Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1981, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1981, Blaðsíða 2
FRETTIR Utgefandi: Eyjaprent h.f. Ábyrgðarmaður: Guðlaugur Sigurðsson Auglýsingasími: 1210 - Upplag 2000 eintök Tölvusetning og offsetprentun: Eyjaprent hf. Bárugötu 9 -PO. BOX 272 900-Vestmannaeyjar Bygging nýja skólans í vest- urbæ Á bæjarráðsfundi síðast- liðinn mánudag kom fram, að þar sem framlag í fjárlögum ríkisins 1981 til byggingar nýs grunnskóla í Vestmanna- eyjum, og þar sem fjárhagsá- ætlun bæjarsjóðs hefur ekki hlotið afgreiðslu, óskar bæj- arráð eftir því við Áshamar h.f. að frestur til endanlegrar ákvörðunartöku um áfram- haldandi byggingarfram- kvæmdir við skólann verði framlengdur til 16. janúar n.k. Sem kunnugt er hefur rík- isstjórnin gert nýjar efna- hagsáætlanir, þar sem niður- skurður verður á opinberum framkvæmdum. Spurning er því, hvort hinn nýi grunn- skóli okkar verður fyrir barð- inu á þessum aðgerðum rík- isstjórnarinnar. Það kemur væntanlega í ljós á næstunni, þegar íjárlög liggja endan- lega fyrir. Skákþingið 1980 - Sjötta umferð - Teflt var mánudaginn 5. janúar sl., en mæting var ekki sem skyldi, þar sem sumir voru ekki enn komnir úr jólafríi og aðrir fylgdust ekki með og eitthað ruglast í rím- inu. En úrslitin í fyrsta flokki urðu þau að Kári vann Arnar eftir langan og erfiðan leik. Arnar hafði hvítt en náði aldrei föstu taki á Kára og varð að gefa eftir smátt og smátt þar til yfir lauk. Páll Árnason tefldi með hvítu móti Ágústi Omari, en Páll missti snemma peð og varð að láta undan síga og tapaði; trúlega borðað of mik- ið um jólin. Ólafur Hermannsson tefldi með hvítu mönnunum á móti Þorvaldi Hermannssyni og mér fannst sem Ólafur hefði fengið heldur betra tafl, er hann allt í einu fór að stæla Hubner og lék af sér manni, og það eru ekki mörg orð um það, hann varð að gefast upp skömmu seinna. Þá áttust þeir við, Guð- mundur Búason og Lúðvík Bergvinsson, og það mátti strax merkja það, að róðrarn- ir, sem Lúðvík hefur staðið í nú undanfarið, hafa hert hann sem fleiri í því starfi. Guðmundur hafði hvítt og mátti þakka fyrir að halda jöfnu með því að þráskáka. Annar flokkur: Elías tefldi við Sigmund yngri og vann hann sannfær- andi. Óskar tefldi við Auðun Jörgensen og var snöggur að afgreiða hann. Sigfús Gunnar vann Gunnar Ingólf Gíslason anzi laglega. Undirritaður vann svo Sig- fús Gunnar, en Sigfús tefldi tvær skákir þetta kvöld. Þá tókust þeir heldur betur á, Hallgrímur Óskarsson og Daníel WFTraustason. Dan- íel var með hvítt og náði frumkvæði í skákinni og var kominn með frípeð, en þá var því líkast að „hedd“-pakkn- ingin hefði eitthvað farið að gefa sig og hann fór að draga í land, sem var þó aldeilis óþarfi, því hann var með betri stöðu og átti að kýla peðið upp, en hann hélt að sér höndum og hann tapaði skák- inni. Far þú vel, svo'fpru jólin. Skákmenn góðir. Um leið og við óskum öllum árs og ,,friðar“ og þökkum liðið ár, þá gleymum því ekki, að það kostar alltaf klof að ríða röft- um og menn verða alltaf að leggja nokkuð að sér við hvað sem er ef árangur á að nást. Stefnum nú að því að ná upp öflugri sveit, sem getur með sóma boðið út til keppni hvaða skákfélagi sem er! Sigmundur Andrésson. Kynnisferð á Kefla- víkurflugvöll Eyverjar efna til kynnisferðar á Kefla- víkurflugvöll laugardaginn 17. janúar. DAGSKRÁ: Laugardagur: Keflavíkurflugvöllur skoð- aður, og kynning á starfsemi hans. Geir Harde verður leiðsögumaður. Sunnudagur 18. jan.: Kynnst störfum Alþingis og Alþingishúsið skoðað undir leiðsögn Friðriks Sophussonar, alþingis- manns. Stjórnarráðið skoðað og rætt við Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra. Þátttökugjald í lágmarki. - Þátttaka til- kynnist Magnúsar Kristinssonar, sem einnig veitir allar upplýsingar í síma 1444 og 2044. EYVERJAR. ÍBÚÐ ÓSKAST tfl leigu Oska eftir að taka góða íbúð eða einbýlis- hús á leigu. Upplýsingar í síma 2490 á kvöldin. Framhaldsskólinn í Vm vill ráða stundakennara í faggreinum neta- gerðar og rafvirkjunar nú þegar. Laun samkvæmt kjarasamningum ríkis- starfsmanna. Skólameistari. Aðalfundur Frh. af bls. 4 Á fundinum kom fram hörð gagnrýni á framkvæmd danskennslu hér og hvatning til foreldra að fylgjast vel með þeim málum. Fundurinn stóð yfir á þriðja tíma, og leiddist eng- um þeirra 65, sem við- staddir voru. Stjórn félagsins hefur síðan haldið fjóra stjórnarfundi. Þar hafa verið rædd ýmis mál, sem félagið gæti látið til sín taka: Bekkjarkvöld, þar sem foreldrar eiga góða stund með bömum sínum. Tómstundanámskeið, spilakvöld o.fl. 12. desember bauð 6. bekkur foreldrum til spilakvölds. VAr spilað hálft spjald og þótti það takast mjög vel. Gaman hefði verið að fá fleiri foreldra en þeir sem komu áttu þama skemmti- lega stund með krökkunum. Fé- lagið vill færa þeim kærar þakkir fyrir hugulsemina og vonast til að geta goldið líkt. Laugardaginn 10. janúar n.k. verða Litlu-jóla skemmtiatriðin sýn almenningi kl. 3 í samkomu- sal Bamaskólans. Á eftir verður selt dýrindis kafti og „meððí“ í anddyrinu og annast nemendaráð og foreldrar þann þátt enda gert í ágóðaskyni fyrir ferðasjóð nem- enda 6, bekkja. Þama fara fram fjölbreytt skemmtiatriði. Það er einlæg von stjómarinn- ar að sem flestir geti komið. Stjómin auglýsir hér með eftir góðum hugmyndum að starfa að. Félagið telur tæpt hundrað með- lima og væntir þess, að foreldrar og þeir aðrir, sem áhuga hafa á uppeldis- og fræðslumálum, ger- ist félagar. Hafið samband við einhvem úr stjóminni sem fyrst. Stjórnin.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.