Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.1981, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.1981, Blaðsíða 2
FRETTIR Utgefandi: Eyjaprent h.f. Abyrgðarmaður: Guðlaugur Sigurðsson Auglýsingasími: 1210 - Upplag 2000 eintök Tölvusetning og offsetprentun: Eyjaprent hf. Bárugötu 9 -PO. BOX 272 900-Vestmannaeyjar SAMHYGÐ Framhald af bls. 1 un hennar fer eftir því, hvort við lifum í sátt við okkur sjálf. 4. Við þjáumst þegar við lifum í mótsagnakenndu á- standi, þegar við minnumst slíks ástands og þegar við ímyndum okkur það. (Þetta eru hinar þrjár leiðir þjáning- arinnar). 5. Aðeins hinn sanni til- gangur lífsins getur veitt okk- ur einingu, getur veitt okkur líf sátta og samlyndis, eða með öðrum orðum: Getur unnið bug á mótsögnum sem er að finna á hinum þremur leiðum þjáningarinnar. Er mikið starf sem fylg- ir því að vera í Samhygð? Hér í Vestmannaeyjum byrjuðu vikulegir fundir í september og hafa síðan verið á hverjum laugardegi kl. 17 í félagsheimilinu. Þetta hefur farið nokkuð rólega af stað, en nú er fyrir- hugað að kynna Samhygð með kynningarfundi í Fé- lagsheimilinu n.k. sunnudag, 25. janúar kl. 16.00. Á þess- Hefi nærri allt safnið af bókum Halldórs Laxness á mjög góðu verði. Bækur úr Alfræðisafni A.B., nýjar á 60 til 80 kr. Skipabók A.B. á 115 kr. Aldahvörf í Eyjum á 95 kr. Einar ríki, 3 bækur á 250 kr. I fararbroddi. Harald- ur Böðvarsson 2 bækur 105 kr. Einars saga Guð- finnssonar 95 kr. Skraut- útgáfan nýja um Jón Sig- urjónsson 3 st. 395 kr. Is- lenzk þjóðlög sér Bjarna Þorsteinssonar 165 kr. Al- manak Þjóðvinafélagsins hið meira, fyrir 1981 sem ætti að vera til á hverju heimili, 48 kr. Kaupi gamlar bækur og heil söfn ef um semst. Forbókasalan SPÖRVASKJÓL um fundi verður Pétur Guð- jónsson, höfundur bókarinn- ar UM HAMINGJUNA, en hann er leiðbeinandi Sam- hygðar í New York. Auk Péturs munu fleiri leiðbein- endur frá Rvík mæta á þenn- an fund. (Setja verður fyrir- vara um mætingu Péturs, að því leyti, að koma hans hing- að er háð því, að ekki verði röskun á flugi Flugleiða frá New York um helgina. Þurfí að fresta fundi á sunnudag verður hann haldinn á mánu- dag, 26. janúar). Hverjir myndu hafa gagn af vinnu með Samhygð? Allir, sem líta svo á, að breyting sé möguleg hjá þeim sjálfum og samfélaginu. Hvað er gert á fund- unum? Vikuæfingarnar, eða hin svonefnda „Reynsla undir leiðsögn“, gefa iðkendum þeirra tækifæri til að sættast við sjálfan sig og vinna bug á vonbrigðum og gremju vegna fortíðarinnar. Hún getur einnig stuðlað að meira skipulagi í daglegum gjörð- um, gefið framtíð okkar til- gang og þannig losað okkur við kvíða, hræðslu og óstöð- ugleika í lífinu. Áttu þá við að þeir sem leita eftir stöðugleika lífs- ins hjá Samhygð, séu í einskonar endurhæfíngu, eða meðferð? Nei, alls ekki. Vinnaí Sam- hygð er ekki meðferð, því enginn getur látið annan leysa sín vandamál og enginn leysir sín vandamál eingöngu með því að hugsa um þau öllum stundum. Heldur vel skipu- lögð vinna leysir vanda- málin! Þess má að lokum geta að aðstoðarmaður Ragnars við leiðbeinendastörfín er Sigrún Þorsteinsdóttir. Með einni lífsreglu Sam- hygðar sláum við botn í þetta spjall: Látir þú þér í léttu rúmi liggja hvort nótt er eða dagur, sumar eða vet- ur, skipta andstæður engu máli lengur. JC-FÉLAGAR Næstkomandi laugardag, 24. jan., verður æsispennandi rökræðukeppni milli JCV og JC- Garða (frá Garðabæ) og hefst hún kl. 6 síðdegis í Kiwanishúsinu. Félagar, komið og styðjið ykkar lið til sigurs, svo JCV komizt í 3. umferð! Dansleikur hefst á sama stað kl. 22.00. - Mætið öll og takið gesti með. Búist er við fjölda stuðningsmanna Garðbæinga af fastalandinu. Því eru JCV félagar hvattir til að koma. Urslit keppninnar verða birt kl. 12 á miðnætti. SKEMMTINEFNDIN. FROSNAR FRANSKAR ÞORRABLOT Þorrablót Austfirðingafélagsins verður haldið í Alþýðuhúsinu laugardaginn 24. janúar kl. 19.30. Miðasala og afhending troga verður í dag í Alþýðuhúsinu kl. 17-19. Hljómsveitin Eymenn sér um f]örið. - Austfirðingar f)ölmennið og takið með ykkur gesti. STJÓRNIN. Starfsstúlkur Snótar Valgreinanámskeiðið hefst kl. 20.00 fösm- d^gskvöldið 23. janúar í Alþýðuhúsinu. Þá mætum vil allar. NEFNDIN. r Aríðandi tilkynning um álestu ökumæla Samkvæmt reglugerð nr. 636/1980 skulu eigend- ur eða umráðamenn bifreiða, er greiða skal af þungskatt samkvæmt mæli, færa bifreiðar sínar til bifreiðaeftirlitsmanns svo unnt sé að lesa af ökumæli á tímabilinu 20. janúar til 10. febrúar. Sérstök athygli er vakin á, að sé eigi komið með bifreið til álestrar á tilskyldum tíma, varðar það viðurlögum sem nema Nýkr. 30,00 fyrir hvern dag, sem líður frá þeim tíma, sem ákveðinn er til álestrar. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum. Kvöldsala OPIÐ TIL KL. 8 á kvöldin. &2

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.