Fréttablaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 2
19. apríl 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2FRÉTTIR 2➜11 SKOÐUN 12➜13 HELGIN 16➜36 SPORT 48➜49 LÍFIÐ 45➜46 FIMM Í FRÉTTUM NÝR FRÉTTASTJÓRI OG GEYSISDEILA SEGLAGERÐIN ÆGIR Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR Opið í da g 12-16 Jörundur Guðmundsson fundaði með ríkissáttasemjara og komst að þeirri niðurstöðu að fresta verkfalli háskólakennara. Jörundur er for- maður Félags háskólakennara. Rakel Þorbergsdóttir var ráðin nýr fréttastjóri Ríkisútvarpsins og tekur því við af Óðni Jóns- syni. Magnús Geir Þórðarson rak í síðasta mánuði alla framkvæmda- stjórana á einu bretti. Sigurjón Kjartansson er meðal handritshöfunda íslensku sjónvarps- þáttanna Ófærð en serían stefnir í að verða sú dýrasta í íslenskri sjón- varpssögu. Kostnaðurinn nálgast nú milljarð. Ingibjörg Þórðardóttir, rit- stjóri vefsíðu BBC, hvetur konur til að harka af sér og vera sýnilegri í fj öl- miðlum með því að sækja um yfi rmanns- stöður og þiggja boð í viðtöl. ALLIR NEMA EINN SPÁ KR SIGRI 48 Fréttablaðið spáir í spilin fyrir úrslitaeinvígi KR og Grindavíkur í Domino‘s-deild karla. DREGUR TIL TÍÐINDA Á ENGLANDI 48 Leikir helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. SLYS „Móðurhjartað sló ótt og títt þangað til við heyrðum að allt væri í lagi,“ segir Ingibjörg Ragn- arsdóttir, móðir Ingólfs Axels- sonar. Ingólfur er ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur staddur í grunnbúðum Everest-fjalls, um 500 metrum fyrir neðan staðinn þar sem mannskætt snjóflóð féll aðfaranótt föstudags. „Við fréttum snemma af slysinu og það var ekk- ert sagt hvort það væri í lagi með hann,“ segir Ingibjörg. „Það var auðvitað allt sett í gang að reyna að ná í hann. Svo koma fréttir um að það sé í lagi með Vilborgu, sem betur fer, en þá varð maður ennþá smeykari.“ Hún náði loks stuttlega tali af syni sínum í gær en símasamband var mjög ótryggt í grunnbúðun- um eftir slysið. Hún segir biðina hafa verið mjög erfiða og að hún hafi ekki spurt Ingólf út í slysið. „Við erum bara afskaplega þakk- lát fyrir að það sé í lagi með þau,“ segir Ingibjörg. Yfirvöld í Nepal segja að minnsta kosti tólf hafi farist í snjó- flóðinu og að margra sé enn sakn- að. Hinir látnu voru allir nep alskir sjerpar, þaulreyndir fjallaleiðsögu- menn, meðal annars úr leiðangri Vilborgar og Ingólfs. „Þetta er virkilega erfiður dagur og allir hér hafa misst í dag,“ sagði Vilborg þegar fréttastofa náði af henni tali snemma í gær. „Sjerparnir hafa misst fjöl- skyldumeðlimi og vini. Við hin höfum misst fyrirmyndir og þeir sem hafa verið hér í mörg ár hafa margir misst félaga sína,“ sagði Vilborg. Hún hefur ekki tekið ákvörð- un um framhald ferðarinnar en til stóð að ná efsta tindi fjallsins í næsta mánuði. Snjóflóðið féll í um 5.800 metra hæð um klukkan eitt í fyrrinótt að íslenskum tíma, sem gerir kortér í sjö að staðartíma. Slysið er hið mannskæðasta í sögu Everest- fjalls. Stjórnvöld í Nepal hafa ekki gefið upp nöfn þeirra sjerpa sem fórust í snjóflóðinu né þeirra sem enn er saknað. Sjerparnir lögðu af stað snemma dags til að fara með vistir upp á fjall og undirbúa aðal- klifurtímabilið sem á að hefjast á næstu dögum. bjarkia@365.is Móðurhjartað sló ótt og títt eftir snjóflóðið Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Ingólfs Axelssonar Everest-fara, segist mjög þakklát fyrir að hann og Vilborg Arna Gissurardóttir séu heil á húfi eftir snjóflóðið mann- skæða í fjallinu í gær. Tólf fjallaleiðsögumenn eru látnir og margra enn saknað. INGIBJÖRG RAGNARS- DÓTTIR FLEIRI STYÐJA FRAMSÓKN 4 Fleiri styðja Framsóknarfl okkinn nú en fyrir tveimur mánuðum samkvæmt könnun Frétta- blaðsins og Stöðvar 