Fréttablaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 16
19. apríl 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 16 HELGIN 19. apríl 2014 LAUGARDAGUR Á TÓNLEIKA Unnar Söru Eldjárn í Mengi, Óðinsgötu 2, klukkan 21 í kvöld. Unnur Sara flytur eigin lög auk nokkurra uppáhaldslaga eftir aðra. Á SÖNG hrafnanna eftir Árna Kristjáns- son í Útvarpsleik- húsinu á Rás 1 klukkan 13 á morgun. Hljóðverk sem fjallar um Davíð Stefánsson og vini hans. Ólafur Darri Ólafsson leikur Davíð. SKÁLDSÖGUNA Sögusafn bóksalans eftir Gabrielle Zevin í þýðingu Karls Emils Gunn- arssonar. Hugljúf saga um bækur, ást og missi. Hafðu vasaklút við höndina. Á DJANGO UNCHAINED eftir Quentin Tarantino á Stöð 2 klukkan 23.55 annað kvöld. Stórbrotin mynd með Jamie Foxx, Christoph Waltz, Leonardo DiCaprio, Kerry Washington og Samuel L. Jackson í aðal- hlutverkum. Tarantino eins og hann gerist bestur. Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistarmaður Tónlistarhelgi Stefson-bræðra „Ég ætla að fara á Aldrei fór ég suður. Svo munum við Stefson-bræður líka koma til með að þeyta skífum fyrir vestan.“ Sigríður Thorlacius söngkona Vestfi rðir og lítið páskaegg Ég ætla vestur um helgina og spila á Aldrei fór ég suður með Hjaltalín, borða kannski eitt páskaegg, það allra minnsta (bara upp á málsháttinn). Slappa af í góðra vina faðmi og horfa á fjöllin. Ársæll Þór Ingvason, Intro Beats Semja og spila Ég verð að spila á Dolly langt fram á laugardagsmorgun með vinkonu minni, DJ Yamaho. Restinni af helginni ætla ég að eyða í að semja tónlist og borða páskaegg. „Það eru svo margir tónlistarmenn sem eru aldir upp í plötubúðum. Þegar stafræna formið kom til sög- unnar og plötubúðir fóru að loka um allan heim, fóru þessar sem eftir urðu að verða dálítið sérstak- ur vettvangur og mikil menningar- starfsemi sem fer þar fram. Það er svo gaman fyrir fólk að koma inn og hitta aðra sem eru að fást við það sama, eða að sjá þekkt andlit úr bransanum,“ segir Ingvar Geirs- son, eigandi Lucky Records, plötu- verslunar á Rauðarárstíg, en alþjóð- legur dagur plötubúðanna er í dag, laugardag. „Deginum verður fagnað,“ segir Ingvar jafnframt, en meðal annars koma fram hljómsveitirnar Sam- aris og Epic Rain, tónlistarmaður- inn Futuregrapher og svo verður útgáfufyrirtækið Borg með svo- kallað dj-sett. „Svo verður haldið upp á daginn með alls konar sér- stökum útgáfum. Of Monsters and Men ætla að gefa út tveggja laga, sjö tommu, vínylplötu, Ásgeir Trausti, og John Grant gefa einnig út sérstaka útgáfu á þessum degi. FM Belfast ætla að hafa sína nýju plötu fáanlega í plötubúðum, þrátt fyrir að formlegur útgáfudagur plötunnar sé 22. apríl, og Epic Rain gefur einnig út nýja plötu í dag, svo eitthvað sé nefnt. Það lendir reynd- ar þannig að dagurinn er á þess- ari páskahelgi, þannig að við erum í smá stríði við póstinn með að fá allt efnið til landsins fyrir þennan dag,“ segir Ingvar léttur í bragði. Ingvar segir mikla aukningu í útgáfu íslenskrar tónlistar. „Það er svo margt sem er að koma út, alls konar dót, margt sem er bara gefið út á vínyl og svona. En tölurnar eru samt langt frá því að vera þær sömu og voru fyrir tíu fimmtán árum síðan,“ útskýrir Ingvar, en hann hefur verið ein níu ár í bransanum. „Ég er gríðarlega mikill tónlistar- áhugamaður og ég elska það sem ég geri. Það er rosalega gaman að hafa komið því þannig fyrir að geta gert þetta alla daga,“ segir Ingvar. Alþjóðlegur dagur plötubúðanna er haldinn hátíðlegur í fjórða sinn hér á landi, en þetta er í fyrsta sinn sem íslensk útgáfa verður þennan dag. „Stefnan er að stækka við sig og hafa enn þá meiri og skemmti- legri dagskrá á næsta ári,“ segir Ingvar að lokum. olof@frettabladid.is Íslenskar útgáfur í tilefni dagsins Of Monsters and Men, Ásgeir Trausti, John Grant og FM Belfast meðal þeirra sem verða með sérstakar útgáfur á alþjóðlegum degi plötusala í dag, laugardag. Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Dagný Berglind Gísladóttir, ritstýra íbn.is Páskaegg og sumarbústaður „Ég verð á Laugarvatni að stunda jóga og hugleiðslu ásamt því að úða í mig páskaeggi númer 7 og reyna að klára mastersritgerðina mína.“ HELDUR DAGINN HÁTÍÐLEGAN Ingvar Geirsson hjá Lucky Records hefur verið plötusali í um það bil níu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.