Fréttablaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 6
19. apríl 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 KOSNINGAR Samstaða virðist meiri um stefnuna í flugvallarmálum hjá frambjóðendum Sjálfstæðisflokks- ins en var í fyrri hópi borgarfull- trúa flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti stefnumál sín á blaðamanna- fundi í Rimaskóla í Grafarvogi á skírdag. Þar kom meðal annars fram að frambjóðendur flokksins telja ljóst að flugvöllurinn verði í Vatnsmýri um fyrirsjáanlega framtíð. Hall- dór Halldórsson, oddviti flokksins, boðar um leið kosningu meðal reykvískra kjós- enda um fram- tíð flugvallarins þegar nefnd um framtíð hans, sem Ragna Árnadóttir lögfræð- ingur og fyrrverandi dómsmálaráð- herra fer fyrir, skilar tillögum í lok árs. Fyrri íbúakosningu frá 2001, þar sem brotthvarf flugvallarins var samþykkt, telur hann úrelta. Afstaða borgarfulltrúa sjálf- stæðisflokksins til flugvallarins var áður klofin. Þannig vildu fyrr- verandi borgar fulltrúarnir Gísli Marteinn Baldursson og Þorgerður Helga Vigfúsdóttir að flugvöllurinn viki. Þá hefur örlað á skoðanamun í hópi núverandi frambjóðenda. Við afgreiðslu aðalskipulags í borgar- stjórn í nóvember í fyrra var líka felld tillaga borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Kjartans Magnús- sonar og Mörtu Guðjónsdóttur, í öðru, þriðja og sjötta sæti nú, um að flugvöllurinn yrði sýndur á núver- andi stað í skipulaginu. Þau greiddu líka atkvæði gegn aðalskipulaginu. Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Friðriksdóttir, sem nú skipa fjórða og fimmta sæti á lista flokksins, samþykktu hins vegar aðalskipu- lagið og sátu hjá við afgreiðslu á tillögu samflokksfólks síns. Halldór telur að taka þurfi upp aðalskipulag borgarinnar vegna ákveðinna þátta, en flokkurinn sé hins vegar sammála flestum áformum sem þar koma fram um þéttingu byggðar. „Við viljum fá niðurstöðu Rögnunefndarinnar og tryggja það að höfuðborgin sé með flugvöll í einhverri mynd. Við viljum ekki að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur,“ sagði hann í viðtali við fréttastofu að lokinni kynningu á stefnumálunum. Um leið sagði hann vel koma til greina að byggja í Vatnsmýri, það færi eftir útfærslum í niðurstöðum nefndarinnar um framtíð flugvall- arins. olikr@frettabladid.is HALLDÓR HALLDÓRSSON REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Í ÞOKU Afstaða væntanlegs borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokks til uppbyggingar í Vatnsmýri ræðst nokkuð af tillögum nefndar um framtíð flugvallarins sem skila á í lok þessa árs. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Flugvöllur í kosningu þegar nefndin klárar Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill láta kjósa aftur um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar þegar nefnd um framtíð hans skilar af sér í lok árs. Flokkur- inn kynnti áherslur sínar á skírdag. Prófa á fimm ára bekk og auka sveigjanleika. Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum er talað fyrir auknum sveigjanleika milli skólastiga til að betur verði mætt þörfum einstakra barna, allt frá leikskóla til framhaldsskóla. Námsleiðum eigi að fjölga í efri bekkjum grunnskóla og gefa nemendum kost á að stunda framhaldsskólaáfanga samhliða grunnskólanámi. Flokkurinn vill líka taka upp fimm ára bekk sem tilraunaverkefni. „Nágrannasveitar- félögin hafa gert tilraunir með þetta og það hefur gengið vel. Við teljum þetta mjög áhugavert,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti flokksins. Vilja auka sveigjanleika í skólakerfinu VIÐSKIPTI Eignasala Íbúðalána- sjóðs á fyrstu þremur mánuðum ársins er yfir sautjánfalt meiri en á sama tíma í fyrra. Í tilkynningu sjóðsins til Kauphallar kemur fram að á fyrsta ársfjórðungi hafi sjóð- urinn selt 629 eignir, þar af rúm- lega 500 íbúðir sem seldar voru til leigufélagsins Kletts. Á sama tíma í fyrra voru seldar 36 eignir. Fram kemur að samþykkt hafi verið að auki kauptilboð í 93 eign- ir til viðbótar þar sem tilboðs- hafar vinni að fjármögnun. 