Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1981, Blaðsíða 1
r > FRETTIR I P gárgngur l.töl lað ^ J Árlegt grímuball Eyverja Hið árlega grímuball Ey- verja fyrir börn var s.l. þriðju- dag í Samkomuhúsinu. Að venju komu gestirnir klæddir hinu beztu búning- um, svo sem venja er. 1. verðlaun að þessu sinni hlaut „ungur Elliðaeyjar-graddi“, sonur Didda í Svanhól, sem hér er mynd af. Vöruafgreiðsla Herjólfs í nýtt húsnæði Vöruafgreiðsla Herjólfs h. f. hefur nú flutt sig úr Frið- arhöfn í hið nýja og glæsilega hús sitt að Básaskersbryggju. Öll aðstaða við losun og lestun vöru er hin bezta í hinu nýja húsnæði, sem er um 500 fermetrar að stærð. Skrifstofur félagsins munu væntanlega flytja á efri hæð hins nýja húsnæðis um næstu mánaðamót. A neðri hæð nýja hússins verður afgreiðsla pappíra og geymslur fyrir skipafélagið. I sal vörugeymslu er sér- stök „renna“ fyrir flutninga- vagnana, þannig að vörur eru teknar úr þeim á jafnsléttu og þykir þetta hið mesta hagræði fyrir starfsmenn. Það er til þess tekið, að framkvæmdir við húsið hafa gengið einkar vel og fullkom- lega staðizt allar áætlanir og gott betur og þeim félögum Knúti Akselssyni, sem hann- aði húsið, og Valgeiri Jón- assyni, lofað fyrir vel unnin störf. Úr geymslusal vöruafgreiðslu Her jólfs h.f. á Básaskersbryggju. - w Friðþjófur Másson er „yfirgeneral“ í vöruafgreiðslu Herjólfs. Þrettándagleði Týs í gær í gær var haldin þrett- ándagleði Týs, svo sem venja er, þótt einum degi seinna væri nú í ár. Það vakti óskipta athygli, að Týrarar höfðu stórglæsi- lega flugeldasýningu. 500 svokölluðum tívolíbomb- um“ var skotið á loft, auk annarra flugelda. Mjög mikil vinna liggur að baki við undirbúning og framkvæmd þessa mannfagnaðar, og lætur nærri að um eitt hundrað manns hafi lagt þar hönd á plóginn. RENNIBEKKIR fyrir flestar borvélar. - -- -- -- -- Filmuframköllun ------- ÖRBYLGJUOFNAR - m ■> 5-10 gíra reiðhjól, karla og kvenna. 12 og 6 strengja gítarar - - - - Myndavélatöskur, þær koma að gagni í vetur ------- (Þetta er bara brot af því stórkost- lega vöruvali sem við höfum uppá að bjóða - ! KJARNI SF RAFTÆKJAVERZLUN -

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.