Fréttablaðið - 26.04.2014, Side 16
26. apríl 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Aðalfundur
Aðalfundur Sjálfsbjargar félags fatlaðra
á höfuðborgarsvæðinu, verður haldinn þriðjudaginn 29.apríl
2013, kl 19:30 í félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál
Þeir félagsmenn einir hafa kosningarét t sem hafa greit t
félagsgjaldið fyrir árið 2013.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn.
Stjórnin
T illaga utanríkisráðherra um að slíta aðildarvið-ræðunum við Evrópu-sambandið hefur með
margvíslegu móti virkað á annan
veg en hann ætlaði. Sjálfur hefur
hann til að mynda viðurkennt að
hafa gert mistök með því að gera
sér ekki grein fyrir þeirri kröft-
ugu andstöðu mikils meirihluta
þjóðarinnar sem birst hefur síð-
ustu vikur. Svo er annað að hann
vill ekki draga neinn lærdóm af
þeim mistökum.
En hitt er ekki síður athyglis-
vert að tillagan hefur vakið upp
alveg nýjan áhuga á upplýstri
umræðu um öll þau álitaefni sem
aðildarumsókninni tengjast og
kosti hennar og galla. Um nokk-
urn tíma hefur umræðan verið
föst í tiltölulega einföldum frös-
um. Og eins og
úttekt á frétta-
flutningi Ríkis-
útvarpsins
sýndi hafa and-
stæðingar aðild-
ar verið ráðandi
í umræðunni.
Einfaldur
hræðsluáróður
hefur verið uppistaðan í rök-
semdafærslunni.
Engu er hins vegar líkara en
að tillagan um viðræðuslit hafi
leyst úr læðingi mikinn áhuga á
dýpri skoðun málsins. Sú spurn-
ing hefur orðið áleitnari hvað við
blasir ef Evrópuleiðinni er lokað.
Efasemdir um að unnt verði að
tryggja til frambúðar stöðugleika
án hafta eru meiri en áður. Þetta
er breytt pólitískt landslag. Fyrir
tveimur mánuðum gat ríkisstjórn-
in verið hæfilega áhyggjulaus
vegna spurninga af þessu tagi.
Nú kemst hún ekki hjá því að
taka þær með í reikninginn. Það
er gott. En hitt er verra að hún er
málefnalega illa undirbúin. Það
skýrir hversu ómarkviss og fálm-
kennd viðbrögð hennar hafa verið
við uppreisn almennings.
Skýrslur hagfræðistofnunar og
alþjóðastofnunar Háskóla Íslands
bæta úr sárum skorti á þekking-
arundirstöðu fyrir málefnalega
rökræðu. Þó að utanríkisráðherr-
ann hafni þekkingarframlaginu
og bindi sjálfan sig fastan við
siglutré hræðsluáróðursins bend-
ir flest til að þunginn í málefna-
legri umræðu muni aukast. Málið
verður stærra í næstu kosningum
en ella hefði orðið.
Dýpri og frjórri umræða
Þó að skýrslurnar tvær séu góð umræðubót fer því fjarri að öll álitamál hafi verið brotin
til mergjar.
Tvær áhugaverðar spurning-
ar vakna vegna sjávarútvegsins.
Önnur lýtur að samningum við
þriðju ríki um fiskveiðiheimild-
ir úr deilistofnum innan og utan
lögsögu. Þar er meginreglan sú
að Evrópusambandið semur fyrir
hönd aðildarríkjanna. Enn hefur
hins vegar engin djúp greining
farið fram á því hvernig kaup-
in gerast á eyrinni innan banda-
lagsins að þessu leyti.
Við höfum langa reynslu af því
að Evrópusambandið er harð-
drægt fyrir hönd aðildarríkjanna.
En hvernig koma þau ár sinni
fyrir borð inn á við? Makríllinn er
dæmi um stofn þar sem ætla má
að betra hefði verið að semja áður
en til mögulegrar inngöngu kæmi.
En er hugsanlegt að í öðrum til-
vikum gæti verið sterkara að hafa
sambandið allt að baki Íslandi, til
dæmis gegn Norðmönnum og Rúss-
um? Þetta þarf að skoða betur.
Einnig þarf að skoða hversu
miklar takmarkanir á erlendri
fjárfestingu í sjávarútvegi eru
æskilegar. Morgunblaðið var til að
mynda frá upphafi andvígt fjár-
festingafyrirvaranum í samningn-
um um evrópska efnahagssvæðið
alveg óháð afstöðunni til aðildar.
Er hugsanlegt að í ljósi mikilla
tækifæra í meiri fullvinnslu og
ýmiss konar hátækniiðnaði í sjáv-
arútvegsklasanum hefði greinin
þörf fyrir rýmri fjárfestingar-
kosti? Menn eiga ekki að hrapa að
niðurstöðum. En það er ástæða til
að greina slík álitaefni betur.
Sjávarútvegurinn
Útgangspunkturinn í öllum athugunum á landbúnaðin-um í tengslum við hugsan-
lega Evrópusambandsaðild er að
verja óbreytt ástand. Það er virð-
ingarvert út frá því sjónarhorni
að menn vita hvað þeir hafa. En er
ekki hitt líka spurning hver fram-
tíð landbúnaðarins á Íslandi er að
öllu óbreyttu? Er ekki hugsanlegt
að þeir kostir séu of þröngir ætli
menn sér að sækja fram?
Það hefur orðið talsverð fram-
leiðniaukning í landbúnaði. Bænd-
um fækkaði til að mynda nokkurn
veginn í sömu hlutföllum hér á tíma
Guðna Ágústssonar í landbúnaðar-
ráðuneytinu og í Finnlandi á fyrsta
áratug Evrópusambandsaðildar.
