Fréttablaðið - 19.04.2014, Side 54

Fréttablaðið - 19.04.2014, Side 54
19. apríl 2014 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 38TÍMAMÓT Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, STEINUNNAR ÞÓRLEIFSDÓTTUR Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ, frá Efri-Hólum, Núpasveit. Einnig sendum við kærar kveðjur öllum þeim sem geyma í hugskoti sínu ljúfar minningar um hana. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar og D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir góða umönnun. Hulda Bjarnadóttir Jóhann Geirdal Guðjón Þórhallsson Guðveig Sigurðardóttir Lárus B. Þórhallsson Hrönn Gestsdóttir Magnea Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN B. EINARSSON (SILLI) frá Vogum, lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 15. apríl sl. Útför hans fer fram frá Kálfatjarnarkirkju miðvikudaginn 23. apríl kl. 15.00. Þórdís A. Sigurjónsdóttir Hrefna Kristjánsdóttir Magnús Hafsteinsson Kristín Þóra Kristjánsdóttir Einar Birgir Kristjánsson Árný Eiríksdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, GUÐBRANDUR JÓN HERBERTSSON frá Lækjarbakka, Tálknafirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. apríl kl. 13. Blóm og kransar afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveitina Tálkna á Tálknafirði. Olga Herbertsdóttir Ásgeir Kristinsson Sævar Herbertsson Dagný Bjarkadóttir Einar Herbertsson Freyja Benediktsdóttir Ómar Herbertsson Margrét Hermannsdóttir og systkinabörn. 551 3485 • udo.is Óli Pétur út fararstjóri Jóhanna Erla guðfræðingur út fararþjónusta Davíð út fararstjóri Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GEIRS ÞORSTEINSSONAR húsasmíðameistara. Eygerður Bjarnadóttir Þorsteinn Geirsson Ragnheiður Gunnarsdóttir Örn Geirsson Steinunn Hreinsdóttir Kristín Sigríður Geirsdóttir Ársæll Þorleifsson barnabörn og barnabarnabörn. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ðurh 5, Rv 5 1 00 t n Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hinrik Valsson Okkar ástkæra RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR frá Skörðum, til heimilis að Óðinsgötu 32b í Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 10. apríl. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þann 22. apríl kl. 13.00. Sigurður B. Markússon og aðstandendur hinna látnu. Elsku hjartans sonur okkar, bróðir og faðir, ÓTTAR ÖRN VILHJÁLMSSON Reynigrund 9, Akranesi, lést föstudaginn 11. apríl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 23. apríl kl. 14.00. Þökkum öllum þann gríðarlega hlýhug og stuðning sem fjölskyldunni hefur verið sýndur á þessum erfiðu tímum. Vilhjálmur Birgisson Þórhildur Þórisdóttir Allan F. Vilhjálmsson, Hafþór Æ. Vilhjálmsson, Vilhjálmur R. Vilhjálmsson, Þórir Gunnar Jónasson, Róbert Óttarsson, Bríet Óttarsdóttir. MERKISATBURÐIR 1689 - Amalíuborg í Kaupmannahöfn brann eftir óperusýningu. 170 manns fórust í brunanum. 1770 - Brúðkaup Loðvíks 16. Frakkakonungs og Marie Antoin ette í Vínarborg. 1770 - James Cook skipstjóri sá strönd Ástralíu. 1887 - Landsbanki Íslands var sameinaður Sparisjóði Reykjavíkur. 1923 - Alþýðubókasafn Reykjavíkur, sem síðar var nefnt Borgarbókasafn Reykjavíkur, tók til starfa. 1954 - Fermingarbörn í Akureyrarkirkju voru klædd hvítum kyrtlum sem var nýjung á Íslandi. 1956 - Rainier III, fursti af Mónakó, giftist bandarísku leikkonunni Grace Kelly. 