Fréttablaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 30
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Í tilefni af 400 ára fæðingarafmæli sálmaskáldsins Hallgríms Péturs- sonar frumflytur kammerkórinn Schola cantorum Páskakantötu Hallgríms eftir Hreiðar Inga Þor- steinsson. Hreiðar verður gesta- stjórnandi á tónleikunum sem verða í Hallgrímskirkju á annan í páskum klukkan 20. Á efnisskránni eru einnig þrír páskasálmar í útsetningum dr. Róberts Abrahams Ottóssonar, ásamt hinu kraftmikla verki breska tónskáldsins Benjamin Britten, Rejoice in the Lamb. Björn Steinar Sólbergsson leikur undir á Klais-orgelið. PÁSKATÓNAR Í HALLGRÍMSKIRKJU TÓNSKÁLD Verk eftir Hreiðar Inga Þor- steinsson verður frumflutt á tónleikum í Hallgrímskirkju á annan í páskum. Hann verður einnig gestastjórnandi. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður er haldin um helgina á Ísafirði tíunda árið í röð. Fjöldi gesta heimsækir bæinn hverja páska til að hlýða á fjölbreytt úrval hljóm- sveita og listamanna af öllum stærðum og gerðum. Ein þeirra sveita sem koma fram um helgina er Maus, sem hefur legið í dvala frá árinu 2004. Hljóm- sveitin var stofnuð árið 1993 og var um nokkurra ára skeið ein vinsælasta hljómsveit landsins, meðal annars valin hljómsveit ársins á Íslensku tón- listarverðlaununum árið 1998. Undanfarin níu ár hafa hljómsveitar- meðlimir einbeitt sér að ýmsum verk- efnum innanlands sem erlendis en eru nú allir búsettir hér á landi. Birgir Örn Steinarsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar, segir þá félaga fyrst og fremst ætla að einbeita sér að eldri smellum enda hafi lítill sem enginn tími gefist til að huga að nýju lagasmíðum. „Við höfum verið afar uppteknir undanfarin ár við ýmis verkefni og ekk- ert náð að huga að nýju efni síðustu mánuði. Ég held að fólk vilji líka heyra gömlu slagarana, enda langt síðan við höfum spilað hér á landi.“ Hljómsveitin tók þó smá forskot á sæluna í október í fyrra þegar útvarpsstöðin X-ið hélt upp á 20 ára afmæli stöðvarinnar. Birgir sótti hátíðina þegar hún var haldin í fyrsta sinn, árið 2004. „Hún var minni í sniðum þá og ég vissi raunar ekki af henni fyrr en með tveggja, þriggja daga fyrirvara. Undanfarin ár hefur mig alltaf langað til að fara aftur og alltaf verið jafn svekktur yfir því að komast ekki. Andrúmsloftið er skemmtilegt, það er frítt inn og gestir eru á öllum aldri ólíkt flestum öðrum tónlistarhátíðum.“ Þrátt fyrir endurkomu hyggst sveitin ekki spila á mörgum tónleikum í ár. „Við höfum verið duglegir að segja nei enda frekar uppteknir. Við erum þó bókaðir á Secret Solstice-tónlistarhátíðina og á Eistnaflug í sumar en annars höfum við tekið þá ákvörðun að spila frekar á fáum tónleikum en gera það bara vel.“ MAUS SNÝR AFTUR ROKKHÁTÍÐ TÍU ÁRA Eftir níu ára hlé spilar hljómsveitin Maus á nokkrum tónleikum í ár. Þeir fyrstu verða á Aldrei fór ég suður um helgina. FJÖRUGT Gestir hátíð- arinnar eru á öllum aldri og skemmta sér vel. MYND/ÁGÚST ATLASON STEMNING Ókeypis er inn á Aldrei fór ég suður og alltaf góð stemning í húsinu. MYND/ÁGÚST ATLASON ENGU GLEYMT Maus spilaði óvænt á afmælistónleikum X-ins í október í fyrra. Sveitin spilar á Aldrei fór ég suður um helgina. MYND/HALLDÓR INGI Miðaverð 4.500 kr. Miðasala á Súfistanum Strandgötu Nánar á: www.mlh.is facebook: Menningar og listafélag Hafnarfjarðar Hashtag: #heimahatid Steindór Andersen & Hilmar Örn Hilmarsson Bjartmar • Ylja • Hallur Joensen (FO) Vök • Strigaskór nr. 42 • Mono Town Elíza Newman • Jónas Sigurðsson Fjallabræður • DossBaraDjamm Björn Thoroddsen + Jón Rafnsson & Andrea Gylfa Snorri Helgason & Silla Save the Children á Íslandi ht.is ÞVOTTAVÉLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.