, úngfrú Ingibjörgu H. Bjarnason °g spurði hana, hvað hæft væri í þessu. Hún kvað það vera orðið að samkomulagi milli sín og hóraðs- læknis, að skólanum skyldi lokað fyrst um sinn í viku. Ekki kvað nún mikil brögð að veikinni, að eins 5 stúlkur lagstar, en samt fanst henni róttast, að taka fyrir frekari útbreiðslu veikinnar. Hún sagðist halda, að stúlkurnar hefðu tekið sóttina einhversstaðar út í bæ, því talsverð brögð munu að henDÍ nú, þótt ekki hafl stjórnir annarra skóla hér sýnt slíka fyrir- hyggju og ungfrú Ingibjörg H. Bjarnason, sem heflr gert það eina, sem rétt var í þessu máli. + Xoli konnngnr. Eftir Upton Sinclair. (Frh.). Halli tók að geðjast vel að þess- um manni, sem fæddur var stjórn- arbyltingarmaður. Hann slóst því í för með honum nokkra daga og lét hann segja ser alt það, sem hann vissi um lífið í námunum. Flest námafélögin létu umboðs- menn útvega sér verkalýð, enþað versta var, að þessir umboðsmenn tóku til sín talsverðan hluta af launum verkamannanna — og var það með fullum vilja og vitund yflrmannanna í námunum. Hallur kvað þetta í algerðu ósamræmi við lögin en félagi hans svaraði: „Hvað heldur þú að þeir taki tillit til laga ? Þegar þú ert búinn að vinna þar tíma, þá ertu orðinn þess vís, að þar þekkjast engin önnur lög, en þau, sem sá setur, er veitir þér atvinnu". „Það er deginum ljósara*, hólt flakkarinn áfram, „að þegar ein- hver maður getur veitt atvinnu og almenningur rífst um hana, þá eru lögin þar eigi framar til“. Þetta þótti Halli vel sagt, og fanst ekki fráleitt að reyna að koma því til kennara síns í þjóð- hagsfræði við Harrigan-háskól- ann. Nóttina eftir að Hallur hefði kynst hollenzka Mikkel, kom til stöðva þeirra lögregluþjónn og með honum sex aðstoðarmenn. Skyldu þeir reka alla flakkara burt úr héraðinu, eða fá þá til þess að vinna í námunum. Yínur Halls hafði altaf á sér andvara, og lagði á flótta og Hallur fylgdi honum eftir. Með brögðum tókst þeim að sleppa áður en birti af degi. Þeir urðu að skilja eftir mat sinn og ábreiður, en hollenzki Mikkel var eigi maður, sem dó ráðalaus á þurru landi. Hann stal hænuunga úr hænsnahúsi einu, til þess að geta glatt sig þann tíma sem eftir var unz birti. Og daginn eftir stal hann nærfötum af þvottasnúrum. Hallur át hænuungau með góðri list, og fór í nærbuxurnar. Þetta var fyrsta spor hans á glæpa- brautinni. Hann sneri við aftur til Pedró, er hann skildi við hollenzka Mikkel. Fiakkarinn halði sagt honum það, að veitingamennirnir ættu altaf vini í kolanámunum, og væru bezt færir um að útvega mönnum vinnu. Hallur tók þegar að reyna fyrir sér, og annar maðurinn, sem hann reyndi við, lofaði að hjálpa honum. Hann ætlaði að skrifa bréf til manns, sem gæti orðið honum að liði. Og ef hann fengi vinnu, þá átti þessi maður að fá einn dal af mánaðarlaunum hans. Hallur gerði sér það að góðu og hélt síðan af stað til náma einna, er hann hafði fengið sér neðan í því hjá bónda einum í ofanverðum dalnum. Yið eitt af grindahliðum námafélagsins, lét hann af hendi bréf eitt. Utan á það var skrifað pólskt nafn, og kom það í ijós, að sá, er bréfið var til, var veitingamaður, eins og sá, sem sendi. Dyravörðurinn opnaði ekki einu sinni bréflð, heldur hleypti Halli strax inn, er hann hafði lesið ut- anáskriftina. Og Hallur fann nú

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.