Fréttablaðið - 14.04.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.04.2014, Blaðsíða 12
14. apríl 2014 MÁNUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Mörg teikn eru nú á lofti um að hagur íslenskrar þjóðar vænkist hratt um þess- ar mundir, sem er mikið gleðiefni fyrir okkur öll. Ýmsar staðreyndir benda í þessa átt. Hagvöxtur hefur ekki verið meiri síðan 2007. Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,3 prósent á síðasta ári sem er það mesta frá árinu 2008. Og fólksflóttinn frá landinu hefur stöðvast. Þannig voru aðfluttir árið 2013 fleiri en brottfluttir í fyrsta sinn frá 2008. Sann- arlega ánægjuleg tíðindi. Samhliða hefur atvinnuástand farið batnandi, en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar var atvinnuleysi á Íslandi 4,3 prósent í febrúar og þá er búið að taka með svokallaða árstíðarleiðrétt- ingar. Verðbólga á Íslandi er einnig lítil. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2 prósent og án húsnæðis hefur vístöluhækkunin aðeins verið 0,8 prósent. Laun á íslenskum vinnumarkaði hækkuðu um 5,7 prósent milli áranna 2012 og 2013. Vöruskiptajöfnuður er jákvæður. Íslendingar fluttu út vörur, aðallega ál og sjávarafurðir, fyrir 11,2 milljörðum krónum hærri fjárhæð fyrstu tvo mánuði ársins en þeir fluttu inn. Allt eru þetta skýrar vísbendingar um að birta sé að færast yfir hagkerfið, ekki aðeins í svip, heldur til lengri tíma litið. Á næsta ári gerir Seðlabankinn ráð fyrir að efnahagsþróunin endurspegli enn frekar þær viðamiklu aðgerðir sem stjórnvöld hafa boðað í skuldamál- um heimila og verða lögfestar á næstu vikum. Á heildina litið er því spáð að hag- vöxtur hér á landi næstu árin verði 3,1 prósent að meðaltali. Það er meiri hag- vöxtur en síðastliðin 30 ár og þó nokkuð meiri vöxtur en í helstu viðskiptalöndum okkar. Það er búið að loka fjárlagagatinu og í fyrsta sinn um árabil sjá Íslendingar fram á að fara að greiða niður opinberar skuldir í stað þess að auka þær. Á sama tíma hafa lánskjör ríkissjóðs batnað. Greinilegt er að lánamarkaðurinn er far- inn að treysta Íslandi á nýjan leik. Það er því full ástæða fyrir landsmenn að horfa bjartsýnir til framtíðar. Landshagir vænkast á ný 20%afsláttur Fæst án lyfseðils. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun. EFNAHAGSMÁL Elín Hirst alþingismaður ➜ Það er búið að loka fjárlagagat- inu og í fyrsta sinn um árabil sjá Íslendingar fram á að fara að greiða niður opinberar skuldir í stað þess að auka þær. Kaflinn um Björn Inga Netmiðlar hafa verið duglegir við að skrifa valda kafla upp úr nýútkominni bók fréttastjóra DV, Inga Freys Vil- hjálmssonar, Hamskiptin– Þegar allt varð falt á Íslandi. Heiða B. Heiðars- dóttir, markaðs- og sölustjóri DV, segist á Facebook-síðu sinni bíða spennt eftir að Eyjan birti kafla úr bókinni sem fjalli um Björn Inga Hrafnsson, eiganda Vefpress- unnar sem rekur eyjan.is. Í kaflanum fjallar Ingi Freyr um tengsl Björns Inga og Kaupþings og hvernig Sig- urður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður bankans, hafi getað stjórnað skrifum um sig í gegnum Björn Inga þegar hann starfaði á Fréttablaðinu. Þá skrifar hann líka um kúlulán sem Björn Ingi fékk þegar hann var aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar, þáverandi forsætisráðherra. Kafkaísk sena Ingi Freyr er greinilega í miklum kafkaískum pælingum eins og titill bókarinnar bendir til. Það kemur svo sem ekki á óvart að hann vísi í Franz Kafka enda allt bankahrunið eins og það leggur sig kafkaísk sena. Hamskiptin eftir Kafka byrjar jú á setningunni: „Þeg- ar Gregor Samsa vaknaði í rúminu um morguninn, hafði hann breyst í risastóra pöddu.