Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.01.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 15.01.1981, Blaðsíða 1
r * FRETTIR I ¦ VIKUBLAÐ V J 8. árgangur Vestmannaeyjum 15. janúar. 1981 2. tölublað \m lað ¦ ir Slökkvilið Vestmannaeyja: 24 útköll á árinu 1980 Útköll Slökkviliðs Vestmanna- eyja á árinu 1980 vegna gruns um eld urðu 24, sem skiptast þannig: íkveikjur í útihúsum og kofum 7. Bílar 2. í kynditækjum 1. Eldur í bát 1. Vélahúsi Fiskiðjunnar 1. Sinubruni 3. Gabb 1. í íbúðar- húsi 1. Skipaafgreiðslu 1. Sorp- brennslan 1. Ýmislegt 4. í flestum tilvikum var um óverulegt tjón að ræða, nema i Fiskiðjunni. Þar eyðilagðist af eldi rafmagnstafla og allt varð svart af sóti. Hér var um verulegt tjón að-ræða, þótt ekki hefði komið til rekstursstöðvunar. Ennfremur varð feiknatjón í Ski paaf g reiðsl u Friðriks Óskarssonar af eldi, reyk og hita. Ein breytingátækjumslökkvi- liðsins er, að stór vatnsbyssa hefur verið sett á tankbíl og er nú hægt að nota hana beint við bruna, eða til að verja hús. Kom þessi byssa að mjög góðum notum við brunann i Skipaaf- greiðslu Friðriks Óskarssonar. Slökkviliðinu er kunnugt um að reyktjón varð af svonefndum skrautkertum. Var eitt slíkt skilið eftirlogandi íhúsiogerfólkkom heim aftur, var allt fullt af reyk. Þarna sést, að aldrei borgar sig að fara frá logandi kerti. Slökkviliðið hefur æfingar vikulega að sumrinu til en hálfsmánaðarlega á veturna. Æfingar eru hafðar þannig, að hver slökkviliðsmaður á að mæta á æfingu einu sinni í hverjum mánuði. Kristinn Sigur&sson, slök k viliösstjor i. Slökkviliösstjori ásamt lögreglu litur á skemmdir i stærsta bruna i Eyjum 1980, Skipaafgreiöslu Friðriks Óskarssonar. Jens og JónBragi í landslið Tveir Týrarar hafa verið valdir í landslið íslands. rað eru þeir Jens Einarsson, sem valinn hefur verið í A-landslið íslands og hinn stórefnilegi Jón Bragi Arnarsson hefur verið valin til æfinga með unglingalandsliðinu. Kemur þetta ekki á óvart i handboltaheiminum, þar sem báðir tveir þykja þessa traust verðir. Handknattleiksráðsmenn og aðrir Týrarar óska þeim til hamingju með þennan árangur. Fundur með f ræðslu- stjóra Undanfarin ár hefur foreldra- og kennarafélag starfað við Gagnfræðaskólann. Markmið þessa félags er m.a. að beita sér fyrir umræðum um skóla- og uppeldismál. Annað kvöld (föstudag) kl. 20.00 verður haldinn fundur um Fréttatil- kynning frá knattspyrnu- ráði ÍBV Nú með hækkandi sól fara margir að hugsa til komandi knattspyrnutimabils. Ákveðið er að hefja æfingar með meistara- flokksliðinu innan skamms og er mikilvægt að sem allra flestir verði með frá upphafi. Hér með eru því allir, sem áhuga hafa á að vera með, boðaðir til fundar í [þrótta- miðstöðinni fimmtudaginn 15. janúar (í kvöld) kl. 20.00. Knattspyrnuráð. Alsherjar manntal í Vm Á fundi bæjarráðs s.l. mánudag var samþykkt að kveðja til starfsfólk til starfa við allsherjar manntal hinn 31. janúar n.k. skv. sérstökum lista, sem Áki Heinz Haraldsson hefur unnið. Starfsfólk við manntalið verður alls 75 manns. skólamál i sal Gagn- fræðaskólans. Þar hefur Jón R. Hjálmarsson, fræðslu- stjóri Suðurlands, framsögu um skóla- og uppeldismál á Suðurlandi og svarar fyrirspurnum. Fundurinn er öllum opinn og eru foreldrar sérstaklega hvattir til að mæta. FRÉTTATILKYNNING. Lionsmenn gefa hljóm- flutnings- tæki til Hraunbúða Á þorláksmessu heimsottu Lionsfélagar í Vestmanna- eyjum dvalarheimilið Hraun- búðir og gáfu fullkomin útvarps- og hljómf lutningstæki af Pioneer gerð. Með gjöf þessari sýndu Lions- félagar enn einu sinni hlýhug sinn til vistmanna Hraunbúðaog málefna aldraðra hér í Eyjum. Er Lionsfélögum hér með færðar beztu þakkir fyrir góða gjöf. Forstööukona, starfsfólk og vistmenn Hraunbúðum. TÖKUM MYNDIR im allar tegundir af litmynd- um til framköllunar. Þú færð myndirnar til baka að 4-5 dögum liðnum. Reynið þjónustuna! Vorum að fá kvikmyndasýningavélar og tökuvélar með hljóði! Verzlunin KJARNI SF Skólavegi 1 - Sími 1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.