Fréttablaðið - 14.04.2014, Síða 10

Fréttablaðið - 14.04.2014, Síða 10
14. apríl 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 – Lifið heil ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 6 85 32 0 4/ 14 www.lyfja.is Fyrir þig í Lyfju Læg a verð í LyfjuBioténe Munnúði, munnskol, munngel og tannkrem sem vinnur gegn munnþurrki. 20% afsláttur ildir út apríl UPPGJÖR & BÓKHALD Við elskum ársreikninga Einblíndu á það sem skiptir máli í þínum rekstri og láttu gerð ársreikningsins í hendur fagfólks sem hefur unun af verkinu. Hafðu samband við Birnu í síma 545 6082 og fáðu fast verð í gerð ársreikningsins. kpmg.is ÚKRAÍNA Úkraínsk stjórnvöld ákváðu í gær að senda hermenn gegn uppreisnarmönnum, hlið- hollum Rússum, í austanverðu landinu, þar sem þeir hafa náð hverri stjórnarbygginguna á fætur annarri á sitt vald. Jafn- framt mun herinn veita rússnesk- um hermönnum viðnám, fari þeir yfir landamærin frá Rússlandi til Úkraínu. Oleksandr Túrtsjínov forseti segist ekki ætla að láta það við- gangast að það sem gerðist á Krímskaga endurtaki sig. Rúss- ar innlimuðu Krímskaga í síðasta mánuði eftir að heimamenn þar, hliðhollir Rússum, höfðu lýst yfir sjálfstæði og óskað eftir aðild að Rússlandi. Túrtsjínov lofaði sakarupp- gjöf öllum Úkraínumönnum sem ákveða að leggja niður vopn þegar í stað. Til átaka kom í borginni Slovj- ansk í austanverðri Úkraínu í gær, þar sem uppreisnarmenn höfðu náð lögreglustöð og leyniþjón- ustuskrifstofum á sitt vald dag- inn áður. Einn yfirmaður í úkraínsku leyniþjónustunni lét þar lífið og tveir yfirmenn í hernum særðust. Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastjóri NATO, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsti áhyggjum af þróuninni í aust- anverðri Úkraínu. Þar væru á ný komnir fram á sjónarsviðið menn „með sérhæfð rússnesk vopn og sams konar búninga ómerkta, rétt eins og rússneskir hermenn höfðu notað áður þegar Rússland innlim- aði Krímskaga með ólöglegum og ólögmætum hætti“. Hann sagði þetta alvarlega þróun. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hringdi í gær í Sergei Lavrov, rússneskan starfs- bróður sinn. Kerry sagðist hafa miklar áhyggjur af því að árás- irnar hafi verið „skipulagðar og samstilltar, svipað fyrri árásum í austanverðri Úkraínu og á Krím- skaga“. Lavrov sagði ekkert hæft í því að Rússar ættu þarna nokkurn hlut að máli, en sakaði Úkraínu- stjórn um að taka ekki tillit til „lögmætra þarfa og hagsmuna rússneskra og rússneskumælandi íbúa“. gudsteinn@frettabladid.is Úkraínuher veitir viðnám Bardagar í austanverðri Úkraínu kostuðu einn mann lífið í gærmorgun. Úkraínustjórn hefur ákveðið að ráðast til atlögu gegn uppreisnarmönnum. MEÐ MARÍU MAGDALENU SÉR TIL STUÐNINGS Vopnaðir menn, hliðhollir Rúss- um, á götum borgarinnar Lugansk. NORDICPHOTOS/AFP Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.