Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.05.2014, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 26.05.2014, Qupperneq 2
26. maí 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 KJARAMÁL „Þetta er afar óréttlátt og við munum leita réttar okkar,“ segir Kristján Jóhannsson, for- maður Félags flugmálastarfs- manna ríkisins, eins þriggja félaga sem nýlega gerðu kjara- samning við Isavia eftir þrjár fimm klukkustunda vinnustöðv- anir. Isavia hefur hýrudregið alla vaktavinnumenn úr vinnustöðv- unarfélögunum um fimmtán klukkutíma, sem mun svara til um 24 þúsund króna, burt séð frá því hvort þeir hafi átt vakt eða ekki þegar vinnustöðvanirnar stóðu yfir. Kristján segir að um þrjú hundruð félagsmenn hans séu í vaktavinnu fyrir Isavia. „Það er eins og fyrirtækið gefi sér að allir hafi verið að vinna í einu – sem er ekki. Hið rétta er að á bilinu áttatíu til hundrað manns áttu að vera á vakt í þessa tíma. Okkar skoðun er sú, og hún er studd áliti okkar lögfræðinga, að fyrirtækið verði að reikna þann tíma sem raunverulega tapaðist í vinnu en ekki reikna út frá því að allur hópurinn hafi átt að vera í vinnu í þessi skipti,“ segir Krist- ján. Flugvallarstarfsmenn hafa reiknað út að vaktavinnumenn- irnir hafi að meðaltali verið frá vinnu vegna aðgerðanna í fjóra og hálfa klukkustund. Það sé þannig meira en þrefalt fleiri tímar sem Isavia hafi skert laun- in. Munurinn fyrir fyrirtækið samkvæmt grófu mati er nærri fimm milljónir króna að sögn Kristjáns. „Það sjá allir að Isavia er að stórgræða á þessu. Við teljum sanngjarnt að þessum vinnutím- um sem raunverulega töpuðust sé skipt jafnt á alla okkar félags- menn. Þannig að þeir sem áttu vaktina þegar verkfallið stóð beri ekki einir skaðann,“ segir Krist- ján sem kveður Isavia ósveigjan- legt. „Við verðum að leita réttar okkar í þessu máli. Það verður að fara með þetta alla leið – eins og alltaf þegar Isavia á í hlut.“ Friðþór Eydal, upplýsinga- fulltrúi Isavia, segir fyrirtækið standa rétt að uppgjörinu vegna vinnustöðvananna. Það sé í sam- ræmi við verklagsreglur sem séu við lýði hjá Samtökum atvinnulífs- ins. gar@frettabladid.is Telja Isavia draga of mikið af laununum Flugmálastarfsmenn segja ósanngjarnt að Isavia hýrudragi alla vaktavinnumenn um þær 15 klukkustundir sem þrjár nýlegar vinnustöðvanir vöruðu. Hver þeirra hafi aðeins verið fjóra og hálfan tíma frá vinnu að meðaltali. Stefnir í dómsmál. Í LEIFSSTÖÐ Svona var stemningin á Keflavíkurflugvelli í aprílbyrjun á meðan á vinnustöðvun flugvallarstarfsmanna stóð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það sjá allir að Isavia er að stór- græða á þessu. Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins. LANDBÚNAÐUR Hörður Harðar- son, formaður Svínaræktar- félags Íslands, vill ekki tjá sig um ástæður þess að svínabænd- ur deyfa ekki grísi áður en þeir eru geltir, eins og kveðið er á um lögum. Hörður segir að félagið hafi sent út fréttatilkynningu og menn ætli að láta þar við sitja. Í henni kemur fram að svína- bændur vinni í samráði við stjórnvöld að innleiðingu nýrra laga um dýravernd. Lögin gangi lengra en sambærileg löggjöf í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. - jme Bændur gelda ódeyfða grísi: Unnið að inn- leiðingu laga LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Selfossi er langt komin með að rannsaka kynferðisbrot starfsmanns sumar- dvalarheimilis fyrir fatlað fólk í sveitarfélaginu Árborg. Í frétt RÚV um málið kom fram maðurinn hefði brotið gróflega gegn tveimur konum á fertugs- og og fimmtugsaldri sem eru báðar þroska skertar. Maðurinn neitar sök. Hinn grunaði er tengdur rekstrar- aðila heimilisins fjölskylduböndum. Að sögn RÚV er sumardvalar- heimilið í umdæmi félagsþjónust- unnar í Árborg og nærliggjandi sveitarfélaga og hefur félagsmála- stjórinn ákveðið að senda ekki fólk í sumardvöl þangað. Félagsmálastjórar annarra sveit- arfélaga hafa einnig vitneskju um rannsóknina og geta því gripið til sömu ráðstafana. Hins vegar þarf fatlað fólk ekki atbeina félagsþjón- ustunnar til að sækja um sumar- dvöl. Hægt er að sækja beint um dvöl á heimilinu til forráðamanna þess og margir