Fréttablaðið - 05.07.2014, Síða 68

Fréttablaðið - 05.07.2014, Síða 68
5. júlí 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 36 LÍFIÐ „Maður fer bara upp á svið og þau velja þann sem er rauðhærð- astur,“ segir Vaka Agnarsdótt- ir en hún var valin efnilegasti rauðhærði Íslendingurinn á Írsk- um dögum á Akranesi í fyrra. Vaka segist vera stolt af því að vera rauðhærð en hún vann reiðhjól fyrir sigurinn en sá sem sigrar í eldri deild keppninnar vinnur ferð fyrir tvo til Dublin í boði Úrvals Útsýnar. Keppn- in fer fram í fimmtánda sinn nú um helgina á Írskum dögum en í byrjun júlí ár hvert halda Skagamenn dagana hátíðlega til þess að minnast írskrar arfleifð- ar sinnar sem er meðal annars rautt hár. Titillinn rauðhærðasti Íslend- ingurinn þykir afar eftirsóttur en tugir keppenda hafa mætt á ári hverju til að sýna hár sitt og freista þess að sigra. Sjálf býr Vaka í Hafnarfirði en hafði lengi langað til þess að taka þátt í keppninni. „Síðan er fullt af tækjum og alls konar,“ segir Vaka en meðal dagskrárliða bæjarhátíðarinnar eru götug- rill, útitónleikar, brekkusöngur, Hálandaleikar og margt fleira. baldvin@frettabladid.is Stolt af rauða hárinu Vaka Agnarsdóttir var valin efnilegasti rauðhærði Íslendingurinn á Írskum dögum í fyrra en í byrjun júlí ár hvert halda Skagamenn dagana hátíðlega. RJÚKANDI RAUÐHÆRÐ Tugir keppenda taka þátt í keppninni rauðhærðasti Íslend ingurinn ár hvert. 1. Rauður hárlitur er virkilega sjaldgæfur en einungis 1–2% mannkyns eru rauðhærð. 2. Rautt hár er í genum en fjöl- skylda getur borið rauðhærða genið í margar kynslóðir án þess að vita af því. 3. Rautt hár heldur litnum mun lengur í ellinni en hár í öðrum lit. 4. Rauðhærðir búa til meira D-vítamín og þurfa því ekki eins mikið sólarljós og aðrir. 5. Rauðhærðir þurfa vanalega meira magn svæfingarlyfja fyrir aðgerðir og eru með meira þol gegn verkjalyfjum. ➜ Fimm staðreyndir um rauðhærða 2 Frábærir höfundar á toppnum 1 Lín Design Laugavegi 176 og Glerártorgi www.lindesign.is Sími 533 2220

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.