Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1981, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1981, Blaðsíða 4
ÓSKA EFTIR DAGMÖMMU Upplýsingar í síma 2011. ÍBÚÐ EÐA HERBERGI Óska eftir litilli íbúð eða herbergi til leigu. Upplýsingar í síma 2504. Greiða nauðsyn- legustu rekstrar- gjöld Þar sem fjárhagsáætlun bæjarsjóðs liggur enn ekki fyrir, hefur bæjarráð sam- þykkt að heimila greiðslu áj nauðsynlegustu rekstraigjöld- um þar til fjárhagsáætlun fyr- ir árið 1981 liggur fyrir. Hand- boltinn Um næstu helgi leggur mfl. Týs í handbolta karla land undir fót og spilar tvo leiki á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Þann fyrri á laugar- dag í Mosfellssveit við HK. Hefst sá leikur kl. 15.00 og síðari leikurinn verður á sunnudaginn kl. 14.00 í Laug- ardalshöll. Næsti heimaleikur verður 31. janúar n.k. við KA (frest- aður leikur). HAndknattlciksdcild TÝS. Frá Foreldrafélagi Barnaskólans: Aðalfundur foreldra- félags Barnaskólans Formaður, Siguríður Guð- mundsdóttir, flutti skýrslu stjórnar og fer útdráttur úr henni hér á eftir: „23. október 1979varhald- inn stofnfundur Foreldrafé- lags Barnaskólans. Afundinn mættu 27, sem var frekar fátt og má rekja þessa lélegu mæt- ingu til þess að veður var mjög slæmt og vegna þess var foreldrum, sem ekki sátu fundinn, gefínn kostur á að verða stofnfélagar, með þeim hætti, að senda voru heim með nemendum orðsending- ar um, að þeir sem hefðu áhuga á að gerast stofnfélagar skyldu skrifa nöfn sín á orð- sendinguna til skólans. 24 notfærðu sér þetta, þannig að stofnfélagar urð 51. A stofnfundinum var kosin stjóm, sem skyldi athuga starfs- ^ grundvöll og lög foreldrafélags. Stjómin hefúr hitzt nokkrum sinnum á árinu, og Sigríður Jakobsdóttir hefúr setið kennara- fúndi f.h. foreldrafélagsins. Á stjómarfúndum hefúr verið rætt vítt og breitt um málefni skólans, j t.d. hefúr verið rætt um breytingu á skólaferðalögum, opið hús þar sem foreldrar og nemendur skemmtu sér saman, lagfær- ingu á lóð skólans, t.d. með uppsetningu leiktækja o.fl. og skreytingu skólahússins að utan, sem er nú komin í það stig, að fengin hefur verið listakonan Steinunn Mar- teinsdóttir, til að gera lág- mynd úr leir, sem sett verður á suðurhlið nýja skólans og kostnað af þessu verki ber ríkið, skv. lögum um skreyt- ingu opinberra bygginga. Reikningar liggja ekki fyrir þar sem félagið á ekkert fé, og þar af leiðandi hefur engin fjárhagsáætlun verið gerð. Þá var kosin ný stjórn, en hana skipa: Friðrik Oskars- son, formaður, Sigríður Ja- kobsdóttir, gjaldkeri, Þóra Guðmundsdóttir, ritari og meðstjómendur eru Ásta Arnmundsdóttir, Eiríkur Guðnason, Katrín Magnús- dóttir og Sigurður Elíasson. Sr. Kjartan Orn Sigur- björnsson flutti erindi um kristnifræðikennslu. Erind- inu fjörugar og hreinskilnis- legar umræður. Guðmundur Þ.B. Olafsson, tómstunda- fulltrúi, flutti erindi um tóm- Vatnselgur á götum Gífurlegur vatnselgur varð á götum bæjarins í asahláku, sem myndaðist í stórrigningu í fyrrakvöld. Flestar götur í miðbænum voru sem stórfljót í leysingum og máttu bæjarstarfsmenn og aðstandendur fasteigna hafa sig alla við að bægja vatns- flaumi frá. Víða urðu skemmdir á hús- næði af völdum vatnsins og sumir máttu ganga vatn í ökla leysingar hér og urðu í fyrra- kvöld. Mikill snjór var fyrir, svo kom suðaustan rokið og stórrigningin. Því er ekki ekki ofsagt um veðurfar í Eyjum: „Annað hvort í ökla, eða eyra!“ Af meðfylgjandi mynd má sjá hvernig snjó skóf í stóra skafla. Haft hefur verið á orði um margnefnda Hamarsgirð- ingu, að breyta þyrfti henni í sjó- og snjóvarnargarð, frem- ur en að setja þarna upp einhverja rollugirðingu. Olögleg grjóttaka? Á þorláksmessu varð ég vör við að tveir menn, á vörubíl með krana, réðust á einn grjótgarðinn vestur í hrauni. Gerðu þeir sér lítið fyrir og ,,kjöftuðu“ nokkrum tonnum af grjóti á vörubílinn á ör- skammri stund og voru svo á bak og burt. Þar sem ég er meðmælt því að varðveita gamlar minjar Vestmannaeyja, sem í þessu tilfelli eru mikil handverk gamalla Vestmanneyinga, 'spyr ég hér með bæjaryfir- völd, hvort nokkur hafí leyfi til að vinna spjöll á þessum mannvirkjum. Hvar er náttúruverndarráð bæjarins. ER það kannski með allan hugann við það, að vernda nýja hraunið, sem velflestir bera lítinn hlýhug til ennþá? Ef þetta athæfí fyrrnefndra manna er ólöglegt, er þá ekki ráð að taka í lurginn á þeim? inni í húsi. Sjaldan verða eins miklar stundastörf á vegum tóm- stundaráðs í bænum. Kom fram fjöldi fyrirspurna, sem Guðmundur svaraði. FRAMHALD Á BLS. 2 BÍLL TIL SÖLU: Renault sendibíll til sölu. Snjó- og sumardekk, allt á felgum. Verð kr. 35.000. (Lítið ekinn). Upplýsingar í síma 1910 og 2066. Landakirkja: 11. janúar 1981: Sunnudagaskóli kl. 11 f.h. Messa kl. 14.00, Gísli Frið- geirsson, skólameistari, pré- dikar. Sóknarprestur. VIÐTALSTÍMI SÓKNARPRESTS: er kl. 16-17 alla virka daga og eftir samkomulagi. - Sími 1607. Bíó FIMMTUDAGUR: Klukkan 8: Harðhausar Endursýnd aðeins þetta eina sinn. Bönnuð innan 14 ára. Klukkan 10: Lausnargjald drottningar A QUEEN'S Bönnuð innan 14 ára. Vesturbæingur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.