Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1981, Blaðsíða 3

Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1981, Blaðsíða 3
Byrjaðir að leggja netin Mikill hugur er nú í Eyja- skipstjórum við fískiríið. Nokkrir Vestmannaeyja- bátar lögðu netin strax milli jóla og nýárs. Þorskveiðibann var þó í gildi þá daga, svo þorksur í afla mátti ekki fara yfír 15%. Hefur heyrst að útgerðarmenn í Þorlákshöfn hafí brugðið skjótt við og lýst megnri óánægju með neta- lagnir Eyjabáta, þar sem þeir lögðu á „þeirra svæðum“. „Þeir físka sem róa“, seg- ir íslenzkur málsháttur. Þetta sannast í flestutn tilfellum. Víst er að þeir hafa fískað hér sem róið hafa og nokkrir bátar eru þegar farnir að afla ágæt- lega, frá 6 tonnum allt upp í ein 15 í róðri. Verkakvennafélagið Snót heldur árshátíð sína laugardaginn 17. janúar n.k. Þorramatur verður fram- reiddur. - Góð skemmtiatriði. Qmen 7 leijtur fyrir dansi. Miðapantanir frá kl. 19-20 í símum 1824 og 2570. Verkakvennakvennafélagið Snót. Auglýsingasími Frétta er 1210 Erum fluttir.... Jólahraðskákmótið Erum fluttir með vöruafgreiðslu Herjólfs h.f. úr Friðarhöfn í nýja hús félagsins að Básaskersbryggju 10. HERJÓLFUR H.F. Jólahraðskákmót Taflfé- lags Vestmannaeyja var hald- ið 29. des. s.l. Atján kepp- endur voru mættir til leiks, en því miður þá gat ég ekki verið viðstaddur, svo ég læt vera að minnast á einstakar skákir eða viðbrögð manna í þeim leik. Þess má þó geta að aðalstorm- sveipurinn, „Kári“, var ekki mættur því hann var að halda jólin í Reykjavík og þess vegna minna um sviptingar allar. En þarna voru mættir nokkrir gamlir „jólasveinar“, en þó ungir kunningjar okkar, þeir Stefán Gíslason, Karl Björnsson og Björn Ingi Magnússon, og settu þeir sinn svip á mótið. Þeir virðast engu hafa gleymt í skákinni þó svo að þeir segðust ekki vera í nokk- urri æfíngu. Mætti maður kannski spyrja hvar hefðu þeir lent, ef þeir hefðu nú verið í góðri æfingu? En hvað um það, Guðmundur Búason tók strax í upphafi forystuna og hélt henni út allt mótið og vann alla sína keppinauta. Arnar Sigurmundsson var líka í feikna jólastuði og fylgdi Guðmundi fast eftir, lengi vel. Hafnaði Arnar í 2. sæti. En mest held ég að hafí komið á óvart frammistaða Jósúa Steinars Hallgrímsson- ar, sem varð í 4. sæti ásamt Stefáni Gíslasyni.—► í hraðskákmótum veltur það stundum meira á heppni heldur en í lengri skákum og kemur þar margt til og ræður það oft miklu um gang mála hvernig úrslit verða. En þetta á þó alls ekki við um Jósúa. Vinningar féllu þannig: Nafn Vinningar Guðmundur Búason .... 16 Arnar Sigurmundsson 13,5 Olafur Hermannssson og Karl Björnsson .... 11,5 Stefán Gíslason og Jósúa Steinar Hallgrímsson . 10,5 Ágúst Ómar Einarsson, Björn Ingi Magnússon, Lúðvík Bergvinsson og Óskar Sigmundsson .... 10 Hallgrímur Óskarsson . . 9,5 Elías Bjarnhéðinsson og Þorvaldur Hermannsson . . 9 Páll Árnason og Einar Sigurðsson.........8 Tómas Baldvinsson.......6 Jón Pálsson .............4 Guðmundur B. Guðmunds- son og Sigmundur Andrésson yngri ...... 2,5 Sigmundur Andrésson. RAÐHUS VIÐ FOLDAHRAUN 30-34 til sölu Endaíbúð og miðíbúð í raðhús- um okkar við Foldahraun er til sölu. Húsin eru u.þ.b. 133 fer- metrar með bílskúr. Allar upplýsingar gefur Gunnar Helga- son, í síma 1249 á verkstæði og 2582 heima. Trésmiðja Gunnars Hellisholti

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.