skjólstæðingar fara á sömu heimilin ár eftir ár. - jme Starfsmaður á sumardvalarheimli fyrir fatlaða grunaður um kynferðisbrot: Braut gegn tveimur konum LÖGREGLUMÁL Karl og tvær konur á þrítugsaldri urðu fyrir því að tveir karlar veittust að þeim og börðu þau í höfuðið með flöskum aðfaranótt sunnudags fyrir utan skemmtistaðinn Park á Hverfisgötu. Árásarmennirnir komust undan en þau sem urðu fyrir árásinni voru flutt á slysa- deild til aðhlynningar. Önnur konan fór úr axlarlið og þurfti að sauma spor í höfuð hennar. Hin konan var með brákað bein í hendi og sauma þurfti spor í höfuð mannsins, sem fékk heila- hristing. - ósk Réðst að fólki með flösku: Gróf líkamsárás í miðbænum KJARAMÁL Fundahöld voru í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair um helgina. Mikið bar enn í milli í deilunni þegar blaðið fór í prentun. Yfirvinnubann flugfreyja og flugþjóna er í gildi en klukkan sex í fyrramálið hefst átján tíma verk- fall hafi ekki samist fyrir þann tíma. Verði verkfall falla niður um 60 ferðir. Sólarhringsverkfall er boðað 6. júní og annað þann 12. júní. Ótímabundin vinnustöðvun hefst svo 19. júní. - jme Samningar ganga hægt: Líkur á verk- falli flugfreyja LÖGREGLURANNSÓKN Lögreglan á Selfossi rannsakar meint kynferðisbrot karlmanns sem vann á sumardvalar- heimili fyrir fatlaða. Rannsókn er langt komin. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR VIÐSKIPTI Finnur Árnason, forstjóri Haga hf., segir yfirlýsingar atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytisins um að tollkvótar hafi verið opnir síðan í lok febrúar ekki gera neitt gagn fyrir verð á nautakjöti. Samkvæmt yfirlýsingu ráðuneyt- isins hefur tollkvóti vegna innflutn- ings á nautakjöti verið opinn síðan í lok febrúar á þessu ári og verð á inn- lendu kjöti hafi engin áhrif á innflutningsverðið. Finnur segir að þrátt fyrir tollkvótann séu innflutn- ingsgjöld allt of há, og að til þess að lækka verð á inn- lendu kjöti þurfi að afnema tolla að öllu leyti. „Það sem ég er að benda á er að verð á nautakjöti hefur hækkað um 20 prósent. Það er það sem neytendur búa við. Sem þýðir það að aðgerðir ráðuneytisins hafa ekkert vægi. Þær duga ekki til að halda aftur af þessum verðhækkunum,“ segir Finnur. „Þess vegna er eðlilegt að allur tollur á nautakjöti sé afnuminn, svo það sé flutt inn meira, og það mun koma í veg fyrir þessa hækkun. Þá þurfum við ekki að yfir- bjóða þessa fáu gripi sem til eru úti í sveitum.“ - kóh Forstjóri Haga segir opna tollkvóta engu breyta um verð á nautakjöti: Okur rúmast innan tollkvóta BÚFÉ Framboð nautakjöts hefur farið þverrandi, og hefur það ýtt verði upp. Til þess að stemma stigu við þessari þróun þarf innflutningsverð að lækka. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FINNUR ÁRNASON SPURNING DAGSINS Kringlunni heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN Dagur, skemmist lagningin ekki í sundi? „Hún skemmist ekki ef maður heldur höfðinu upp úr.“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Sam- fylkingarinnar, segist opinn fyrir lagningu Sundabrautar og að gert sé ráð fyrir Sunda- braut í aðalskipulagi. ÍSRAEL, AP Frans páfi sagðist vona að friður næðist brátt í Mið-Austur- löndum í ræðu sinni í Ísrael í gær þar sem hann sýndi Palestínumönn- um stuðning. Frans sagðist hryggur yfir því að borgin heilaga, Jerúsalem, þyrfti enn að þola átakaástand. Páfi boðaði réttláta langtímalausn í málinu, svo Ísraelsmenn og Palestínumenn gætu lifað í sátt. Hann sagði Ísrael verðskulda „öryggi og frið innan alþjóðlega sam- þykktra landamæra“, en sagði um leið að íbúar Palestínu hefðu „rétt á því að lifa með sæmd og ferðafrelsi“. Páfi sagði þráteflið í friðarum- leitunum milli Ísraels og Palestínu „óásættanlegt“. Hann kom á fundi forseta Ísrels og Palestínu í Vatíkaninu í næsta mánuði. - kóh Páfi gerði sér ferð til vöggu kristinnar trúar í Betlehem: Frans páfi studdi Palestínumenn VIÐ AÐSKILNAÐARMÚRINN Í BETLEHEM Páfi bað bænir sínar við aðskilnaðarmúr- inn í Betlehem. Þá tók hann upp á því að klæðast svart-hvítum köflóttum höfuðkufli, sem er tákn hins palestínska málstaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.