“ Það var vissulega þannig sem útrásarvíkingar birtust okkur landsmönnum rétt eftir hrun. Breyttust í pöddur Hamskipti Inga Freys gætu reyndar líka heitið Réttarhöldin sem er önnur heimsfræg skáldsaga eftir Kafka. Sú bók hefst svo: „Einhver hlaut að hafa rægt Jósef K. því að morgun einn var hann handtekinn án þess að hafa gert nokkuð af sér.“ Ætli allir útrásar- víkingarnir samsami sig ekki Jósef K. Þeir voru stjörnur í sínu sjálf- skipaða veldi. Stjórnuðu landinu á daginn og borðuðu gullflögur á kvöldin. Einn daginn hrundi allt og segja má að þeir hafi vaknað næsta dag og þeir orðnir að risastórum pöddum. liljakatrin@frettabladid.is V eruleg eftirspurn virðist vera hjá kjósendum eftir nýjum, Evrópusinnuðum hægriflokki, eins og sést af niðurstöðum Capacent-könnunar sem Fréttablaðið birti um helgina. Miðað við það hvernig fylgi flokk- anna lagðist í síðustu könnun Capacent og hvaðan nýr flokkur myndi aðallega fá fylgi sitt, gæti hann orðið stærsti flokkur landsins ásamt Sjálfstæðisflokknum, en báðir fengju samkvæmt þessari greiningu 21,5 prósent atkvæða og 14 þing- menn. Þar á eftir kæmu fjórir flokkar með 11-12 prósenta fylgi og 7-8 þingmenn og loks Píratar með 8 prósent og sex þing- menn. Þetta væri gríðarleg breyting á pólitíska landslaginu. Að sjálfsögðu þarf að hafa fyrirvara á niðurstöðunum. Eng- inn flokkur er orðinn til, langt í næstu kosningar og ný fram- boð fá oft mikinn stuðning í upphafi sem fjarar síðan út. Það er rangt að stilla nýjum flokki upp sem „Nýja Sjálf- stæðisflokknum“ eða klofningi út úr Sjálfstæðisflokknum. Miðað við niðurstöðurnar hefði hann breiðari skírskotun en það og fengi um helming fylgisins frá Framsóknarflokki, Samfylkingu og Bjartri framtíð. Um leið er það heldur ekki rétt, sem haldið hefur verið fram um helgina, að nýr flokkur af þessu tagi kæmi lítið við kaunin á Sjálfstæðisflokknum vegna þess að hann tæki ekki nema um fjórðung fylgis síns frá honum, miðað við það hvað fólk kaus í síðustu kosningum. Í síðustu kosningum var nefnilega um þriðjungurinn af sögulegu fylgi Sjálfstæðisflokksins annars staðar en heima hjá sér. Margir kjósendur sem ella hefðu kosið flokkinn kusu Samfylkinguna eða Bjarta framtíð vegna Evr- ópustefnunnar, en sumir Framsókn vegna loforða hennar um feita tékka handa millistéttinni. Nýr hægriflokkur gæti komið í veg fyrir að þetta fylgi skilaði sér nokkurn tímann aftur til Sjálfstæðisflokksins og hann myndi festast í núverandi fylgi. Til að ná til breiðari hóps en fyrrverandi kjósenda Sjálf- stæðisflokksins yrði slíkur flokkur þó að bjóða upp á eitt- hvað annað en stefnu Sjálfstæðisflokksins plús að stefna að ESB-aðild. Hann þyrfti til dæmis að setja róttæka uppstokkun landbúnaðarkerfisins á stefnuskrána og greina sig þannig frá flokkunum sem standa vörð um núverandi kerfi. Sumir forystumenn Sjálfstæðisflokksins átta sig greinilega á þeirri ógn sem nýr hægriflokkur væri við framtíðarfylgi hans. Hanna Birna Kristjánsdóttir varaformaður sagði á Stöð 2 um helgina að of geyst hefði verið farið fram með tillögu um að slíta viðræðum við ESB og finna þyrfti breiða sátt í málinu. Spurningin er hins vegar hvort forysta Sjálfstæðisflokksins hefur ekki þegar gengið alltof langt til að Evrópusinnuðu kjósendurnir komi nokkurn tímann aftur heim, að minnsta kosti á meðan aðildarviðræðum er ólokið. Bjarni Benediktsson hefur sagt að Sjálfstæðisflokkurinn muni aldrei styðja slíkar viðræður. Og fyrst ríkisstjórnin vill ekki fara þjóðaratkvæða- greiðsluleiðina til að höggva á hnútinn, er nánast óhjákvæmi- legt að flokkakerfið taki breytingum og línurnar leggist eftir afstöðu til þessa stóra hagsmunamáls þjóðarinnar. Kjósendur opnir fyrir Evrópusinnuðum hægriflokki: ESB-málið breytir flokkakerfinu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.