2. Stjórnarfl okkarnir eru með samanlagt 42,7 prósenta fylgi. KJÓSA UM REYKJAVÍKURFLUGVÖLL 6 Sjálfstæðisfl okkurinn í Reykja vík vill láta kjósa aft ur um framtíðarstað Reykjavíkurfl ugvallar þegar nefnd um framtíð hans skilar af sér í lok árs. HVALVEIÐAR SKAÐA ÚT- FLUTNING 8 Whole Foods-verslanir auglýsa ekki íslenskt lambakjöt vegna hvalveiða. Talsmaður Alþjóðadýra- verndunarsjóðsins á Íslandi telur að það sé aðeins byrjunin. FRAMSÓKN MEÐ STERKUSTU EVRURÖKIN 12 Þorsteinn Pálsson um gjaldmiðla og skýrslu alþjóðastofnunar. VEÐUR „Það er skrítið hvað þetta hittir einmitt á þessa páskadaga, það er búið að vera ágætis veður, og það verður aftur ágætt eftir páskana,“ segir Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um páskahretið sem landsmenn hafa orðið varir við undanfarna daga. Hann segir að þó það viðri lítt til útivistar fyrir sunnan sé ágætt veður fyrir útivistarfólk á Norður- landi. „Svo verður miklu betra veður eftir helgi, minni vindur og meiri hlýindi í kortunum.“ Árni segir spár gera ráð fyrir hvassviðri fram að hádegi í dag, en þá muni hægjast um. Á sunnudag er áfram spáð suðvestanátt, en verulega dregur úr vindi. Áfram verður éljagangur sunnan- og vestan- lands. Áfram verður bjart og talsvert hægari vindur á Norðausturlandi. Hitastig verður á bilinu 0 til 5 stig fram á mánu- dag. Þá snýst vindur í suðaustanátt með næðingi með suðvesturströndinni og úrkomu, en hlýnandi veðri. Árni segir hitann geta farið í 10 stig á Norð- urlandi á þriðjudag. Færð er ágæt á láglendi víðast á landinu, en sam- kvæmt upplýsingum frá Vegagerð Íslands er hálka og snjóþekja víða á fjallvegum. - bj Illa viðrar til útivistar á Suðurlandi en spáð er hlýnandi veðri eftir páska: Hretið hittir á páskadagana ÓFÆRÐ Leiðin um Þorskafjarðarheiði var ófær, og varla hægt að sjá að þar sé vegur þar sem stikur voru á kafi í snjó í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT SAMEININGIN GENGIÐ ÁFALLALAUST 24 Mikið vatn hefur runnið til sjávar í sveitarstjórnarmálum síðan síðast var kosið til sveitarstjórnar í Garðabæ árið 2010. ÞÖRF Á NÝRRI HUGSUN TIL LAUSNAR HÚS- NÆÐISVANDANUM 26 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykja- vík, segir þörf á nýrri hugsun og nýrri nálgun til að taka á húsnæðisvandanum í Reykjavík. ALVEG HRIKALEGA HALLÆRISLEGUR 28 Arnmundur Ernst Backman segir að það myndi koma fólki á óvart sem kynnist honum hversu hallærislegur hann er. PÍNDUR Á DÖGUM PONTÍUSAR PÍLATUSAR 30 Illugi Jökulsson spyr hvort það sé ekki skrýtið að í trúarjátningu íslensku þjóðkirkjunnar skuli vera að fi nna nafnið á annars nær óþekktum rómverskum embættismanni sem hafði áreiðanlega ekki minnsta áhuga á trúmálum. LEITA AÐ PÁSKAEGGJUM 44 Sveppi og Gói stjórna páskadagskrá í Fákaseli í Hveragerði í dag. Boðið verður upp á páskaeggjaleit, húlahopp, andlitsmálningu, heimsókn í hesthúsið og hestaleikhús. Ókeypis fyrir 12 ára og yngri í fylgd með foreldrum. FJÁRÖFLUN FYRIR REYKJADAL 44 Nemendur í verkefnisstjórnun í Háskólanum í Reykjavík efna til fj áröfl unar á sumardaginn fyrsta fyrir Reykjadal, sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni. Keppt verður í hjólastólaspretti og hjólastólahandbolta. HIN UNGA HLJÓMSVEIT VIO SPILAR FYRSTA STÓRA GIGGIÐ Á ALDREI FÓR ÉG SUÐUR UM HELGINA 54 „Við erum ekkert stressaðir– við ætlum bara að hafa gaman af þessu,“ segir Páll Cecil. Sveitin vann Músíktilraunir fyrr í mánuðinum. ➜ Ögmundur Jónasson var gagnrýninn á ákvörðun þeirra landeigenda sem ætla sér að hefj a gjaldtöku við náttúruperlur Íslands. Líkir hann gjaldtöku við ofb eldi. HÓLPINN Ingólfur Axelsson dvelur um þessar mundir í grunnbúðum Everest. MYND/AXEL BRAGI BRAGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.