1.028 eignir eru sagðar í sölumeðferð en Íbúða lánasjóður er með 919 íbúðir í útleigu um land allt. Í mánaðarskýrslu sjóðsins kemur fram að hlutfall lána ein- staklinga sem eru í vanskilum hafi lækkað í mars. Fjárhæð van- skila útlána til einstaklinga nam 4,3 milljörðum króna. „Alls voru 7,11 prósent þeirra heimila sem eru með fasteignalán sín hjá Íbúða- lánasjóði með lánin í vanskilum í lok mars 2014, sambærilegt hlut- fall í lok mars 2013 var 9,20 pró- sent.“ - óká Vanskilahlutfall einstaklinga lækkar milli marsmánaða 2013 og 2014: Seldu 629 eignir á fyrsta fjórðungi REYKJAVÍK Almenn útlán Íbúðalánasjóðs drógust saman um 45,4 prósent milli mars 2014 og 2013, fóru úr 743 milljónum í 406 milljónir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tenerife nýtur afgerandi sér- stöðu fyrir einstakt náttúrufar og veðursæld, hreinleika og frábæran aðbúnað. Kynntu þér Tenerife á uu.is Ö LL V E R Ð E R U B IR T M E Ð F Y R IR V A R A U M P R E N T V IL LU R O G S TA FA B R E N G L. HOVIMA SANTA MARIA Íbúð með einu svefnherbergi og morgunverði. 10 nætur á 126.600 kr. 2.–12. maí. Flogið heim með Norwegian í gegn um London. 19 nætur á 149.900 kr. 2.–21. maí. Verð eru á mann miðað við tvo fullorðna. SVÍÞJÓÐ Hjón í úthverfi Stokk- hólms vöknuðu upp við vondan draum þegar þrír grímuklædd- ir þjófar sem komnir voru í íbúð þeirra heimtuðu peninga og verð- mæti. Innbrotsþjófarnir komust hins vegar fljótt að því að þeir höfðu brotist inn á rangan stað og báðust afsökunar á ónæðinu. Þjófarnir notuðu þó tækifærið og höfðu á brott með sér giftingar- hringa hjónanna, að því er segir á fréttavef Dagens Nyheter. - ibs Brutust inn í ranga íbúð: Þjófarnir báð- ust afsökunar SUÐUR-KÓREA, AP Mögulegt er að fleiri af farþegum suður-kóreskrar farþegaferju sem hvolfdi á fimmtu- dagskvöld hefðu bjargast ef skip- stjóri ferjunnar hefði gefið fyrir- mæli um að yfirgefa skipið fyrr. Skipstjórinn var handtekinn í gær ásamt tveimur öðrum skip- verjum. Hann er sakaður um van- rækslu í starfi og önnur brot. Skipstjórinn var ekki í brú skips- ins þrátt fyrir að siglt hafi verið á hafsvæði þar sem þess er krafist, lögum samkvæmt. Þá forðaði hann sér snemma frá borði í stað þess að stýra björgunaraðgerðum. „Skipstjórinn forðaði sér frá borði á undan farþegunum,“ segir Yang Jung-jin, saksóknari sem fer með rannsókn málsins. Rannsókn á ástæðum þess að ferjunni hvolfdi miðar lítið, en komið hefur í ljós að hún beygði skarpt rétt fyrir slysið. Ástæða þess að skipið beygði hefur ekki verið gefin upp. Alls voru 476 um borð í ferjunni, flest börn á leið í skólaferðalag. Staðfest hefur verið að 174 kom- ust af, 28 eru látnir og 274 er enn saknað. Einn þeirra sem komust lífs af, aðstoðarskólastjóri sem hafði umsjón með stórum hópi barna á ferjunni, stytti sér aldur í gær. Í sjálfsvígsbréfi hans kom fram að hann gæti ekki afborið að hafa lifað af þegar svo mörg börn í hans umsjá létust. Kafarar leita nú að líkum um borð í skipinu en lélegt skyggni undir yfirborði sjávar torveldar leitina verulega. - bj Lögreglan í Suður-Kóreu hefur handtekið skipstjóra ferju sem hvolfdi og sakar hann um vanrækslu: Skipstjórinn forðaði sér snemma frá borði SYRGJA Ættingjar þeirra sem fórust með ferjunni og þeirra sem enn er saknað syrgja börn sín og ættingja. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.