Fréttablaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 60
19. apríl 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 44 LAUGARDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? LÍFIÐ … Páskaeggjaleit í Fákaseli HVAR? INGÓLFSHVOLL, 816 ÖLFUS HVERAGERÐI HVENÆR? LAUGARDAGINN 19. APRÍL KLUKKAN 13.00 Sveppi og Gói stjórna dagskránni í Fákaseli og verður boðið upp á páskaeggjaleit, húlahopp, andlits- málningu, heimsókn í hesthúsið og hestaleikhús. Aukasýning verður í hestaleik- húsinu klukkan 15.00 á páska- tilboði, 2.500 kr. og frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með foreldrum. EKKI MISSA AF … „Það er búið að vera mjög gef- andi og skemmtilegt verkefni að skipuleggja þetta,“ segir Áslaug Ármannsdóttir en hún stendur að fjáröflunarviðburði í Laugar- dagshöll fimmtudaginn 24. apríl á milli 13 og 17. Allur ágóði við- burðarins rennur óskertur til Reykjadals en það eru sumar- búðir fyrir fötluð börn og ung- menni. „Við erum nemendur í mastersnámi í verkefnisstjórn- un í Háskólanum í Reykjavík og hluti námsins er að gera verk- efni sem hefur samfélagslega skírskotun,“ segir Áslaug en ásamt henni standa að viðburð- inum þau Torfi Dan Sævarsson, Sigurður T. Valgeirsson, Gísli Rúnar Guðmundsson, Hafdís Huld Björnsdóttir og Rebekka Helga Aðalsteinsdóttir. „Þetta er keppni sem fyrirtæki geta skráð sig í en keppt verður í tveimur íþróttagreinum,“ segir Áslaug. „Annars vegar hjólastólaspretti og hins vegar hjólastólahand- bolta.“ Áslaug ítrekar að öllum sé velkomið að koma. „Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir verð- ur kynnir og Adolf Ingi og Sig- urbjörn Árni verða lýsendur íþróttagreinanna,‘ segir Áslaug. „Solla Stirða verður einnig á staðnum ásamt Hvata hvolpi og síðan verður eitthvað af starfs- fólki Reykjadals með stöðvar þannig að hægt verður að fá andlitsmálningu eða jafnvel að prófa að vera í hjólastól.“ Viðburðurinn er unninn í sam- starfi við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra en félagið rekur sumarbúðirnar í Reykjadal. Fyr- irtæki geta skráð sig með því að senda tölvupóst á netfangið hvati@slf.is en einnig er hægt að styrkja starfsemina með því að hringja í eftirfarandi síma- númer: 902-0010 fyrir eitt þús- und krónur, 902-0030 fyrir þrjú þúsund krónur og 902-0050 eru fimm þúsund krónur. - bþ Sprettur og hand- bolti í hjólastólum Nemendur í verkefnisstjórnun í Háskólanum í Reykjavík efna til fj áröfl - unar á sumardaginn fyrsta fyrir Reykjadal, sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni. „Gefandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Áslaug Ármannsdóttir. GÓÐHJARTAÐIR NEMENDUR Nemendur í Háskólanum í Reykjavík safna fyrir Reykjadal. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL LEIKHÚSGAGNRÝNI ★★★★★ Útundan Háaloftið í samstarfi við Tjarnarbíó. „Vel leikin sýning sem gaman hefði verið að sjá í tilraunakenndari búningi.“ EVA GUÐRÚN GUNNBJÖRNSDÓTTIR 19. APRÍL 2014 Tónleikar 20.00 SkonRokk-hópurinn heldur 80’s glysrokk- veislu í Hörpu. Meðal listamanna eru Magni, Eyþór Ingi, Biggi Haralds og Pétur Guðmundsson ásamt hljómsveitinni Tyrkja Guddu. Miða er hægt að nálgast á heimasíðu miði.is og kostar hann 6.900 krónur. 21.00 Anna Mjöll Ólafsdóttir djazzsöngkona mun flytja lög sem þekkt eru í flutningi Ellu Fitzgerald, Astrud Gilberto, Billie Holiday og fleiri. Miða er hægt að nálgast á vefsíðu miði.is og kostar mið- inn 3000 krónur. 21.00 Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns mun koma fram á Hvíta Húsinu á Selfossi. Miða er hægt að nálgast í Gallerí Ózone og Barón. Miða- verð er 2.500 krónur. 22.00 DJ Sammi sérhæfir sig í tónlistarstefnum á borð við funk, afrobeat, soul og samba latin. Plötusnúðurinn kemur fram á Kaffibarnum og er frítt inn. Uppákomur 23.00 Björgvin Ploder, Magnús Einarsson og Tómas Tómasson skemmta á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. Leikrit 20.00 Gullna hliðið er eitt af þekktustu og vin- sælustu leikritum sem skrifuð hafa verið á Íslandi. Það verður sýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri og leikstjóri er Egill Heiðar Anton Pálsson. Miða er hægt að nálgast á heimasíðu miði.is og kostar hann 4.400 krónur. Ljósmyndasýningar 14.00 Sigríður Ella Frímannsdóttir og Þórarinn Örn Egilsson opna ljósmyndasýninguna Thoella í galleríinu Populus tremula á Akureyri. Sýnd verða þrjú ljósmyndaverk. Uppistand 20.00 Grínistinn Jeff Dunham kemur fram í Hörpu með splunkunýtt efni. Miða er hægt að nálgast á heimasíðu miði.is Tónlist 22.00 Partísveitin SYKUR verður með tónleika á Dillon, Laugavegi 30, í boði Thule bjórs. 500 krónur inn. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid. is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Djass á Akureyri HVAR? GRÆNI HATTURINN, AKUREYRI HVENÆR? PÁSKASUNNUDAG KLUKKAN 21.00 Djasssöngkonan Anna Mjöll Ólafs- dóttir flytur meðal annars lög sem þekkt eru í flutningi Astrud Gilberto, Ellu Fitzgerald, Söruh Vaughan, Billie Holiday og Marilyn Monroe. Þá mun Anna Mjöll bjóða uppá skemmtisögu á milli atriða ANNA MJÖLL SYNGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.