1971 - Charles Manson var dæmdur til dauða fyrir hlutdeild í morðinu á Sharon Tate. Siglingaklúbburinn Þytur var stofn- aður þennan mánaðardag árið 1975 af hafnfirskum áhugamönnum um siglingar og er í eigu félaga í klúbbnum. Aðdrag- andinn að stofnun klúbbsins var sá að árið 1971 hafði sjóskátaklúbbur á vegum skátafélagsins Hraunbúa tekið til starfa, auk þess sem æskulýðsráð Hafnarfjarðar stofnaði siglingaklúbb fyrir unglinga á sama tíma. Þessir klúbbar urðu síðan uppistaðan í Siglingaklúbbnum Þyt sem starfar í dag sem alhliða siglingaklúbbur fyrir alla aldurshópa. Fyrsta sumar klúbbsins fór starfsemi fram við slæmar aðstæður í Hafnarfjarðarhöfn en að ósk bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og Garðabæ var komið upp sameiginlegri aðstöðu fyrir Þyt og Siglingaklúbbinn Vog í Garðabæ. Sú aðstaða var sett upp í Arnarvogi og snerist starfsemi fyrstu árin að mestu leyti um framkvæmdir í Arnarvogi og lögðu klúbbfélagar fram mikla vinnu við bátasmíðar og viðgerðir á bátum. Þau sumur sem Þytur starfaði í Arnarvogi var haldið uppi öflugu barnastarfi bæði fyrir félagsmenn og æskulýðshópa. Einnig var efnt til siglingasýninga sem vöktu mikla lukku meðal bæjarbúa. Á 20 ára afmæli félagsins árið 1995 fékk félagið vilyrði frá bæjaryfirvöldum um lóð sunnan við Drafnarslipp og hófust framkvæmdir þar vorið 1998. Þar var byggt 350 fermetra húsnæði sem gegnir bæði hlutverki bátaskýlis og félagsaðstöðu. ÞETTA GERÐIST: 19. APRÍL 1975 Gróskumikill siglingaklúbbur settur á fót UNGUR SJÓMAÐUR Ungmennanámskeið Þyts eru vel sótt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í dag klukkan þrjú verður opnuð sýn- ing í Ásgarði í Kjós sem nefnist ein- faldlega Leiklist í Kjós. Á sýningunni er fjallað um Loft Guðmundsson rit- höfund og alnafna hans sem starf- aði sem ljósmyndari. Listamennirn- ir voru báðir fæddir í Kjós og komu mikið að leiklist og kvikmyndagerð. „Þeir tengjast báðir kvikmynda- sögunni en rithöfundurinn Loft- ur samdi leikritið Hreppstjórinn á Hraunhamri, sem varð í kjölfar- ið fyrsta verkefni Leikklúbbs Kjós- verja,“ segir Ólafur J. Engilbertsson, menningarmiðlari Sögumiðlunar sem setur upp sýninguna. „Leikklúbbur- inn var stofnaður árið 1978, sama ár og rithöfundurinn lést, en það verð- ur meðal annars fjallað um upp- færslu þess leikrits á sýningunni.“ Ásamt Sögumiðlun koma fjölmargir aðilar að sýningunni, meðal annars Kjósarhreppur, Kjósarstofa, Kvik- myndasafn Íslands og Leikminjasafn Íslands en það er Sigþrúður Jóhann- esdóttir sem átti hugmyndina að sýn- ingunni. „Hún var formaður Leik- klúbbs Kjósverja og hefur varðveitt ljósmyndir og gögn frá starfi leik- klúbbsins,“ segir Ólafur en klúbb- urinn starfaði frá árinu 1978 til árs- ins 1984. „Það var síðan í samstarfi við Kjósarhrepp sem við ákváðum að setja sýninguna upp í því formi að tengja þessa tvo menn við verkefnið,“ segir Ólafur. „Þeir voru báðir frum- kvöðlar í leikstarfi að vissu leyti og þó þeir hafi ekki verið búsettir mikið í Kjós þá höfðu þeir mikil áhrif á leikstarfið hér.“ Í tilefni af opnun- inni verður sýnd kvikmyndin Síðasti bærinn í dalnum sem Óskar Gísla- son gerði eftir kvikmyndasögu Lofts Guðmundssonar rithöfundar og Þor- leifs Þorleifssonar. Alnafnar heiðraðir í Kjós Menningarminjar sem varðveittar hafa verið um leikstarf Kjósverja verða til sýnis í dag í Kjós. Meðal annars verða skoðuð áhrif Loft s Guðmundssonar og alnafna hans á leikstarfi ð. ÁHRIFAMIKILL RITHÖFUNDUR Loftur Guðmundsson hafði mikil áhrif á leik- starfið í Kjós en hann skrifaði meðal annars leikverkið Hreppstjórinn á Hraunhamri.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.