Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.07.2014, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 05.07.2014, Qupperneq 8
5. júlí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 HEILSA Evrópska matvælaöryggis- stofnunin, EFSA, staðfestir fyrra mat byggt á dýrarannsóknum að efnið akrýlamíð í matvælum geti mögulega valdið krabbameini hjá neytendum á öllum aldri. Akrýl- amíð myndast í mestu magni í kol- vetnaríkum matvælum sem eru hituð mikið og getur til dæmis verið í kartöfluflögum, frönskum kartöflum, kexi, morgunkorni, hrökkbrauði og kaffi. Miðað við líkamsþyngd eru börn í mestri hættu, að því er segir á vef EFSA. „EFSA birtir nú drög að nýrri skýrslu sinni um akrýlamíð til þess að kalla eftir mati almenn- ings. Búið er að endurmeta gögn sem gefa vísbendingu um að akrýl- amíð sé í of miklu magni í matvæl- um miðað við neyslu almennings á slíkum vörum. Það hafa hins vegar ekki verið sett nein hámarksgildi fyrir akrýlamíð í matvælum og framleiðendur hafa því lítið að miða við en neytendur þurfa að hafa í huga að matvæli sem eru með þessu efni verði ekki uppi- staðan í fæðunni,“ segir Katrín Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá Matvælastofnun, MAST. Á fréttavef sænska blaðsins Dagens Nyheter segir að magn akrýlamíðs í matvælum hafi ekki minnkað þótt lengi hafi verið vitað um möguleg skað- leg áhrif þess á heilsuna. Haft er eftir sérfræð- ingi sænsku matvælastofnunar- innar að matvælaframleiðendur verði að skerpa sig. Á vef MAST segir að efnið hafi ekki fundist í matvælum sem framleidd eru eða elduð við suðu- hitastig, það er 100 gráður. Þar segir jafnframt að til séu einfald- ar aðferðir til að minnka inntöku á akrýlamíði. Forðast á mikla steik- ingu, brenndan mat, mikinn bakst- ur og dökkristaðan mat. Sérfræðingur sænsku matvæla- stofnunarinnar, Lilianne Abrams- son Zetterberg, kveðst hafa skiln- ing á því að gular og slappar franskar kartöflur höfði ekki til margra en það sé skynsamlegt að taka brauðið úr brauðristinni áður en það verður dökkt. ibs@frettabladid.is Kaffi og franskar geta valdið krabba Venjuleg matvæli eins og franskar kartöflur, kartöfluflögur, kex og kaffi geta innihaldið krabbameinsvaldandi efni. Þetta er staðfest í drögum að nýrri skýrslu evrópsku matvælaöryggisstofnunarinnar. Forðast á neyslu á brenndum mat. KATRÍN GUÐJÓNSDÓTTIR VARASÖM FÆÐA Neytendur þurfa að hafa í huga að matvæli með efni sem getur valdið krabbameini verði ekki uppistaðan í fæðunni, segir sérfræðing- ur hjá Matvælastofnun. NORDICPHOTOS/GETTY PI PA R\ TB W A SÍ A 14 18 95 DÓMSMÁL Héraðsdómur í Krist- iansand í Noregi dæmdi í gær fer- tugan Íslending í ellefu ára fang- elsi fyrir morðið á Helga Dahle, sem var fimmtugur útvarpsmaður. Íslendingurinn játaði að hafa stungið Dahle þrívegis í bakið og einu sinni í bringuna með veiðihníf með þeim afleiðingum að hann lést. Atvikið átti sér stað í gleðskap í heimahúsi í Valle þann 26. maí í fyrra. Hnífurinn hafði verið nýtt- ur til að skera pylsur í partíinu. Málsatvik voru með þeim hætti, samkvæmt norskum miðlum, að Dahle reyndi að stöðva Íslend- inginn sem átti í stimpingum við annan mann, með því að sparka í höfuð hans. Í kjölfarið réðst Íslend ingurinn á Dahle. Árásar maðurinn íslenski býr í Grimstad og hefur verið bú- sett ur í Noregi síðan 2005. Saksókn ari hafði farið fram á tólf ára dóm yfir manninum. - aí / - nej Íslendingur í Noregi stakk Norðmann fjórum sinnum með veiðihníf: Fékk ellefu ár fyrir manndráp ÞEKKTUR Maðurinn sem dó var þekkt- ur útvarpsmaður í Noregi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.