Það var til marks um framfarir
bæði hér og þar.
Framleiðniaukningin þarf að
halda áfram eigi bændur ekki að
dragast aftur úr. En það eru tak-
mörk fyrir því hvað þeim má fækka
án þess að það ógni tilveru grein-
arinnar. Spurningin er því sú hvort
ekki þarf að hugsa dæmið upp á
nýtt. Gætu sóknarfæri landbúnað-
arins hugsanlega falist í frjálsari
viðskiptum og greiðari aðgangi að
nærmörkuðum?
Við áleitnum spurningum af
þessu tagi eru engin einföld svör.
En ástæða getur verið til að greina
þær betur og skoða hvort breyting-
ar gætu mögulega falið í sér meiri
tækifæri en óbreytt ástand. Hér eru
verkefni fyrir fræðasamfélagið. Og
þó að pólitíkin sé lokuð fyrir þekk-
ingaröflun er greinilegt að almenn-
ingur kallar eftir frjórri umræðu.
Landbúnaðurinn
Þ
jóðleikhúsið frumsýndi í gærkvöldi leikritið Eldraunina,
eða The Crucible, eftir bandaríska leikskáldið Arthur
Miller. Leikritið er byggt á sögulegum atburðum sem
áttu sér stað í Salem á austurströnd Bandaríkjanna við
lok sautjándu aldar. Um var að ræða svokallaðar norna-
veiðar eða galdraofsóknir en í leikritinu eru nokkrar ungar stúlkur
staðnar að því að magna seið úti í skógi og í kjölfarið eru þær
grunaðar um galdur. Rannsóknarmenn og dómarar eru kallaðir til
bæjarins og stúlkurnar bregðast við með því að saka aðra í bænum
um að vera andsetnir.
Arthur Miller leit á verkið
sem ádeilu á McCarthy-
tímann fyrir sextíu árum, en
þegar verkið var fyrst frum-
sýnt á Broadway áttu sér stað
nornaveiðar í Bandaríkjunum.
Öldungadeildarþingmaðurinn
Joseph McCarthy fór fyrir
hópi fólks sem vildi stöðva útbreiðslu kommúnisma í Bandaríkj-
unum. Sjálfur var Miller kallaður til yfirheyrslu á vegum nefndar
sem kallaðist því óþjála nafni „Óameríska nefndin“. Miller var
sakaður um að vera kommúnisti eða í það minnsta að hafa samúð
með málstað þeirra. Hann neitaði að benda á aðra sem gætu verið
hallir undir kommúnisma og var dæmdur fyrir að óvirða banda-
ríska þingið. Þeim úrskurði var síðar hnekkt.
Arthur Miller lifði raunverulegar nornaveiðar. Sjötti áratugur-
inn í Bandaríkjunum var óhugnanlegur tími hvað varðar ofsóknir
á hendur fólki með ákveðnar stjórnmálaskoðanir – og ætti að vera
okkur víti til varnaðar.
Nornaveiðar eru dauðans alvara og sögulega eru þær furðu
nálægt okkur í tíma sem slíkar. Og því miður eru nornaveiðar eitt-
hvað sem við þekkjum ágæt dæmi um í nútímanum; annaðhvort í
því formi að einhver sá sem unnið hefur sér eitthvað til óhelgi að
mati hóps, sem telur sig fara með kennivald, er tekinn af lífi án
dóms og laga í óeiginlegri merkingu eða í formi kröfugerðar um að
eðlilegar leikreglur réttarríkis séu sveigðar til móts við refsigleði
múgs. Og þá er sönnunarfærsla aukaatriði.
Við ættum öll að temja okkur að tala af ábyrgð um fyrirbæri
sem þessi en því miður hefur borið á því, ekki síst meðal stjórn-
málamanna vorra tíma, að merking orða og hugtaka hefur verið
gengisfelld. Okkur hættir til að vilja líkja snarpri umræðu við
nornaveiðar fyrri alda eða ofsóknir og einelti í okkar nærsam-
félagi. Þannig erum við fljót að gera lítið úr því þegar fólk er raun-
verulega ofsótt. Nýjasta dæmið um slíkt gæti verið Guðni Ágústs-
son en hann hætti óvænt við að leiða lista Framsóknarflokksins
í Reykjavík. Fjölmargir vilja rekja þá ákvörðun til ofsókna sem
Guðni á að hafa sætt á netinu. Er þar talað um „óhróður“ og „net-
tröll“; Sigrún Magnúsdóttir, formaður þingflokks Framsóknar-
flokksins, sagði í Fréttablaðinu í gær að menn hefðu farið hamför-
um í gagnrýni á Guðna á meðan hann var að hugsa sig um.
„Margt af því sem birtist á bloggsíðum og víðar er ógeð,“ sagði
Sigrún í gær án þess að nefna nein dæmi. Við sem höfum fylgst
með umræðunni spyrjum okkur hvar þennan meinta óhróður sé að
finna nema átt sé við pistla þar sem vitnað er í orð Guðna sjálfs.
Það er ekkert leyndarmál að Guðni hefur í áraraðir barist gegn
hagsmunum Reykvíkinga í nafni byggðastefnu. Hann hefur meðal
annars flutt þingmál um að Reykvíkingar eigi að borga hærri
skatta en aðrir landsmenn, svo aðeins eitt dæmi sé nefnt.
Spuninn virðist sá að Guðni sé fórnarlamb nornaveiða nútíma-
legra nettrölla og hafi þess vegna mátt hrökklast frá. Fólk ætti
ekki að tala af svo mikilli léttúð um það þegar raunveruleg
múgsefjun og nornaveiðar taka völdin.
Gengisfelling orða og hugtaka:
Nornaveiðar
Mikael
Torfason
mikael@frettabladid.is